Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202140 Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum Bragi Þór Dalamaður ársins Bragi Þór Gíslason var valinn Dalamaður ársins á Jörvagleði sem haldin var í Dölum snemma í vor. Hann hlaut yfirburða fjölda tilnefninga og er Bragi Þór sagður vera bjartsýnn, dug- legur, hugmyndaríkur og góð fyrirmynd fyrir unga fólkið auk þess sem hann er sagður leggja sig fram við að þjónusta fólk með gleði og létta lund. Gott strandveiðitímabil Strandveiðarnar hófust í blíðskaparveðri í byrjun maímánað- ar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem Gunnhildur Lind Hansdóttir tók á Arnarstapa daginn sem veiðarnar hófust. Aflaheimildir til strandveiða voru auknar um samtals 1.171 tonn af þorski þegar leið á sumarið en með þeirri aukningu varð heildarmagn á þorski á strandveiðum 11.171 tonn eða 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Gengu veiðarnar almennt mjög vel. Kisi fannst eftir átta ár á flækingi Mikil gleði var þegar köttur fannst á Akranesi í síðast- liðið vor en kisi átti upphaf- lega heimili í Reykjavík og hafði verið á flækingi í átta ár. Kötturinn var að verða tólf ára þegar hann fannst svo hann hafði verið týndur meirihluta ævi sinnar. Eig- andi hans trúði vart sínum eigin eyrum þegar hann fékk símtalið um að kisi væri fund- inn og urðu miklir fagnaðar- fundir þegar eigandi og kisi voru sameinaðir á ný. Fólk lét sig vaða í Akraneshöfn Líklegt er að Íslandsmet hafi verið sett í bryggjustökki í upp- hafi maímánaðar þegar 177 manns stukku í Akraneshöfn. Um var að ræða söfnun fyrir Sveinbjörn Reyr Hjaltason, eða Svenna eins og hann er alltaf kallaður. Svenni slasaðist alvar- lega á síðasta ári þegar hann var við akstur í mótorkrossbraut- inni á Akranesi en safnað var fyrir sérsmíðuðu handknúnu reiðhjóli fyrir Svenna. Alls söfnuðust 8.102.000 krónur sem dugðu vel rúmlega fyrir kaupum á hjólinu. Vorið var þurrt Vorið var þurrt og lýst var yfir hættustigi almannavarna í maí vegna hættu á gróðureldum. Sett var bann við meðferð opins elds á vissum svæðum vegna þurrkatíðar en við slíkar aðstæð- ur getur mikil eldhætta skapast af litlum neista. En á Vestur- landi eru mörg sumarhúsasvæði þar sem gróður liggur þétt að húsum og á sumum þessara svæða eru undankomuleiðir ekki margar. Landsmenn tóku aðstæðunum almennt vel og gættu sín og sem betur fer urðu ekki gróðureldar. Vegagerðin hóf vinnu í sumar við að styrkja flóttaleið austur úr Skorradal með styrkingu gamals línuvegar sem þar er. Tvö ár frá því Fjöliðjan brann Í maí voru tvö ár frá bruna sem varð í húsnæði Fjöliðjunnar á Akranesi. Var starfsemi vinnustaðarins þá komið fyrir í bráða- birgðahúsnæði í Akurshúsinu við Smiðjuvelli þar sem hún er enn í dag. Aðstaðan er góð svo langt sem hún nær, að sögn starfsfólks, en engan veginn hentug fyrir mismunandi þarfir starfsfólksins. Hópur starfsfólks Fjöliðjunnar á Akranesi gekk frá Smiðjuvöllum að Dalbraut, þar sem Fjöliðjan var, í þeim tilgangi að minna á þá brýnu þörf sem er fyrir úrbætur á hús- næðismálum vinnustaðarins. Í nóvember var svo byrjað að rífa innan úr húsi Fjöliðjunnar við Dalbraut, um tveimur og hálfu ári eftir brunann. Hönnun á nýju húsi gerir ráð fyrir að nýta útveggi og þak hússins sem brann auk þess sem byggja á við núverandi hús. Árnasetur var opnað Skrifstofu- og nýsköpunarsetur var opnað að Aðalgötu 10 í Stykkishólmi í maímánuði. Hlaut það nafnið Árnasetur til minningar um Árna Helgason sem vann á árum sínum mikið frumkvöðlastarf Stykkishólmsbæ til heilla. Markmið setursins er að auðvelda frumkvöðlastarf og tækifæri til fjarvinnu, óháð aðsetri vinnuveitanda, og stuðla að því að fjölga íbúum Stykk- ishólms. Hopp á Akranesi Deilileiga fyrir rafskútur á Akranesi undir merkjum Hopp var opnuð á Akranesi í maí. En þessar rafskútur eru þær sömu og hafa þeyst um götur Reykjavíkur undanfarin misseri. Um er að ræða þjónustu þar sem hægt er að leigja rafskútur innan ákveðins þjónustusvæðis og skilja þær eftir á endastöð þar sem næsti leigjandi getur nálgast þær. Kýr bar þremur kálfum Á bænum Miðskógi í Dölum bar kýrin Mjöll þremur lifandi kálfum í byrjun sumars; tveimur nautum og einni kvígu. Afar fátítt er að kýr beri þremur kálfum og nánast einsdæmi að þeir hafi þá allir lifað, eins og í tilfelli kálfanna hennar Mjall- ar frá Miðskógi. Krummar komust á legg á lögreglustöðinni Hrafnspar gerði sér í vor laup á austurgafli hússins við Þjóð- braut 13 sem hýsir lögreglustöðina á Akranesi, og komu þar upp þremur ungum. Má því segja að þessir hrafnar hafi alist upp undir eftirliti lögreglu. Hlupu 100 mílur Í byrjun júní fór fram keppni í utanvegahlaupinu Hengill Ultra í Hveragerði og nágrenni. Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir frá Hvanneyri varð fyrsta konan til að hlaupa í mark í 100 mílna hlaupi, sem eru rúmlega 160 km. Þá var Dalamað- urinn Jósep Magnússon annar í mark í hópi karla í 100 mílna hlaupinu. Gleði í Auðarskóla Mikil gleði var í Búðardal þegar Auðarskóla var slitið og börnin héldu af stað út í sumarið. Boðið var upp á ýmis- legt skemmtilegt fyrir börnin og kepptu útskriftarnemar við starfsfólk í vítaspyrnukeppni en úrslit úr þeirri keppni voru ekki gefin upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.