Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 93
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 93
Jól 2021
Gleðileg jól og heillaríkt
komandi ár
Landmælingar Íslands
Ólafsvíkurkirkja, Ólafsvík
Gledilega hátíd !
Snæfellsbær sendir lesendum Skessuhorns
og öðrum Vestlendingum hugheilar jólakveðjur
með ósk um farsæld á nýju ári.
Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.
Okkar bestu óskir um gleðileg jól
og farsælt komandi ár
Magnús SH 205
Sonja de Zorrilla varð þjóðþekkt
eftir að ævisaga hennar, rituð af
Reyni Traustasyni, kom út árið
2002. Sonja lifði ævi sem var lyg-
inni líkust. Hún bjó í Þýskalandi
fyrir seinni heimsstyrjöldina, bjó
heilt ár á Ritz hótelinu í London,
sótti boð fína og fræga fólksins í
París og fylgdist með tískusýning-
um Coco Chanel. Þegar hún flúði
seinni heimsstyrjöldina og stefndi
heim fór hún í gegnum Bandarík-
in, þar sem hún síðan dvaldi í tugi
ára og hagnaðist vel á fjárfesting-
um. Þegar hún lést voru eign-
ir hennar metnar á tæplega 9,5
milljarða króna, samkvæmt bók-
inni Ríkir Íslendingar. Á núvirði er
auður Sonju metinn á um 24 millj-
arða króna. Peningarnir voru settir
í sjóð, Sonja Foundation, sem átti
að vera til styrktar börnum. En síð-
an þá hefur lítið heyrst af sjóðsút-
hlutunum, hvorki hér á Íslandi né í
Bandaríkjunum.
Í fjögurra þátta útvarpsseríu á
Rás 1 um jólin verður farið yfir ævi
Sonju og þess freistað að komast á
slóð auðæfa hennar. Sæunn Gísla-
dóttir, hagfræðingur og blaðamað-
ur, og Katrín Lilja Jónsdóttir, sagn-
fræðingur og blaðamaður, leita
svara í þættinum. Katrín Lilja er
stofnandi og ritstjóri vefsíðunnar
Lestrarklefans og Sæunn er fasta-
penni á síðunni. Sæunn skrifaði
fyrst um ævisögu Sonju þar og gat
ekki gleymt henni. Þegar Katrín
Lilja las bókina í kjölfar þess heill-
aðist hún líka af viðfangsefninu.
Þættirnir um Sonju eru unnir
síðastliðið sumar og haust og við-
töl öll tekin þá. Auk þess sækja þær
heimildir í dagblöð frá tímanum og
styðjast við ævisögu Sonju sem kom
út 2002. Þættirnir verða í loftinu
klukkan 16:05 dagana 25., 26., 27.
og 28. desember. Þeir verða einnig
aðgengilegir í helstu hlaðvarpsveit-
um og í sarpi RÚV.
mm
Sonja de Zorilla.
Útvarpsþættir um jólin um litríka sögu Sonju de Zorrilla
Katrín Lilja Jónsdóttir og Sæunn Gísladóttir munu í fjórum útvarpsþáttum sem fluttir eru um jólin segja sögu Sonju de Zorrilla.