Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 86
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202186
Þórhildur María Kristinsdótt-
ir, eða Tóta eins og hún er í dag-
legu tali kölluð, er fædd og uppalin
í Breiðholtinu en náttúran og dýrin
hafa alla tíð dregið hana til sín. 17
ára gömul árið 1998 ákvað hún því
að leita að vinnu í sveit og setti aug-
lýsingu í Bændablaðið. Hún fékk
vinnu á Bjarnastöðum í Hvítársíðu
og hefur ekki farið úr Borgarfirðin-
um síðan. Blaðamaður Skessuhorns
hitti Tótu í liðinni viku á skrifstofu
hennar í Reykholti í Borgarfirði en
hún starfar sem Landvörður fyrir
svæðið frá Steðja í Kjós og alla leið
upp á Langjökul.
Leið vel á Bjarnastöðum
Tóta ólst upp við Elliðaárnar sem
efalaust er ástæðan fyrir því hversu
mikið hún sækir í náttúruna. „Það
hafði örugglega líka áhrif hvað for-
eldrar mínir ferðuðust mikið með
mig sem barn. Það voru þá ekk-
ert ferðalög yfir helgi á tjaldstæði
þar sem margir voru heldur var
bara pakkað vel í bílinn og haldið
af stað upp á hálendi með tjald í
marga daga,“ segir Tóta og hlær.
Hún er mjög hrifin af dýrum, en
hestum kynntist hún í gegnum afa
sinn og bróður sem báðir voru með
hesta þegar hún var yngri. „Ég fékk
að fara á nokkur reiðnámskeið og
svona og elskaði að fara á hestbak.
En þegar ég kom fyrst á Bjarna-
staði var sauðburður að byrja og
ég var alveg logandi hrædd við
kindur á þeim tíma,“ segir hún og
hlær. Kindurnar vöndust fljótt og
hræðslan hvarf. „Ég var líka mest
bara í hestaleigunni. Upphaflega
ætlaði ég bara að vinna á Bjarna-
stöðum yfir sumarið en ílengdist
fram í nóvember. Svo kom ég aft-
ur sumarið eftir og líka sumarið þar
á eftir. Mér leið alltaf rosalega vel
á Bjarnastöðum og það varð smá
svona „heima“ fyrir mér. Ég fór
svo í skóla á Hvanneyri og á með-
an hinir nemendurnir fóru heim í
fríum fór ég frekar á Bjarnastaði
en til Reykjavíkur. Ég var orðin al-
gjör heimalningur þar og á rosa-
lega margar góðar minningar,“ seg-
ir Tóta.
Fékk draumavinnuna
Tóta flutti svo alfarið í Borgar-
fjörðinn þar sem hún býr enn í
dag með dætrum sínum tveimur;
Lisbeth 16 ára og Ólöfu 13 ára.
Nokkrum árum eftir að hún lauk
búfræðinámi á Hvanneyri ákvað
Tóta að skrá sig þar í háskólanám
og valdi BS nám í náttúru- og um-
hverfisvernd með áherslu á þjóð-
garða og verndarsvæði. Vorið 2016
þegar hún gekk út úr síðasta próf-
inu kom áfangastjórinn til henn-
ar og sagði henni að Jón Björns-
son, þjóðgarðsvörður á Snæfells-
nesi, væri að reyna að ná í hana.
„Hann hafði verið að kenna mér
einn áfanga svo við þekktumst en
ég vissi ekkert af hverju hann ætti
að vera að reyna að ná í mig. Ég
hringdi í hann og þá kom í ljós að
landvörðurinn sem átti að koma
hingað yfir sumarið gat ekki kom-
ið og bauð hann mér starfið. Ég var
á þessum tíma búin að fá vinnu í
Hönnubúð hér í Reykholti og hafði
um hálfan dag til að ákveða mig.
Ég sló svo til og sé ekki eftir því í
dag,“ segir Tóta sem starfar nú sem
landvörður í fullu starfi allt árið um
kring. En starf landvarðar á þessu
svæði var bara sumarstarf fram til
ársins 2019. „Þetta er í raun alveg
draumavinna fyrir mig. Ég elska
að geta verið úti en að geta líka
unnið á skrifstofunni þegar veðrið
er leiðinlegt,“ segir hún og brosir.
Fjölbreytt starf
Aðspurð segir Tóta starf landvarða
fyrst og fremst vera að hafa umsjón
og eftirlit með friðlýstum svæðum.
„Það hljómar kannski einhæft en er
ótrúlega fjölbreytt. Einn daginn er
ég kannski að fylgjast með fugla-
lífinu á Akranesi og næsta dag er
ég að leiðbeina ferðamönnum við
Hraunfossa, græða upp mosa við
Grábrók eða hlaða þrep upp á Eld-
borg,“ segir Tóta og hlær. Á vor-
in og sumrin fylgist Tóta sérstak-
lega vel með fuglalífinu við Blaut-
ós og Innstavogsnes rétt utan við
Akranes og svo á Hvanneyri. „Þá
er ég með reglulegt eftirlit á þess-
um svæðum og fylgist með því
hvenær farfuglarnir koma og hvort
ég verði vör við breytingar. Ég kem
þá svona einu sinni í viku, alltaf á
sama tíma, og sit kannski í svona
klukkutíma að fylgjast með og
tel fuglana. Ég fylgist sérstaklega
vel með æðarfuglinum við Blaut-
ós og Innstavogsnes en þar finnst
mér honum fara fækkandi og máf-
um fjölgandi. En ég hef bara mína
tilfinningu fyrir því og hún nær
bara aftur til ársins 2017,“ segir
Tóta. „Ég elska dagana sem ég er
að fylgjast með fuglalífinu. Maður
verður stundum rosalega þreyttur í
kraðakinu á ferðamannastöðunum
og þá er þetta svona smá núllstill-
ing,“ bætir hún við.
Mikill tími fer í akstur
Á því svæði sem Tóta hefur umsjón
með eru 14 friðlýst svæði og þar
af tvö Ramsarsvæði, annars vegar
Andakíll og hins vegar Grunna-
fjörður. Svæðið er víðfeðmt og
verk efnin mörg. „Ég er eini land-
vörðurinn á þessu svæði og það er
eiginlega bara alls ekki nóg,“ seg-
ir Tóta og bætir við að vegalengd-
irnar séu langar og að mikill tími
fari í akstur. „Ég þarf að fylgjast vel
með helstu ferðamannastöðunum
sem eru Hraunfossar, Grábrók og
Eldborg, en svo þarf ég líka að hafa
tíma til að sinna allskonar verkefn-
um og eftirliti með öllum hinum
svæðunum. Best væri að hafa fasta
viðveru landvarðar á háannatíma á
þessum f erðamannasvæðum. En
þegar ég fer til dæmis á Eldborg þá
geri ég ekkert annað þann daginn,
það er bara svo langt að keyra,“
segir hún og bætir við að á sumr-
in fái hún oft sjálfboðaliða til að að-
stoða með ýmis verk en það dugi
ekki til. „Stundum fæ ég sjálfboða-
liða í einhver afmörkuð verkefni og
þeir geta bjargað sér sjálfir og ég
sinnt öðru á meðan. En þegar það
eru mörg lítil verkefni sem sjálf-
boðaliðarnir eru að aðstoða með þá
er ég í raun bara verkstjóri og þarf
að vera á staðnum líka og önnur
svæði sitja á hakanum.“
Grábrók skorar hæst
Aðspurð segir Tóta stærstan hluta
ferðamanna ganga mjög vel um svæð-
in og að þá skipti mestu máli að hafa
góðar upplýsingar og merkingar. „Ef
við erum með góða stýringu á svæð-
um, aðgengilegar og skýrar upplýs-
ingar og svæðin eru snyrtileg og vel
skipulögð þá er ferðahegðunin öðru-
vísi en þar sem er mikið kaos,“ út-
skýrir Tóta og bætir við að þess
vegna er mikilvægt að halda vel við
ferðamannastöðum, til að minnka
hættuna á óþarfa ágangi á náttúruna.
Tóta segir Grábrók vera gott dæmi
um vel skipulagt og snyrtilegt ferða-
mannasvæði. „Grábrók skorar hæst
í ástandsmati hjá okkur, ef ekki bara
á öllu landinu. Enda er búið að gera
rosalega mikið þar síðustu ár. Við
erum búin að girða meðfram stíg-
um og það eru komnar tröppur al-
veg upp svo það ætti ekki að fara
fram hjá neinum hvar megi ganga
og hvar ekki. Það er líka búið að laga
bílastæði mikið og vonandi verða þau
malbikuð næsta vor,“ segir hún.
Þrepin upp Eldborg
„Núna, þegar ég er búin að vera í
þessu starfi í nokkur ár, er alveg ótrú-
lega gaman að geta horft til baka og
séð allt það sem ég hef náð að ýta úr
vör. Núna er til dæmis byrjað að laga
gömlu réttina við Grábrók og setja
upp skilti því ég barðist fyrir að það
yrði gert. Ég er líka rosalega montin
af þrepunum sem við erum búin að
gera upp á Eldborg en ég ýtti því
„Við þurfum að gæta þess hvernig við skiljum
náttúruna eftir fyrir komandi kynslóðir“
segir Þórhildur María Kristinsdóttir landvörður
Þórhildur María Kristinsdóttir landvörður á Vesturlandi. Ljósm. arg
Þrep hlaðin upp á Eldborg.
Falleg mynd sem Tóta tók af Kistuhöfða í Andakíl.
Sjálfboðaliðar við mosavinnu á
Grábrók.