Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 116
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021116
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Dreifi bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Pennagrein
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar var
lögð fram til seinni umræðu 9. des-
ember sl. Oddviti Framsóknar hef-
ur slegið fram gagnrýni á forgangs-
röðun í henni og fullyrt að fram-
kvæmd á nauðsynlegri nýbyggingu
grunnskóla á Kleppjárnsreykjum
fari ekki undir tvo milljarða króna.
Hið rétta er að gert er ráð fyr-
ir í áætlun að verja 60 milljónum
í verkið á næsta ári, 670 milljón-
um á árinu 2023 og 55 milljónum
2025. En þá á að hefjast vinna við
lokaáfanga. Þessu verkefni verður
áfangaskipt og áætlað er að hægt
verði að taka hluta húsnæðisins í
notkun innan þriggja ára og verð-
ur lokið á árunum 2026 - 2028.
Með frágangi á lóð og bílastæð-
um verður kostnaður því eitthvað
yfir 1,3 milljarð. Hafa ber í huga að
stór hluti af húsnæðinu hefur verið
dæmdur ónýtur og því óhjákvæmi-
legt að fara í framkvæmdir og horfa
til lengri tíma. Gera þarf ráð fyrir
að húsnæðið sem þarna verði byggt
rúmi þá nemendur sem áætlað er
að verði á svæðinu til framtíðar og
jafnvel af stærra svæði. Þegar svo
er talað um að kostnaður geti far-
ið upp í tvo milljarða er hreinlega
verið að ýkja í þeim tilgangi einum
að mála skrattann á vegginn. Eins
er rétt að benda á að allt verklag
Borgarbyggðar í kringum kostn-
aðaráætlanir og eftirlit með fram-
kvæmdum hefur nú verið endur-
skoðað og bætt.
Í grein sinni í Skessuhorni dags
1.12.2021 er oddvitanum tíð-
rætt um forgangsröðun og telur
að ekki sé forgangsraðað fjármun-
um í íþróttamannvirki. Hið rétta
er að aldrei nokkurn tímann hef-
ur áherslan á þessi mál verið meiri
í neinni fjárhagsáætlun. Fjárhags-
áætlunin sem lögð verður fram til
samþykktar í sveitarstjórn í vikunni
gerir ráð fyrir tæpum 1,1 milljarði
í íþróttamannvirki og þar af 400
milljónum þegar á næsta ári. Það
er langhæsta fjárhæðin í einstakt
verkefni á næsta ári. Langhæsta!
Leikskólahúsnæði í Borgarnesi er
einnig á áætlun en þar erum við
skemur á veg komin í greiningum
á þörfum og mögulegum útfærsl-
um en þó gerir áætlunin ráð fyr-
ir fjármunum í slíkar framkvæmd-
ir auk þess sem fjárfest verður í
færanlegum kennslurýmum til að
bregðast við tímabundið. Ljóst er
að gera þarf ráð fyrir að þessi liður
taki til sín töluvert fjármagn á árun-
um 2026 - 2028 og að þá verði lok-
ið framkvæmdum við nýjar deildir í
leikskólunum í Borgarnesi.
Þegar spurt er hvort allt skólahús-
næði og aðstaða verði á endanum
jafn góð fyrir öll börn í sveitar-
félaginu þá ætti svarið að vera já.
Já, það er stefnan. Bætt starfsskil-
yrði barna og starfsfólks allra skól-
anna í Borgarbyggð er stefna þessa
meirihluta. Það gerist ekki á einu
ári og heldur ekki á einu kjör-
tímabili en með því að fara í kröft-
ugar framkvæmdir og endurbætur
er verið að borga þá innviðaskuld
sem hlóðst upp á árunum eftir
hrun og bæta starfsskilyrði þeirra
sem starfa í skólum bæði barna og
fullorðinna. Sú vegferð er gríðar-
lega mikilvæg þar sem sú réttmæta
krafa þeirra sem í skólunum starfa
að skilyrðin séu eins góð og nokk-
ur kostur er verður meira áberandi
með hverju árinu og er mikilvæg-
ur hlekkur í því að líðan, heilsa og
starfsþrek allra sé gott.
Sumir sveitarstjórnarfulltrúar
Framsóknar kvarta undan skorti á
framtíðarsýn og bent er á þá stað-
reynd að í okkar sveitarfélagi séu
margar starfsstöðvar skóla. Það
gera þau reyndar reglulega en
alltaf án þess að kynna fyrir okkur
þeirra framtíðarsýn. Hver hún er
veit enginn en þau hafa (sum) bæði
lýst því yfir að fækka þurfi starfs-
stöðvum og að þau styðji okkur í
meirihlutanum í því að fækka þeim
ekki. Nú er hins vegar bent á að ný-
bygging á Kleppjárnsreykjum sé
ekki nægjanlega stór til að réttlæta
fjárfestinguna ef breytingar yrðu á
fjölda starfsstöðva. Þá er því til að
svara að stefnan liggur fyrir.
Þessi meirihluti sem nú situr tók
ákvörðun um að halda öllum starfs-
stöðvum opnum en fylgjast engu að
síður með þróun á svæðum starfs-
stöðvanna og aðlaga stefnu að
þeirri þróun. Það sem vakti fyr-
ir þeim framboðum sem standa að
meirihlutanum var að það fengist
ákveðinn vinnufriður án átaka um
skólamál til að gefa háskólahverf-
unum okkar á Bifröst og Hvann-
eyri tækifæri til að vaxa og dafna
auk þess að sjálfsögðu að styðja við
byggðarþróun í dreifbýlinu. Þró-
unin hefur verið með þeim hætti
að mikil uppbygging hefur átt sér
stað á Hvanneyri. Hús eru byggð
og börnum hefur fjölgað þegar fjöl-
skyldufólk hefur sest þar að. Það er
mikil gæfa að starfsstöðinni þar var
ekki lokað á sínum tíma. En mikil
átök urðu á sínum tíma þegar loka
átti starfstöðinni þar. Sem endaði
með því að þáverandi meirihluti
sprakk. Á Bifröst hefur þróunin
hins vegar verið á annan veg. Íbú-
um svæðisins hefur fækkað og fá
börn nú í leik- og grunnskólum.
Það er því ljóst að huga þarf að því
með hvaða hætti best verður staðið
að þessari þjónustu á því svæði.
Þó að ákveðið hafi verið að fara í
framkvæmdir á Kleppjárnsreykjum
þá þýðir það ekki að leggja þurfi
niður eða loka öðrum starfsstöðv-
um í sveitarfélaginu á sama tíma.
Rekstur sveitarfélagsins er stöðug-
ur og það er því svigrúm til þess að
taka vel ígrundaðar ákvarðanir og
velta upp fleiri leiðum sem jafnvel
styðja enn betur við faglegt starf og
byggðarþróun til framtíðar.
Á nýju ári verður farið í sam-
tal við þá sem nýta þessa þjónustu
á svæðinu um þessi mál. Mark-
miðið með því samtali verður að
leggja mat á það hvernig börnum
verður best tryggð gæða menntun
og gott félagslíf. Kanna hug fólks
varðandi það hvort kominn sé tími
til að gera breytingar sem tryggja
áframhaldandi skólahald en hugs-
anlega með breyttum áherslum.
Fræðslunefnd hefur fengið það
hlutverk að endurskoða skólastefnu
sveitarfélagsins og mun samhliða
taka þetta samtal og kalla eftir hug-
myndum og viðhorfi þeirra sem
nýta sér þjónustuna nú. Fram und-
an er samtalið um þessar hugmynd-
ir og aðrar og mikilvægt að ekki sé
anað að neinu. Markmiðið verð-
ur alltaf að bjóða börnunum upp á
bestu mögulegu menntun og starfs-
skilyrði.
Þó svo gagnrýni sé mikilvægur
þáttur í hlutverki kjörinna fulltrúa
þá er gagnrýni oddvitans á áætlan-
ir á kostnað á endurbætur á nýju
ráðhúsi Borgarbyggðar einfaldlega
stórundarleg. Allir kjörnir fulltrú-
ar voru hlynntir þessum kaupum
og voru vel upplýstir um að fara
þyrfti í breytingar á húsnæðinu og
aðlögun að þörfum stjórnsýslunn-
ar þegar samþykkt var að festa kaup
á húsinu að Digranesgötu. Allir
voru meðvitaðir um að sá kostnað-
ur gæti orðið allt að 120 milljónir.
Þegar þessi gjörningur er skoðað-
ur vandlega sjá allir það að fjárfesta
í framtíðarhúsnæði ráðhúss Borg-
arbyggðar fyrir 375 milljónir sam-
hliða því að gerður er 10 ára leigu-
samningur við Arionbanka er góð-
ur ráðahagur. Við þurfum að muna
að húsnæðið þar sem starfsemin var
til húsa var mjög illa farið af raka-
skemmdum og myglu og því verð-
ur að segjast eins og er að lukkan
hafi verið með okkur þegar okk-
ur bauðst þetta hús. Húsið fékkst
á góðu verði, það er vel staðsett
og hentar vel undir starfsemi ráð-
hússins.
Það er framkvæmdahugur í
Borgarbyggð. Vissulega höfum við
orðið fyrir höggi þegar stór hluti af
húsnæði reyndist mikið skemmdur
eða ónýtur. En nú er kominn tími
til að setja kraft í framkvæmdir á
innviðum. Bæta aðstöðu fyrir alla
íbúa.
Magnús Smári Snorrason, Samfylking og óháðir,
Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir Vinstri hreyfingin grænt framboð og
Lilja Björg Ágústsdóttir Sjálfstæðisflokki.
Höfundar eru oddvitar þeirra framboða sem standa að meirihluta sveitarstjórnar Borgarbyggðar.
Fjárfestum í íþróttamannvirkjum og skólahúsnæði