Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 95

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 95
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 95 Við tökum að okkur færslu bókhalds, gerð ársreikninga og skattframtala fyrir einstaklinga, einstaklinga með rekstur og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Hafðu samband við starfsfólk okkar á skrifstofum KPMG á Vesturlandi í síma 545 6000 eða með tölvupósti á kpmg@kpmg.is Einblíndu á það sem skiptir máli __ kpmg.is í aðalhlutverki, þó þeir væru enn til. Það eru svipað stórir bátar sem eru smíðaðir sem vélbátar og þá fækk- ar þessu mikið. Það var hins vegar ekki víða í landi þar sem var hægt að hafa vélbáta, því menn drógu þá ekki á höndum sér, bara tveir kall- ar. Þeim fækkaði því stöðunum þar sem þeir voru. Árabátarnir voru þó samt enn til víða á bænum, á meðan þeir entust. Menn endurnýjuðu þá ekki mikið.“ Samgöngur góðar Búið var í tveimur húsum í Hval- látrum í æsku Hafliða. Afi hans og amma bjuggu í öðru og Hafliði með foreldrum sínum og sjö systkinum í hinu. Það var því oft fjör í eyjunni, enda barnaskarinn stór. Við tíu ára aldur fór Hafliði í barnaskóla í Fla- tey, fór að heiman í október og kom aftur um jól og svo aftur eftir jól og kom heim um páska. Það fór í taugarnar á honum að vera fjarri heimilinu, en hann bjó hjá göml- um og yndislegum hjónum í Flatey sem áttu í honum hvert bein. Þaðan lá leiðin í unglingaskóla í Stykkis- hólmi og svo Iðnskólann í Hafnar- firði, eins og áður er rakið. Hafliði naut þess að koma heim, en eft- ir því sem sjóndeildarhringurinn stækkaði var meira að sakna þegar þangað var komið. „Eftir að hafa verið í iðnskólan- um á haustin og kynnst skemmt- analífinu, og fara svo heim um jólin og vera við smíðar, þá var veturinn svolítið langur. Þá vantaði aðeins í skemmtanalífið og það allt, það var fullt af sætum stelpum í bænum. Sumrin voru aftur á móti mjög góð. Þá var allt fullt af lífi, fullt af fólki og unglingum og mjög gaman. Á sumrin fórum við í land á böll. Með svona mikinn mun á flóði og fjöru gat tekið sólarhring að fara á ball. Við þurftum að fara í land og til að geta skilið bátinn eftir í landi þurftum við að vera um flæði. Svo gátum við ekki farið aftur fyrr en um næstu flæði á eftir, því báturinn var á þurru. Og kannski ekki fyrr en tveimur flæðum seinna, þannig að það gat alveg tekið sólarhringinn að fara á ball.“ Í bátum forfeðranna Síðasta áratuginn hefur Hafliði ein- göngu starfað við trébátana, bæði sjálfa smíðina og námskeiðahald. Hann gerir við gamla báta, ýmist fyrir einstaklinga eða félagasam- tök. Við þá iðju rekst hann iðulega á handverk forfeðra sinna. „Ég gerði upp mjög gamlan bát fyrir safnið á Hellissandi, bát sem var smíðaður upp úr 1880. Við gerðum hann upp og fórum með hann vestur og rerum hon- um í höfninni í Rifi þar sem tekið var við honum. Þetta var áttæring- ur og sagan segir að þetta hafi ver- ið síðasti báturinn sem var róið sem árabát eða seglbát undir Jökli. Svo var honum breytt í vélbát seinna og var róið þannig frá Rifi. Maður að nafni Kristján var með bát og missti hann upp í fjöru þannig að hann eyðileggst. Verslun- armaður í Flatey, Ólafur Skagfjörð, útvegaði peninga til að smíða nýj- an bát fyrir manninn sem var hon- um svo þakklátur að báturinn heit- ir eftir verslunarmanninum; Ólaf- ur Skagfjörð. Bergsveinn Ólafsson, bóndi og smiður í Bjarneyjum, var fenginn til að smíða bátinn. Það er langalangafi minn. Við erum bún- ir að finna plögg um þetta, hvenær hann var smíðaður og allt það. Þegar ég frétti það fór ég að leita að einkennum eftir hann og fann þau. Það er ákveðin samsetn- ing á kjöl og stefni sem ég veit að þeir notuðu en ekki margir aðrir og öngvir aðrir sem ég veit um. Ég smíðaði lítinn bát úti í Noregi fyr- ir safn þar og notaði þessi skeyti og þeir höfðu aldrei séð þetta og eru þeir þó alveg á kafi í þessum gömlu bátum. Þetta var því augljóst ein- kenni; þegar maður fann þetta var maður alveg viss um að báturinn væri eftir Bergsvein. Ýmis svona smáatriði sem maður getur þekkt þetta á.“ Þekkir handbragðið „Þessi skeyti, það er ákveðinn halli á aftasta og fremsta bandinu, sem við köllum stafnlok, það er ein- kenni frá þeim. Frágangur alls kon- ar. Þeir voru misgrófir smiðir, eins og alltaf er. Ólafur langafi var mjög penn. Þó þetta væri grófur kall, þá var mjög pen smíðin hans. Menn segja að hann hafi verið svolítið sparsamur á efnið og þess vegna hafi þetta ekki verið gróft. Allt í lagi með það. Það eru alveg greini- leg merki á sumum á þessum bátum eftir þessa kalla. Það er mjög gaman að vinna í bátunum þeirra. Ég er með báta sem hann smíðaði, Ólafur, og reyndar annan sem Bergsveinn langalangafi smíðaði, og við eig- um fjölskyldan. Við látum þá ekki fyrir neitt. Við vitum um nokkra, sérstaklega eftir Ólaf langafa, hann smíðaði mikið af bátum. Þjóðminjasafnið var búið að safna saman mikið af bátum sem brunnu í geymslu í Kópavoginum. Þar voru fjórir bátar eftir hann sem fóru. En við vitum um fleiri báta og erum með einn fyrsta bátinn sem hann smíðaði, hann heitir Send- lingur.“ Hamarinn hans afa „Þegar hann byrjaði að búa í Hval- látrum, var hann búinn að vera með heimili í Sellátrum í tvö ár en fær svo hálfa jörðina í Hvallátrum og flytur. Þá fer hann róandi á þessu litla fjögramannafari með ófríska konuna, árs gamalt barn og einn kistil. Þetta voru allar hans verald- legu eigur. Allt líf hans var í þess- um litla báti, Sendlingi. Við vitum að það er búið að gera hann alveg upp tvisvar, taka hann í gegn, og talsvert meira aukalega. Það er ekkert upphaflegt í honum, nema kannski smábandaendar. Síð- ustu handaverkin hans pabba voru að gera þennan bát í stand. Hann er í góðu standi og fer alltaf á flot annað slagið. Við höfum farið með hann nokkrum sinnum í kvik- myndatöku, þá vantar þá gamla báta til að róa á.“ Ekkert upphaflegt í honum, seg irðu? Það minnir nú aðeins á söguna um hamarinn hans afa, þar sem búið er að skipta um skaft þrisvar og haus tvisvar en alltaf er þetta hamarinn hans afa. Er þessu líkt farið með bátana? „Já, þetta er þannig, það er allt upprunalegt farið. En af því að þetta er gert upp, það er ekki smíð- aður annar bátur við hliðina, og öllu lagi fylgt, þá er þetta sami bát- urinn. Ég fór fyrir fjórum árum síðan í safn við Þrándheimsfjörð í Nor- egi. Þeir voru búnir að fá Færeying til að smíða fyrir sig færeyskan bát. Og þá langaði til að fá líka íslensk- an bát og það endaði með því að ég fór til þeirra árið 2017. Þegar þetta kom til bað ég þá að fara inn á síðuna okkar og vita hvort þeir vildu fá ákveðinn bát. Þeir sendu til baka mynd af Sendlingi og fannst náttúrulega enn meira varið í það þegar ég sagði þeim að langafi hefði smíðað hann. Ég teiknaði hann bara upp og fór með mér út og smíðaði hann þarna inni, var tvo og hálfan mánuð og kláraði að smíða árar og mastur og allt saman og svo settum við hann á flot og ég fór heim. Þetta var bráðskemmtilegt og sérstaklega gaman að smíða úr efn- inu þeirra. Það er miklu meira að velja um en hér. Borðin sem þeir eru með er ekki búið að kantsaga, maður gat valið um beygjur, þeir eiga rætur til að nota í böndin. Þetta var alveg bráðskemmtilegt.“ Íslenski skógurinn Hafliði öfundar Norðmenn af góðum smíðavið, þar eigi þeir hvað sem hugur skipasmiðs girn- ist. Hann hefur þó í auknum mæli farið að notast við íslensku skógana í smíðina, þó þar sé ekki að finna allan þann við sem hann þarfnast. „Þegar við unnum við Ólaf Skagfjörð fórum við inn í Þjórs- árdal og fengum efni í kjölinn og stefnið. Það er greni og það er dá- lítið kvistótt og við vildum það ekki í byrðinginn þar sem við snú- um upp á. Neðstu borðin koma lóðrétt á stefnið en eru flöt undir miðjunni. Við þurfum að hita þau í gufu og snúa upp á þau og notum ekki kvistótt efni í það. Notuðum í stefnið og kjölinn og þetta virkar bara fínt. Svo hef ég fengið lerki í Hall- ormsstað í mastur og það er mjög fínt. Verst að þetta þarf að vera ár hangandi í útihúsi. Ef maður smíð- ar úr þessu strax blautu, þá vill þetta rifna. Það vilja opnast rifur í þessu ef þetta þornar of hratt.“ Síðasti geirfuglinn Hafliði hefur komið víða við í báta- smíðinni og fengið viðurkenn- ingar fyrir. Iðnaðarmannafélag valdi hann iðnaðarmann ársins og svo skemmtilega vildi til að kona hans, Jófríður, deildi þeirri viður- kenningu með honum, en hún hef- ur kennt þjóðbúningasaum. Ýms- ar aðrar vegtyllur hefur hann hlot- ið. Hann segist nú vera kominn á aldur og geta valið sér verkefni, geri bara það sem honum finnist skemmtilegt. Og það er ekki síst að dunda við bátana sem forfeðurnir smíðuðu. Hann segist þó ekki beint finna fyrir áunum við smíðina. „Þetta kemur alltaf upp annað slagið. Það er verið að spekúlera í þessum gömlu bátum. Ég er að spyrja frændur mína og lesa mér til um þessa kalla. Ég spekúleraði ekk- ert í þessu þegar ég var unglingur, ekki neitt. Ég kann orðið núna dá- lítið í ættfræðinni í kringum mig. En ég finn svo sem ekki mikið fyrir þeim, blessuðum. Nú er ég orðinn dálítið áberandi í þessu, með þessi námskeið hingað og þangað, þannig að það er farið að láta með mig svona sem síðasta geirfuglinn. Ég verð aðeins var við það,“ segir Hafliði að lokum. kóp Eggert Björnsson og Hafliði Aðalsteinsson í húsakynnum bátasafnsins á Reykhól- um umkringdir djásnum sem vitna um merkan hluta af sögu þjóðarinnar. Ljósm. úr safni Skessuhorns frá 2014. Á bátum í eyjasiglingu um Breiðafjörð fyrir níu árum. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.