Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202138
Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum
austan 10-12 m/sek vindur var á firðinum í fyrstu en veður
átti eftir að versna þegar leið á daginn. Strax var kastað ankeri
til að forðast rek. Um borð í skipinu voru 28 manns; átta í
áhöfn og tuttugu farþegar. Björgun skipsins til hafnar átti eft-
ir að taka tímann, því það var ekki fyrr en um klukkan 14
daginn eftir sem komið var með Baldur að bryggju í Stykk-
ishólmi, 26 tímum eftir að haldið var úr höfn á Brjánslæk.
Þetta óhapp vakti umræðu um nauðsyn þess að keypt verði
öruggara skip til siglinga yfir Breiðafjörð. Ekki hefur enn ver-
ið tekin ákvörðun um slík kaup, en nú í byrjun vetrarþings var
lagt fram frumvarp þar að lútandi.
Framkvæmdaár
Árið var mikið framkvæmdaár en hús af öllum stærðum og
gerðum voru reist í flestum bæjarfélögum í landshlutanum.
Mest uppbygging átti sér stað á Akranesi og mætti kannski
segja að heilu hverfin hafi risið þar. Til dæmis var byrjað að
byggja stærsta fjölbýlishús sem reist hefur verið á Akranesi.
Við Krossvelli í Hvalfjarðarsveit var fyrsta fjölbýlishúsið í
sveitarfélaginu reist á árinu auk þess sem hús hafa verið að rísa
við nýja götu í Melahverfi. Fyrsta húsið er risið í nýju hverfi í
Bjargslandi í Borgarnesi. Á Húsafelli hófust framkvæmdir við
nýtt fjörutíu húsa hverfi. Í Grundarfirði var grafinn grunn-
ur að níu íbúða fjölbýlishúsi sem mun rísa við Grundargötu
12-14. Á Akranesi var einnig hafist handa við byggingu nýs
leikskóla í Skógarhverfi og í Stykkishólmi var byrjað á við-
byggingu við leikskóla bæjarins.
Rætt var um beislun vindorku
Vindmyllur voru nokkuð áberandi í umræðunni á árinu en
í febrúar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggð-
ar skipulags- og matlýsing fyrir aðalskipulag í landi Hafþórs-
staða í Norðurárdal og Sigmundarstaða í Þverárhlíð. Þar sem
gert var ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði í stað landbún-
aðarnota á Grjóthálsi, þar sem landeigendur höfðu áform um
að reisa allt að sex vindmyllur sem hver um sig gæti orðið allt
að 150 m háar með spaða í hæstu stöðu. Yfir 70 athugasemd-
ir bárust á kynningartíma og lýstu þær einarðri andstöðu við
framkvæmdirnar. Sveitarstjórn hafnaði því að svo stöddu fyrir-
huguðum aðalskipulagsbreytingum og frekari skipulagsvinnu
vegna nýtingar á vindorku á Grjóthálsi. Á fundi sveitarstjórn-
ar í Dalabyggð 15. apríl var samþykkt að breyta aðalskipulagi
við Sólheima og Hróðnýjarstaði í Laxárdal svo þar mætti reisa
vindorkuver. Aðalskipulagsbreytingarnar voru sendar til stað-
festingar Skipulagsstofnunar. Í svari Skipulagsstofnunar er
m.a. sagt að upplýsingar skorti um mat á umhverfisáhrifum.
Var lagt til að sveitarfélagið taki aðalskipulagsbreytingarnar
til afgreiðslu að nýju að loknu umhverfismati á framkvæmd-
unum.
Ný deild á Uglukletti
Í mars var fjórðu deildinni bætt við á leikskólanum Uglu-
kletti í Borgarnesi. Deildin þurfti að nafn og fengu börnin
á leikskólanum að kjósa hvort hún myndi heita Eldborg eða
Tungukollur. Eftir lýðræðislega kosningu var ljóst að nýja
deildin myndi fá nafnið Eldborg.
Góðir hlutir í keilunni
Akurnesingar gerðu það gott
á Íslandsmóti ungmenna
í keilu í mars og kom ÍA
heim með þrjá Íslandsmeist-
aratitla. Í fimmta flokki hlutu
Friðmey Dóra Richter og
Haukur Leó Ólafsson viður-
kenningu, en í yngstu flokk-
unum er ekki krýndur Ís-
landsmeistari. Í fjórða flokki
stúlkna var Særós Erla Jó-
hönnudóttir Íslandsmeistari.
Nína Rut Magnúsdóttir varð
Íslandsmeistari í þriðja flokki
stúlkna. Í þriðja flokki pilta varð Tómas Freyr Garðarsson í
fjórða sæti af sjö keppendum og Matthías Leó Sigurðsson tók
silfrið eftir hörku keppni. Í öðrum flokki stúlkna hafnaði Vikt-
oría Hrund Þórisdóttir í fjórða sæti og í fyrsta flokki pilta varð
Hlynur Helgi Atlason í þriðja sætir og Ísak Birkir Sævarsson
í því fimmta. Í opnum flokki tók Hlynur Helgi fyrsta sætið.
Klifurstúlkur stóðu sig vel á árinu
Skagastúlkur stóðu sig vel á Íslandsmeistaramótaröðinni 2021
í klifri. Eftir fjórða og síðasta mótið í Íslandsmeistaramóta-
röðinni var ljóst að Þórkatla Þyrí Sturludóttir hafði tryggt
sér samanlagðan Íslandsmeistaratitil í C-flokki en hún sigraði
þrjú af fjórum mótum ársins. Þar að auki landaði hún silfur-
verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri nú í haust.
Annað sætið á mótinu tók Ester Guðrún Sigurðardóttir með
tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Skagastúlkan
Sylvía Þórðardóttir hafnaði í öðru sæti í B-flokki á mótinu
með ein gullverðlaun og tvö silfur á öllum fjórum mótunum.
Þá keppti Sylvía einnig á Norðurlandamóti í Lillehammer í
Noregi nú í byrjun vetrar og hafnaði í þrettánda sæti af nítján.
Eldur kom upp á árinu
Slökkviliðsútköll voru nokkuð tíð á árinu en sem betur fer
urðu engin slys á fólki vegna eldsvoða. Útköllin voru af ýms-
um toga en í mars barst útkall vegna sprengingar sem hafði
orðið í verksmiðju Elkem á Grundartanga og nokkur útköll
voru vegna elds í bílum. Slökkvilið Borgarbyggðar var kall-
að út vegna bruna í gömlum útihúsum á bænum Lækjarbug á
Mýrum í mars. Þar breiddist eldurinn hratt út og voru húsin
gjörónýt ásamt tækjum, bílum og verkfærum sem í þeim voru.
Engar skepnur voru í húsunum. Í apríl kom upp eldur í þaki á
N1 í Borgarnesi en engar meiriháttar skemmdir urðu. Tvisvar
kom upp sinubruni í Hvalfjarðarsveit en í bæði skiptin gekk
slökkvistarf vel og engin hætta skapaðist. Þurrkar á vorin eru
áfram það sem slökkviliðsmenn óttast mest. Aukinn gróður,
samhliða minni búfjárbeit, ógnar m.a. sumarhúsahverfum.
Kóvidsveiflur á árinu
Kórónuveiran tók mikið pláss á árinu í allri umfjöllun fjöl-
miðla og þ.á.m. Skessuhorns. Samkomutakmarkanir settu
stóran svip á árið. Landsmenn gengu í gegnum miklar sveifl-
ur í samkomutakmörkunum allt frá takmarkaleysi niður í tíu
manna samkomutakmarkanir rétt fyrir páska. Gríman var tek-
in niður á árinu en það varði stutt því gríman var sett upp aft-
ur í byrjun nóvember. Nokkur hópsmit komu upp í lands-
hlutanum nú í haust. Í október voru allnokkur smit staðfest í
Dölum og var allt skólahald í Auðarskóla og allt íþrótta- og
tómstundastarf lagt niður og sundlauginni og bókasafninu
lokað til að ná utan um smitin í samfélaginu. Á tímabili var
um fimmtungur íbúa í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu.
Hópsmit kom upp á Akranesi í byrjun nóvember og var skól-
um bæjarins lokað og allt íþrótta- og frístundastarf lagt nið-
ur á meðan náð var utan um smitið. Í lok nóvember fjölgaði
smitum hratt í Grundarfirði og þar var einnig brugðist við
með því að loka skólum bæjarins tímabundið og leggja nið-
ur íþrótta- og tómstundastarf þar til búið var að ná utan um
smitin.
Þverun Þorskafjarðar
Forstjóri Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóri Suður-
verks hf. undirrituðu samning um þverun Þorskafjarðar á
Vestfjarðavegi fimmtudaginn, 8. apríl. Um er að ræða verk
sem er liður í umfangsmikilli vegagerð á sunnanverðum Vest-
fjörðum en um er að ræða nýbyggingu á um 2,7 km kafla yfir
Þorskafjörð. Ekki er talið að Teigskógarþrætur hamli lengur
stofnvegagerð um svæðið.
Valdís Þóra hætti
Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur tilkynnti í apríl að atvinnu-
ferli hennar í golfi væri lokið. Hún byrjaði í atvinnumennsku
árið 2014 og á að baki glæstan feril, en hápunktur ferilsins
segir hún hafa verið að vinna Evrópumeistaratitilinn með ís-
lenska landsliðinu árið 2018.
Árekstur við álft
Sjúkrabíll frá Ólafsvík lenti í árekstri við álft á Mýrunum í
aprílmánuði. Tvær álftir flugu upp úr vegkantinum rétt fyrir
framan sjúkrabílinn og hafnaði önnur þeirra á framrúðu hans
með þeim afleiðingum að rúðan mölbrotnaði. Álftin hvarf á
braut og ekki er vitað hvort henni hafi orðið meint af. Mönn-
um var brugðið, en engan sakaði.