Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 103

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 103
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 103 von á því að heyra frekar frá þeim. En þeir höfðu samband aftur eftir nokkra daga og buðu mér að koma til viðræðna og úr varð að ég skrif- aði undir samning hjá félaginu og fór því til þeirra í janúar 1988. Ég vissi lítið um félagið og stöðu þess þegar ég kom. Það gekk illa í byrj- un og við bösluðum í botnbarátt- unni og enduðum í þriðja neðsta sæti fyrsta tímabilið og urðum því að fara í umspil við liðið í þriðja sæti í 2. deild. Við lékum gegn Sandefjord og tókst að komast í gegnum það og héldum því sætinu í efstu deild. En við komumst í bik- arúrslit gegn Rosenborg þetta ár og gerðum jafntefli í úrslitaleiknum og lékum því aftur gegn þeim viku síð- ar en töpuðum þar 2:1.“ Fékk Óla bróður í hópinn „Ég gerði síðan róttækar breytingar á liðinu eftir tímabilið og lét stór- an hluta leikmannahópsins fara og fékk til mín yngri leikmenn, auk þess að fá Óla bróður minn til félagsins frá ÍA. Það varð mikil breyting á liðinu og við enduðum þetta tímabil í sjötta sæti. En árið 1990 vorum við síðan í toppbarátt- unni og fyrir lokaumferðina vorum við í öðru sæti og áttum möguleika á að vinna deildina. Við töpuð- um síðan lokaleiknum og enduð- um í 4. sæti.“ Teitur segir að þær breytingar sem hann gerði á leik- mannahópnum hjá Brann hafi ekki allir aðilar í stjórn félagsins verið jafn ánægðir með. Þeir voru ósáttir við aðgerðirnar þrátt fyrir viðsnún- ing á gengi liðsins, en samt var mér boðið að halda áfram með liðið. „Oslóarliðið Lyn hafði samband við mig í lok tímabilsins en þeir höfðu þá náð að tryggja sér sæti í efstu deild. Ég var nú ekkert allt of áhugasamur í byrjun því Brann er eitt stærsta félagið í Noregi og ég hefði getað hugsað mér að vera þar áfram, en ég ákvað samt að taka til- boðinu hjá Oslóarliðinu. Liðið var að koma upp úr 2 deildinni, en með mikilli baráttu og samheldni stóð liðið sig mjög vel og enduðum við tímabilið um miðja deild og ári síð- ar enduðum við í 4. sæti deildarinn- ar.“ Markaðsstjóri sýningarhallar Það verða óvæntar vendingar hjá Teiti í byrjun árs 1993. Þá setur Arve Mokkelbost, sem var fyrrver- andi framkvæmdastjóri hjá Brann, sig í samband við Teit. Þá var hann hættur hjá Brann og var orðinn framkvæmdastjóri fyrir risastórri sýningarhöll í Osló. Hann falaðist eftir því að fá Teit til þess að vinna fyrir sig í því að setja upp sýningu á íþróttamannvirkjum í sýningarhöll- inni. „Ég var nú ekkert sérstaklega áhugasamur í byrjun en eftir að við höfðum rætt nokkrum sinnum saman um þetta ákvað ég að slá til, en um leið tók ég að mér þjálfun hjá 3. deildar liðinu Grei í Osló, til að halda þjálfuninni við. Það sem vakti sérstakan áhuga minn í sambandi við sýninguna, var að hann vildi halda sýningu á litlum sparkvöllum eins og við þekkjum hér á Íslandi í dag. Þá var þetta alveg óþekkt fyr- irbæri á Norðurlöndunum. Ég fór á sýningu á þessum völlum í Köln í Þýskalandi og kynnti mér allt um vellina. Við ákváðum að setja upp sýningu á þessum völlum. Með- al þeirra sem kom á þessa sýningu var Skagamaðurinn Jón Runólfsson fyrir hönd KSÍ. Í framhaldinu var ákveðið að fá þessa sparkvelli til Ís- lands og sama sagan var hér í Nor- egi. Þessir vellir slógu algerlega í gegn og eru nú út um allan Noreg, Ísland og víðar í dag. Má því segja að þessi sýning hafi verið upphafið á þessum völlum á Norðurlöndun- um.“ Þarf harðan skráp í þennan bransa En fótboltinn togaði áfram í Teit og ári síðar hafði Lilleström sam- band við hann og bauð honum starf sem þjálfari liðsins. Hann sló til og var hjá Lilleström í tvö ár en gerði eins og áður hjá Brann nokkr- ar breytingar á leikmannahópn- um og fékk m.a. til liðs við sig nú- verandi landsliðsþjálfara Noregs, Ståle Solbakken sem þá spilaði fyr- ir Ham Kam i 2 deildinni. „Okkur gekk mjög vel og enduðum í 2. sæti í deildarkeppninni fyrra árið og í 3 sæti seinna árið.“ En úr nokkuð óvæntri átt bauðst Teiti ný áskorun. Ævintýri í Eistlandi „Ég fékk símtal frá forystumanni Eistneska knattspyrnusambandsins Aivar Pohlak sem einnig er eigandi félagsliðsins Flora Tallinn og bauð hann mér að taka við landsliðinu og Flora. Þetta kom mér eiginlega í opna skjöldu og svo ég bað um um- hugsunarfrest, en eftir nokkra daga vorum við aftur í sambandi og var ég þá búinn að ákveða að taka þessu og sá ég ekki eftir því, því þetta var algjört ævintýri og meiriháttar tími í Eistlandi. Þegar ég kom til lands- ins voru aðeins liðin þrjú og hálft ár frá því að landið fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Undir stjórn Sovétríkjanna var landsvæðum í Sovétríkjunum skipt upp í ákveðin íþrótta svæði og á hverju svæði fyr- ir sig var áhersla lögð á einhverja eina ákveðna íþrótt. Það gat ver- ið handbolti, körfubolti eða frjálsar íþróttir og svo framvegis. Eistland var körfuboltasvæði þannig að fót- bolti var bannaður en var samt spil- aður í leyni. En eftir að landið fékk sjálfstæði var búið að endurvekja knattspyrnuna og varð til átta liða deild. Sjö þessara liða voru skipuð Eistum með rússneskan bakgrunn sem höfðu ekki fengið eistnesk vegabréf og gátu því ekki leikið í landsliðinu fyrir hönd Eistlands. Það var því aðeins eitt lið sem kall- ast gat eistneskt og það var Flora Tallinn þar sem öllum leikmönnun- um með eistnesk vegabréf var safn- að saman. Eigandi félagsins, Aivar Pohlak, ræddi við mig í upphafi um að hans markmið var að endurreisa knattspyrnuna í landinu, en í liði hans voru því bara leikmenn með eistneskan ríkisborgararétt þannig að ég hafði bara þennan leikmanna- hóp hjá liðinu til þess að leika fyrir landsliðið. Það varð síðan ekki fyrr en á öðru ári mínu með Flora Tall- inn sem stofnað var annað eistneskt fótboltalið í landinu, sem reyndar var í eigu sama aðila og átti Flora,“ segir Teitur og var þetta því upp- hafið að enduruppbyggingu eist- neska fótboltans eftir Sovét tím- ann. Auk þess að þjálfa landsliðið og Flora þá ferðaðist Teitur um allt Eistland til þess setja í gang fót- boltaskóla og klúbba og til að vekja áhuga á fótboltanum. Fólst það starf einnig í því að heimsækja skóla í landinu og kynna þá uppbyggingu sem farið var af stað með og finna unga og efnilega leikmenn. „Þetta starf skilaði sér og margir mjög efnilegir leikmenn komu upp og landslið Eistlands fór að taka þátt í undankeppni EM og HM. Þrátt fyrir erfiða byrjun hjá lands- liðinu þá öðluðust leikmenn mikla reynslu við það eitt að vera þátt- takendur í þessum mótum og þetta var gríðarlega skemmtilegur tími.“ Fyrir störf sín fyrir knattspyrnuna í Eistlandi heiðraði forseti lands- ins Teit með því að veita honum af- reksorðuna Marilandkrossinn. Friðað tré á miðjum velli Það er ein skemmtileg saga frá Eistlandi sem við getum látið fylgja með. „Þegar ég var að fara á milli staða í landinu og skoða aðstæður þá var á einum stað knattspyrnu- völlur sem var nokkuð sérstakur að því leyti að á miðjum vellinum stóð stórt tré. Það sem meira var að tréð var friðað og það mátti því alls ekki fjarlægja það af vellinum. En þeir sem þarna voru létu það ekkert aftra sér frá því að leika á vellinum. Það var bara leikið í kring um tréð. Svo einfalt var það nú.“ Að nýju til Noregs Þegar kom hjá Teiti að endurnýja samninginn við Flora tjáði eigandi félagsins honum að það væri að halla undan fæti hjá honum fjárhagslega og hann gæti ekki stutt þessa upp- byggingu eins vel og hann vildi og það myndi væntanlega hægja veru- lega á uppbyggingunni sem tekist hafði svo vel. Teitur sagði að þetta hefðu að sjálfsögðu verið vonbrigði og hann óttaðist að botninn gæti dottið úr starfinu sem búið var að byggja upp. Teitur sagðist hafa vilj- að hugsa málið og var mjög opinn fyrir því að vera áfram í landinu. „Okkur leið mjög vel í Eistlandi. Fólkið var alúðlegt og mikil fegurð í landinu og höfuðborgin Tallinn mjög falleg borg með stórbrotn- ar byggingar frá fyrri tímum. En þegar ég var að velta framhaldinu fyrir mér í Eistlandi kom símtal frá Brann í Noregi. Eins og ég hef áður sagt þá er Brann mjög stórt félag í Noregi og þú segir eiginlega ekki nei við þá þegar þeir leita til þín. Ég var þar í 3 ár og okkur gekk alveg ágætlega á þeim tíma, en svo fór ég aftur til Lyn í Osló og var þar í eitt ár. Eins og gengur í fótboltanum þá gerir nýr þjálfari oftast breytingar á liði sínu og kemur með nýjar áherslur sem allir eru ekki endilega sáttir við hjá viðkomandi félagi. Því geta oft orðið örar breytingar og þú þarft að hafa harðan skráp í þessum bransa en þetta hafði aldrei nokk- ur áhrif á mig sem betur fer.“ Eft- ir árin hjá Brann og Lyn tók Teitur við 3. deildar liði frá Jessheim, sem er stutt frá Osló, sem heitir Ull/ Kisa og var þar í tvö ár. „Það sem heillaði mig við það starf var að ég var fenginn til þess að koma að og byggja upp unglingastarf og ekki síður forvarnarstarf, sem fólst í því að vekja áhuga á íþróttinni hjá ung- lingum sem voru í hættu stadd- ir vegna óreglu af ýmsum toga. Ég heimsótti skólana og talaði við ung- lingana um mikilvægi íþrótta. Þetta var afskaplega gefandi og skemmti- legur tími.“ Góður tími hjá KR En árið 2006 kom símtal frá Ís- landi. Á hinum enda línunnar var fulltrúi frá KR, sem óskaði eftir kröftum Teits við þjálfun félagsins. „Mér fannst spennandi að koma heim og kynnast íslenska boltan- um og stökk á tækifærið og gerði tveggja ára samning við félagið. Okkur gekk bara vel og enduðum í öðru sæti í Landsbankadeildinni á fyrra árinu og komumst í úrslit bik- arkeppninnar. En töpuðum þeim leik 0:2 gegn Keflavík. Ég á bara góðar minningar frá tíma mínum hjá KR. Mér var vel tekið og leið vel og við nutum þess vera aftur á Íslandi.“ Við nánast bjuggum í flugvélunum Eftir tæplega fjögurra áratuga reynslu af knattspyrnunni í Evrópu sem þjálfari og leikmaður bauðst Teiti tækifæri í þjálfun í Norð- ur-Ameríku hjá kanadíska liðinu Vancouver Whitecaps. Varð hann sjötti þjálfarinn í sögu félagsins þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning í desember 2007. Þegar Teitur tók við liðinu lék það í deild sem hét United Soccer League First Division en liðið sigraði í þeirri deild á fyrsta ári Teits í Kanada. Sigruðu þá Puerto Rico Islanders 2:1 í október 2008. Ári síðar var Teitur aftur í úrslit- um í þeirri keppni og lék að þessu sinni gegn Montreal Impact og var þetta í fyrsta skipti í sögunni sem tvö kanadísk lið léku til úr- slita í keppninni. Whitecaps tap- aði þeirri viðureign. Ári síðar lék liðið í fyrsta skipti í sögu þess í deild þeirra bestu í sjálfri MLS deildinni og varð Teitur fyrsti og eini Íslendingurinn til að stjórna liði í MLS deildinni. Eftir að Teitur gerði miklar breytingar á leik- mannahópi Whitecaps þurfti liðið ákveðna aðlögun en það var ekki þolinmæði fyrir því og þess vegna var gerð breyting hjá félaginu vorið 2011 og Teitur hélt að nýju heim til Noregs. „Dvölin í Kanada var af- skaplega ánægjuleg og gott að vera þar,“ segir Teitur. „Á þessu svæði umhverfis Vancouver er afskap- lega fallegt og við hjónin ræddum það á þeim tíma þarna. En þetta voru krefjandi tímar í fótboltan- um þarna sem lágu ekki síst í þeim miklu ferðalögum til og frá á leik- staði. Við ferðuðumst um þver og endilöng Bandaríkin. Það var jafn- vel leikið í Peurto Ríko á sunnu- degi og heimaleikur í Vancouver í miðri viku og næsti leikur nokkrum dögum síðar jafnvel í New York. Við nánast bjuggum í flugvélum á þessum tíma en það jákvæða var að maður sá nýja staði sem maður hafði ekki komið til áður.“ Boð um þjálfun á Indlandi Teitur hafði ekki verið lengi í Nor- egi þegar honum bauðst að taka að sér verkefni á Indlandi, en þá var farið að stað verkefni um að byggja upp knattspyrnuna í landinu en hún hafði verið lítið stunduð þar fram að þessu. Það var í janúar 2012 sem tilkynnt var að Teitur yrði einn af sex erlendum þjálfurum sem myndu taka að sér þjálfun í landinu og ný deild yrði stofnuð sem átti að fá nafnið Bengal Premier League Soccer og átti keppnin að hefjast í mars 2012 og átti Teitur að stýra liði sem hét Basarat. „Þetta hefði getað orðið mjög spennandi verk- efni að fá að taka þátt í og það var búið að ganga frá ráðningarsamn- ingnum og allt klárt, en þá heimil- aði alþjóða knattspyrnusambandið ekki að leikið yrði á völlunum sem átti að nota því þetta voru Ba- seball eða hornaboltavellir sem átti að nýta sem fótboltavelli. Eftir að þessari hugmynd hafði verið frestað nokkrum sinnum var þetta endan- lega flautað af í janúar 2013. Á með- an ég var að bíða eftir niðurstöðum frá Indlandi starfaði ég aðeins fyr- ir sjónvarpsstöðina TV2 í Noregi og var þar leikgreinandi við beinar útsendingar úr norsku knattspyrn- unni. Síðasta starf Teits í boltan- um var þegar hann var ráðinn árið 2014 til lítils félags fyrir utan Osló sem heitir Drobak-Frogn og starf- aði hann þar í fjögur ár sem þjálf- ari en einnig hafði hann umsjón með öllum fótbolta innan félagsins frá A liði og niður í 6 ára. „Ég hætti öllum afskiptum af knattspyrnunni fyrir um einu og hálfu ári síðan og held ég að þetta sé bara orðið al- veg gott,“ segir Teitur Þórðarson að endingu. Hann hefur nú lokið löngum og farsælum knattspyrnu- og þjálfaraferli sem á sér engan sinn líkan fram að þessu í íslenskri knattspyrnusögu. En miðað við all- ar þær áskoranir sem Teitur hef- ur tekist á við þá er örugglega ekki hægt að útiloka neitt ennþá. se/ Ljósm. erlendar fréttaveitur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.