Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Page 38

Skessuhorn - 15.12.2021, Page 38
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202138 Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum austan 10-12 m/sek vindur var á firðinum í fyrstu en veður átti eftir að versna þegar leið á daginn. Strax var kastað ankeri til að forðast rek. Um borð í skipinu voru 28 manns; átta í áhöfn og tuttugu farþegar. Björgun skipsins til hafnar átti eft- ir að taka tímann, því það var ekki fyrr en um klukkan 14 daginn eftir sem komið var með Baldur að bryggju í Stykk- ishólmi, 26 tímum eftir að haldið var úr höfn á Brjánslæk. Þetta óhapp vakti umræðu um nauðsyn þess að keypt verði öruggara skip til siglinga yfir Breiðafjörð. Ekki hefur enn ver- ið tekin ákvörðun um slík kaup, en nú í byrjun vetrarþings var lagt fram frumvarp þar að lútandi. Framkvæmdaár Árið var mikið framkvæmdaár en hús af öllum stærðum og gerðum voru reist í flestum bæjarfélögum í landshlutanum. Mest uppbygging átti sér stað á Akranesi og mætti kannski segja að heilu hverfin hafi risið þar. Til dæmis var byrjað að byggja stærsta fjölbýlishús sem reist hefur verið á Akranesi. Við Krossvelli í Hvalfjarðarsveit var fyrsta fjölbýlishúsið í sveitarfélaginu reist á árinu auk þess sem hús hafa verið að rísa við nýja götu í Melahverfi. Fyrsta húsið er risið í nýju hverfi í Bjargslandi í Borgarnesi. Á Húsafelli hófust framkvæmdir við nýtt fjörutíu húsa hverfi. Í Grundarfirði var grafinn grunn- ur að níu íbúða fjölbýlishúsi sem mun rísa við Grundargötu 12-14. Á Akranesi var einnig hafist handa við byggingu nýs leikskóla í Skógarhverfi og í Stykkishólmi var byrjað á við- byggingu við leikskóla bæjarins. Rætt var um beislun vindorku Vindmyllur voru nokkuð áberandi í umræðunni á árinu en í febrúar var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar skipulags- og matlýsing fyrir aðalskipulag í landi Hafþórs- staða í Norðurárdal og Sigmundarstaða í Þverárhlíð. Þar sem gert var ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði í stað landbún- aðarnota á Grjóthálsi, þar sem landeigendur höfðu áform um að reisa allt að sex vindmyllur sem hver um sig gæti orðið allt að 150 m háar með spaða í hæstu stöðu. Yfir 70 athugasemd- ir bárust á kynningartíma og lýstu þær einarðri andstöðu við framkvæmdirnar. Sveitarstjórn hafnaði því að svo stöddu fyrir- huguðum aðalskipulagsbreytingum og frekari skipulagsvinnu vegna nýtingar á vindorku á Grjóthálsi. Á fundi sveitarstjórn- ar í Dalabyggð 15. apríl var samþykkt að breyta aðalskipulagi við Sólheima og Hróðnýjarstaði í Laxárdal svo þar mætti reisa vindorkuver. Aðalskipulagsbreytingarnar voru sendar til stað- festingar Skipulagsstofnunar. Í svari Skipulagsstofnunar er m.a. sagt að upplýsingar skorti um mat á umhverfisáhrifum. Var lagt til að sveitarfélagið taki aðalskipulagsbreytingarnar til afgreiðslu að nýju að loknu umhverfismati á framkvæmd- unum. Ný deild á Uglukletti Í mars var fjórðu deildinni bætt við á leikskólanum Uglu- kletti í Borgarnesi. Deildin þurfti að nafn og fengu börnin á leikskólanum að kjósa hvort hún myndi heita Eldborg eða Tungukollur. Eftir lýðræðislega kosningu var ljóst að nýja deildin myndi fá nafnið Eldborg. Góðir hlutir í keilunni Akurnesingar gerðu það gott á Íslandsmóti ungmenna í keilu í mars og kom ÍA heim með þrjá Íslandsmeist- aratitla. Í fimmta flokki hlutu Friðmey Dóra Richter og Haukur Leó Ólafsson viður- kenningu, en í yngstu flokk- unum er ekki krýndur Ís- landsmeistari. Í fjórða flokki stúlkna var Særós Erla Jó- hönnudóttir Íslandsmeistari. Nína Rut Magnúsdóttir varð Íslandsmeistari í þriðja flokki stúlkna. Í þriðja flokki pilta varð Tómas Freyr Garðarsson í fjórða sæti af sjö keppendum og Matthías Leó Sigurðsson tók silfrið eftir hörku keppni. Í öðrum flokki stúlkna hafnaði Vikt- oría Hrund Þórisdóttir í fjórða sæti og í fyrsta flokki pilta varð Hlynur Helgi Atlason í þriðja sætir og Ísak Birkir Sævarsson í því fimmta. Í opnum flokki tók Hlynur Helgi fyrsta sætið. Klifurstúlkur stóðu sig vel á árinu Skagastúlkur stóðu sig vel á Íslandsmeistaramótaröðinni 2021 í klifri. Eftir fjórða og síðasta mótið í Íslandsmeistaramóta- röðinni var ljóst að Þórkatla Þyrí Sturludóttir hafði tryggt sér samanlagðan Íslandsmeistaratitil í C-flokki en hún sigraði þrjú af fjórum mótum ársins. Þar að auki landaði hún silfur- verðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri nú í haust. Annað sætið á mótinu tók Ester Guðrún Sigurðardóttir með tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Skagastúlkan Sylvía Þórðardóttir hafnaði í öðru sæti í B-flokki á mótinu með ein gullverðlaun og tvö silfur á öllum fjórum mótunum. Þá keppti Sylvía einnig á Norðurlandamóti í Lillehammer í Noregi nú í byrjun vetrar og hafnaði í þrettánda sæti af nítján. Eldur kom upp á árinu Slökkviliðsútköll voru nokkuð tíð á árinu en sem betur fer urðu engin slys á fólki vegna eldsvoða. Útköllin voru af ýms- um toga en í mars barst útkall vegna sprengingar sem hafði orðið í verksmiðju Elkem á Grundartanga og nokkur útköll voru vegna elds í bílum. Slökkvilið Borgarbyggðar var kall- að út vegna bruna í gömlum útihúsum á bænum Lækjarbug á Mýrum í mars. Þar breiddist eldurinn hratt út og voru húsin gjörónýt ásamt tækjum, bílum og verkfærum sem í þeim voru. Engar skepnur voru í húsunum. Í apríl kom upp eldur í þaki á N1 í Borgarnesi en engar meiriháttar skemmdir urðu. Tvisvar kom upp sinubruni í Hvalfjarðarsveit en í bæði skiptin gekk slökkvistarf vel og engin hætta skapaðist. Þurrkar á vorin eru áfram það sem slökkviliðsmenn óttast mest. Aukinn gróður, samhliða minni búfjárbeit, ógnar m.a. sumarhúsahverfum. Kóvidsveiflur á árinu Kórónuveiran tók mikið pláss á árinu í allri umfjöllun fjöl- miðla og þ.á.m. Skessuhorns. Samkomutakmarkanir settu stóran svip á árið. Landsmenn gengu í gegnum miklar sveifl- ur í samkomutakmörkunum allt frá takmarkaleysi niður í tíu manna samkomutakmarkanir rétt fyrir páska. Gríman var tek- in niður á árinu en það varði stutt því gríman var sett upp aft- ur í byrjun nóvember. Nokkur hópsmit komu upp í lands- hlutanum nú í haust. Í október voru allnokkur smit staðfest í Dölum og var allt skólahald í Auðarskóla og allt íþrótta- og tómstundastarf lagt niður og sundlauginni og bókasafninu lokað til að ná utan um smitin í samfélaginu. Á tímabili var um fimmtungur íbúa í sóttkví eða einangrun í sveitarfélaginu. Hópsmit kom upp á Akranesi í byrjun nóvember og var skól- um bæjarins lokað og allt íþrótta- og frístundastarf lagt nið- ur á meðan náð var utan um smitið. Í lok nóvember fjölgaði smitum hratt í Grundarfirði og þar var einnig brugðist við með því að loka skólum bæjarins tímabundið og leggja nið- ur íþrótta- og tómstundastarf þar til búið var að ná utan um smitin. Þverun Þorskafjarðar Forstjóri Vegagerðarinnar og framkvæmdastjóri Suður- verks hf. undirrituðu samning um þverun Þorskafjarðar á Vestfjarðavegi fimmtudaginn, 8. apríl. Um er að ræða verk sem er liður í umfangsmikilli vegagerð á sunnanverðum Vest- fjörðum en um er að ræða nýbyggingu á um 2,7 km kafla yfir Þorskafjörð. Ekki er talið að Teigskógarþrætur hamli lengur stofnvegagerð um svæðið. Valdís Þóra hætti Valdís Þóra Jónsdóttir kylfingur tilkynnti í apríl að atvinnu- ferli hennar í golfi væri lokið. Hún byrjaði í atvinnumennsku árið 2014 og á að baki glæstan feril, en hápunktur ferilsins segir hún hafa verið að vinna Evrópumeistaratitilinn með ís- lenska landsliðinu árið 2018. Árekstur við álft Sjúkrabíll frá Ólafsvík lenti í árekstri við álft á Mýrunum í aprílmánuði. Tvær álftir flugu upp úr vegkantinum rétt fyrir framan sjúkrabílinn og hafnaði önnur þeirra á framrúðu hans með þeim afleiðingum að rúðan mölbrotnaði. Álftin hvarf á braut og ekki er vitað hvort henni hafi orðið meint af. Mönn- um var brugðið, en engan sakaði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.