Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 89

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 89
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 89 Við sendum viðskiptavinum okkar nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur. Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum og áratugum. Um leið og við þökkum fyrir okkur þá óskum við nýjum eigendum velfarnaðar á komandi árum. Jólakveðja Óli og Maggi Mexíkó, rétt norður af Mexíkóborg. Við keyrðum í gegnum borgina, sem er geggjuð, og aftur út úr henni og upp í fjöllin. Þar fórum við í gegn- um pínulítið þorp og aftur út í sveit þar sem hann svo stoppar á stað þar sem ég sá engin ljós, engin hús eða neitt. Á þeim tímapunkti hugsa ég með mér að kannski ég sé aðeins of trúgjarn Íslendingur sem treysti of vel,“ segir Alexandra og hlær. „En ég elti hann upp smá brekku og þá sá ég lítið krúttlegt hús í skóginum. Þar var allt í drasli og fullt af alls- konar galdramunum og plöntum. Ég var þarna hjá honum í nokkra mánuði að læra allt um plöntur og hvað þær geta gert. Ég fór með honum í nokkur afskekkt samfélög að hjálpa fólki að nýta jurtir og það sem finnst í umhverfinu þeirra til að lækna sig og búa til afurðir til að selja á mörkuðum og afla tekna, gera samfélögin aðeins sjálfbærari,“ segir Alexandra. Mexíkó hættulegt Í Mexíkó kynntist Alexandra Al- exis og varð síðar ófrísk og ákváðu þau þá að flytja heim til Íslands árið 2015. Alexandra og Alexis hafa ver- ið með annan fótinn hér á Íslandi og hinn í Mexíkó síðustu ár. Aðspurð segir Alexandra dásamlegt að búa í Mexíkó. „Ég elska þessa menningu en í Mexíkó er mjög ríkt að halda í gamlar hefðir. Þar er mikil áhersla á heilun og heilunarmátt og alls- konar galdra, sem ég hef svo gam- an að. Fólk í Mexíkó tekur alltaf vel á móti gestum og það eru allir svo opnir. Vissulega er karlaveldið mjög ríkjandi í landinu og konurnar sjá að mestu um heimilin, en þetta er að breytast,“ segir Alexandra og bætir því við að í Mexíkó getur raunveru- lega verið hættulegt að mótmæla stjórnmálamönnum og ríkjandi stöðu í landinu. „Blaðamannastarf- ið er til dæmis hættulegt og það eru alveg dæmi um að fólk hverfi sem hefur ekki vinsælar skoðanir,“ seg- ir hún. „En í hversdagslífinu fann ég aldrei fyrir þessu en ég heyrði af svona hlutum. En með nýja forset- anum er þetta aðeins að breytast. Hann hefur verið að taka á þessari miklu spillingu,“ segir Alexandra. Ævintýri í Mjóafirði Fyrstu árin á Íslandi bjuggu Al- exandra og Alexis í Reykjavík en ákváðu haustið 2020 að flytja austur í Mjóafjörð að vinna. „Það bjuggu ellefu manns þar og vegurinn var lokaður nær alla þessa átta mánuði sem við vorum fyrir austan. En það var bátur sem fór tvisvar í viku á Norðfjörð og við vorum að vinna á þeim bát. Við gátum nýtt þess- ar ferðir til að versla og svona,“ út- skýrir Alexandra. Spurð hvers vegna þau ákváðu að flytja í Mjóafjörð seg- ir hún þau hafa verið að leita sér að nýju ævintýri og séð auglýsingu í Bændablaðinu þar sem leitað var að hjónum í vinnu. „Okkur fannst þetta tilvalið tækifæri að prófa eitthvað al- veg nýtt og safna smá pening. Við vorum líka að vinna við veiðar og að verka fisk. Þá skiptumst við á að fara í dagstúra með öðrum manni. Okkur þótti ótrúlega áhugavert að fara á sjó og langaði að prófa en ég mun aldrei gera þetta aftur. Þetta var klárlega ekki það skemmtileg- asta sem ég hef gert og erfitt að vera svona úti á sjó. En það er mikil nú- vitund í því, svo við horfum á góðu hliðarnar,“ segir hún. „En við lærð- um heilmikið, bæði á einverunni og svo fjölmörg handbrögð sem munu eflaust nýtast vel í gegnum lífið.“ Selur náttúruleg krem og snyrtivörur „Þegar Mjóafjarðarævintýrið var búið fór ég að kalla eftir næsta tækifæri og þá komum við hingað í Grundarfjörð að reka þetta gisti- heimili. Okkur þykir gott að vera úti á landi en Mjóifjörður var að- eins of lítill og einangraður fyr- ir okkur. Grundarfjörður er að- eins nær Reykjavík og svo er Snæ- fellsnesið svo fallegt,“ segir Alex- andra. Spurð hvernig það hafi ver- ið að taka við rekstri gistiheimilis í miðjum heimsfaraldri segir hún þau ekki hafa fundið sérstaklega fyrir því. „Það voru allir búnir að gleyma covid í sumar og það var alveg sturl- að að gera. Það er fyrst núna sem það er að róast eitthvað,“ svar- ar hún. Auk reksturs gistiheimilis- ins er Alexandra að búa til og selja náttúrulegar vörur sem hún gerir úr plöntum frá Íslandi og Mexíkó. „Þessi hugmynd fæddist þegar ég bjó hjá gamla í Mexíkó,“ segir hún. Alexandra gerir allt frá vörtu- kremi til kinnalitar. Hún hefur ver- ið að selja vörurnar á mörkuðum í Reykjavík en nú eru þær komn- ar í sölu hjá Græna Kompaníinu í Grundarfirði. Þá er einnig hægt að hafa samband við Alexöndru á Instagram til að kaupa hjá henni vörur, en þar er hægt að finna hana undir nafninu La_brujeria_. arg/ Ljósm. aðsendar Vörur sem Alexandra gerir úr íslenskum og mexíkóskum jurtum eru nú til sölu í Græna kompaníinu í Grundarfirði. Ljósm. Lilja Magnúsdóttir. Alexandra að búa til súkkulaði úr kakóbaunum. Alexandra á ferðalagi um Guatemala. Hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum öflugan stuðning í Alþingiskosningunum í haust og væntum góðs samstarfs á nýju ári. Stefán Vagn, Lilja Rannveig og Halla Signý Þingmenn Framsóknar í Norðvestur kjördæmi SK ES SU H O R N 2 02 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.