Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 88

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 88
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202188 „Ég kem upphaflega frá Horna- firði en flutti til Reykjavíkur átta ára gömul. Á framhaldsskólaaldri byrjaði ég svo á að flakka um heiminn og bjó til dæmis í Mexíkó í nokkur ár en nú síðast bjó ég í Mjóafirði,“ segir Alexandra Dögg Sigurðardóttir í Grundarfirði. Al- exandra flutti ásamt mannin- um sínum, Alexis Tavera Lopez í Grundarfjörð í lok sumars þar sem þau tóku við rekstri á Stöð Guest- house. Alexandra byrjaði flakkið um heiminn 18 ára gömul þegar hún fór í sjálfboðastarf eitt sum- ar til Costa Rica. „Mig langaði að læra spænsku en langaði samt ekki til Spánar. Ég varð strax heilluð af landinu og þessari heitu menn- ingu, salsa og öllu því. Ég varð bara forfallin og langaði strax aft- ur,“ segir hún. Eftir framhalds- skólanám fór hún í Háskóla Ís- lands þar sem hún lærði viðskipta- fræði. Hún nýtti hvert tækifæri til að ferðast og fór m.a. í skiptinám til Ástralíu. „Þar var geggjað að vera. Ástralar eru mjög skemmti- legir og landið æðislegt,“ segir Al- exandra. Keyrði þvert yfir Mexíkó Eftir háskólanámið vann hún um tíma í fjármáladeild Vodafone en fann alltaf þörfina fyrir að ferð- ast. Hún ákvað svo að segja upp vinnunni og fara út í heim aftur. Hún ætlaði upphaflega að vera í Kanada með vinkonum sínum frá Ástralíu en það gekk ekki upp. „Mér var eiginlega hent úr landi. Ég mundi þá eftir mexíkóskum vini mínum sem ég hafði kynnst á Íslandi og ákvað að fara til hans. Vinkonur mínar frá Ástralíu komu svo til mín í Mexíkó og við keypt- um okkur lítinn húsbíl, svona Volkswagen rúgbrauð, og keyrð- um á honum þvert yfir landið. Þetta var æðislegt en bíllinn bil- aði samt á þriggja daga fresti svo við vorum alltaf hjá bifvélavirkj- um. Það var ákveðin reynsla fyr- ir þrjár hvítar stelpur í Mexíkó,“ segir Alexandra og hlær. „Það var ekkert verið að spara það að reyna að svindla á okkur. Ég var sú eina í hópnum sem talaði spænsku og sá því um að rífast við þessa karla. Þegar við höfðum svo fengið ógeð af því að láta svindla á okkur ákvað vinkona mín að skipta um „alt- ernator“ í bílnum. Við vissum samt ekkert um bíla, en fengum góða aðstoð frá eldri manni sem gat sagt henni til.“ Eftirminnilegur puttalingur Spurð hvort þær vinkonurnar hafi aldrei verið hræddar á þessu ferða- lagi segir Alexandra það hafa kom- ið fyrir. „Við höfðum séð fyr- ir okkur að stoppa alltaf á falleg- um stöðum þar sem við værum nokkuð öruggar, við falleg vötn eða eitthvað svoleiðis. En bíllinn var alltaf að bila svo við réðum því ekki alltaf hvar við stoppuð- um. Stundum vorum við stopp við vegatolla, inni í miðju hverfi eða eins og einu sinni þegar við vorum bara lengst úti í sveit. Þá vorum við smá hræddar og sváfum vopn- aðar glerflöskum og hníf, tilbúnar í hvað sem er,“ svarar hún og bæt- ir við að þær hafi þó aldrei lent í neinni hættu. „Við tókum einu sinni puttaling með okkur sem við kynntumst í frumskóginum. Hann vantaði far og við áttum orðið lítið eftir af peningum og sáum fyrir okkur að við gætum deilt kostn- aði með honum. Þessi maður var algjör „gypsy“ og lifði bara einn dag í einu. Hann var í raun kol- ruglaður og lofaði alltaf öllu fögru en stóð ekki við neitt. Hann átti til dæmis engan pening og það end- aði með því að við þurftum að gefa honum að borða og svona. Hann hikaði ekki við að lofa upp í erm- ina á sér og beita allskonar brögð- um til að koma sér undan því að standa við það. Vinkonur mínar vildu skilja hann eftir en kannski frekar aumingjagóði og trúgjarni Íslendingurinn féll alltaf fyrir hon- um. Í eitt skiptið var hann kom- inn niður á torg að flétta krakka fyrir smá pening og af einhverj- um ástæðum var ég farin að hjálpa honum. Það var í raun magnað að kynnast einstakling sem lifir bara eitt augnablik í einu og segir manni bara nákvæmlega það sem maður vill heyra, þó að það komi svo upp stuttu síðar að það sé bölv- uð lygi.“ Endajaxlataka í Kólumbíu Eftir nokkra mánuði á flakki um Mexíkó kom Alexandra aftur heim til Íslands en ævintýraþráin lét hana ekki í friði svo hún fór fljótlega aft- ur út til Suður-Ameríku. Hún ferð- aðist milli landa og endaði svo í Kólumbíu þar sem hún kynntist manni sem varð stór partur af lífi hennar og er enn í dag. „Hann er jurtagúrú frá Mexíkó. Hann var í Kólumbíu á fundum varðandi rann- sóknir með plöntum og við gistum á sama hostelinu. Ég var akkúrat með ótrúlega mikla tannpínu eft- ir endajaxlatöku sem hafði farið illa í mig. Hann var með plöntusprey úr jurtarót sem er bólgueyðandi, deyfandi og verkjastillandi. Hann gaf mér smá svoleiðis og það hjálp- aði mér alveg ótrúlega mikið,“ seg- ir Alexandra og bætir við að hún sé sjálf byrjuð að selja þetta sprey hér á Íslandi. En hvernig kom það til að hún fór í endajaxlatöku í Kólum- bíu og hvernig var það? „Ég fór á stofu í bílskúr í litlu þorpi hjá tann- lækni sem ég er ekki viss um að sé með próf. Þetta var alveg brútal lífsreynsla en ég bara var svo verkj- uð að ég varð að láta mig hafa það að fara. Það gekk ótrúlega illa að ná tönninni og ég enda með blöðrur í kringum munninn. En þetta hafði þær afleiðingar að ég kynntist þess- um gamla jurtagúrú og ég sá það alltaf sem blessun við þetta allt,“ segir Alexandra. Heimsótti jurtagúrú í Mexíkó Gamli jurtagúrúinn fór aftur heim til Mexíkó og Alexandra hélt flakk- inu áfram um tíma áður en hún ákvað að fara til hans. „Hann pikk- aði mig upp á rútustöð í miðri Ævintýraþráin hefur dregið Alexöndru um allan heim og nú síðast í Grundarfjörð Alexandra Dögg Sigurðardóttir flutti í sumar til Grundarfjarðar og líkar mjög vel þar. Ljósm. arg Leikið sér við Lake Atitlan í Guatemala. Alexandra keyrði þvert yfir Mexíkó á þessum bíl með vinkonum sínum. Á ferðalögum sínum um Suður-Ameríku hefur Alexandra kynnst allskonar fólki. Úr ferð Alexöndru um Suður-Ameríku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.