Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 78

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 78
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202178 Sinn er siður í landi hverju og það á sannarlega við um jólin. Þeir eru fjölbreyttir jólasiðirnir en byggja flest allir á sama grunni; að njóta jólanna og alls þess góða sem þau hafa upp á að bjóða. Við báðum þrjá einstaklinga að segja okkur að- eins frá jólahefðum í sínu landi. Þau eru: Sigríður Aðalsteinsdóttir, sem er ættuð frá Ólafsvík en hefur búið í Danmörku í rúmlega 50 ár, Bjarni Skúli Ketilsson, myndlistarmaður frá Akranesi, búsettur í Hollandi og Elena Erlingsson sem búsett er á Akranesi en kemur frá borginni Nizhny Novgorod í Rússlandi. Danir kunna að njóta aðventunnar „Það er hefð fyrir því hjá okkur í Danmörku að njóta aðventunnar. Danir eru duglegir að fara í jólaboð alla aðventuna og kunna að njóta hennar. Ég er sjálf í gönguhópi og í bókaklúbbi hérna í Hvalsö þar sem ég bý og hafa báðir þessir hópar haldið sitt „julefrokost“ núna á að- ventunni. Við höldum þetta árlega, en féll reyndar niður á síðasta ári vegna Covid. Á sjálfum jólunum er ég eins og flestir Danir fastheldin á mat og hefðir. Aðfangadagskvöld er ekki ólíkt því sem gerist á Íslandi. Þá hittist fjölskyldan og borðar saman. Flestir Danir eru með önd og purusteik á borðum á aðfanga- dagskvöld,“ segir Sigríður Aðal- steinsdóttir sem ættuð er frá Ólafs- vík en hefur búið í Hvalsö á Sjá- landi í Danmörku í rúmlega hálfa öld, ásamt eiginmanni sínum Ole Dangvard Jensen og dætrum þeirra tveimur og fjölskyldum þeirra. Sigríður segir að það sé lagt mik- ið í matseldina enda Danir mikl- ir matgæðingar. Með öndinni og purusteikinni eru brúnaðar kartöfl- ur og góð sósa og annað meðlæti. „Svo er möndlugrauturinn ómiss- andi „Ris a la mande.“ Með hon- um er yfirleitt kirsuberjasósa og svo mandlan að sjálfsögðu og möndlu- gjöfin sem einn heppinn fær. Um kvöldið eru jólapakkarnir opnaðir eins og á Íslandi. En ein er sú hefð hjá flestum að seinna um kvöldið er gengið í kringum jólatréð og sung- ið. Á jóladag eða á annan í jólum eru síðan stærri fjölskylduboð. Sjálf býð ég fjölskyldunni á annan í jólum, því mér finnst ágætt að hafa það rólegt á jóladag, en þetta er misjafnt hvað fólk gerir. Í fjölskylduboðunum er hlaðborð, með ýmsu góðgæti eins og síld, paté, jólaskinku og jafnvel afgangar frá aðfangadagskvöldi. Allir skemmta sér vel og margir fullorðnir fá sér bjór og jólasnafs með. Kvöldið endar svo með ost- um. Þá er hefð fyrir pakkaleik sem börnunum finnst mjög skemmti- legt að taka þátt í.“ Þannig að Dan- ir kunna svo sannarlega að njóta aðventunnar og jólanna. Þegar Sigríður var spurð hvað væri eftirminnilegt frá jólahaldinu í Ólafsvík, þegar hún var að alast þar upp, svarar hún: „Það var mikill há- tíðleiki yfir öllu í Ólafsvík á jólun- um. Ég minnist þess sérstaklega hvað ég var glöð ein jólin þegar ég fékk níu bækur í jólagjöf, því ég var mikill lestrarhestur þá eins og ég er enn í dag. Mér er líka eftirminni- legt þegar við fórum öll fjölskyld- an í heimsókn til ömmu minnar og afa sem bjuggu skammt frá okk- ur. Amma útbjó þá heitt súkkulaði og með voru tertur og smákökur. Þetta er eftirminnilegt og eru hlýj- ar minningar,“ segir Sigríður Aðal- steinsdóttir að lokum. Jólapakkarnir opnaðir á degi St. Nikulásar „Í Hollandi er sú hefð að jólapakk- arnir eru opnaðir á degi St. Niku- lásar, sem er 5. desember ár hvert. Koma jólasveinsins til Hollands, sem er um miðjan nóvember, er þannig að hann kemur siglandi á gufuskipi sínu frá Spáni þar sem hann á heima í þjóðsögunni. Þetta er mikill hátíðisdagur, sérstaklega hjá börnum sem fylgjast með komu hans ásamt mörgum fullorðnum. Með St. Nikulási, eða Sinterklaas eins og hann heitir í Hollandi, eru fylgdarsveinar hans og aðstoðar- menn, sem kallast Svarti Pétur, Zwarte Piet á hollensku, en þeir eru svartir á hörund og segir sagan að það sé vegna þess að þeir þurfi að renna sér niður sótsvarta skor- steina húsanna til að koma jólagjöf- unum til heimilisfólks. Í kringum þetta er mikil stemning og hátíðar- bragur. Næstu daga á eftir setja börnin skóinn sinn út í glugga og fá yfirleitt ýmis konar góðgæti í skó- inn, en vinsælt er að í skóinn komi piparhnetur, engiferkökur og sæl- gæti. Í staðinn setja börnin yfir- leitt gulrætur í skóinn sem er fæða handa hesti St. Nikulásar sem heit- ir Ozosnel, enda mikið að gera hjá honum að þeysast eftir húsaþökun- um með gjafirnar handa börnum,“ segir Bjarni Skúli Ketilsson mynd- listarmaður frá Akranesi, en hann hefur búið í Deventer í Hollandi frá árinu 1996. „Eins og áður sagði þá eru jóla- pakkarnir opnaðir 5. desember og þar er ein sérstök hefð sem er í há- vegum höfð hjá Hollendingum, en hún er sú að utan á jólapakkann eru skrifuð ljóð sem eiga að segja frá innihaldi gjafarinnar. Þetta er svona aðeins öðruvísi en við þekkj- um, en mjög skemmtilegt og reyn- ir á ljóða- og kvæðasköpun,“ segir Bjarni Skúli. Baski segir að á aðfangadegin- um sjálfum sé jólamessa í kirkjum landsins um kvöldið. En á jóladag þá koma fjölskyldurnar saman og gera vel við sig í mat og drykk. „Við fjölskyldan höldum samt ís- lensku hefðunum í jólahaldinu. Ég sýð skötu á Þorláksmessu, sem ég fæ frá Eymari Einarssyni sjómanni og fiskverkanda á Skaganum og býð hollenskum vinum mínum til veisl- unnar. Ég hef veisluna á vinnustof- unni minni en sýð nú skötuna út í garði. Það er gaman að segja frá því að Hollendingarnir sem mæta í skötuveisluna hjá mér vilja helst ekki missa af þessu og eru orðn- ir nokkuð íslenskir í sér á þessum degi og segja gjarnan að skatan hafi verið kæstari í fyrra! Ég sýð síðan hangikjöt á aðfangadag á vinnustof- unni meðal annars til þess að ná út skötulyktinni. Á aðfangadagskvöld verða núna lambalundir frá Einars- búð á Skaganum og við gefum hvort öðru jólagjafir eins og tíðk- ast heima.“ Þegar við spurðum Bjarna Skúla eftir jólaminningu frá æsku sinni á Akranesi, svarar hann að auðvit- að væri margs að minnast eins og t.d. þegar pabbi hans kom með eplakassa heim og eplalyktin fyllti húsið; „það var sannur jólailmur. En eitt af því sem stendur upp úr hjá mér er þegar heimilisköttur- inn okkar hvarf um miðjan nóvem- ber og ekkert spurðist til hans þrátt fyrir mikla leit. Svo gerist það á að- fangadagskvöld, þegar fjölskyldan var nýlega búin að borða hátíðar- matinn, að mjálm heyrðist fyrir utan. Er þá ekki kötturinn mættur aftur, en var angandi af fjósalykt og hefur greinilega búið um sig í fjósi þennan tíma sem hann var í burtu. En það glöddust auðvitað allir og sannkallaður jólaköttur var mættur,“ segir Bjarni Skúli Ketils- son að endingu. Áramótin eru mikil hátíð í Rússlandi „Það er siður hjá okkur að halda vel upp á áramótin. Þá er gert vel við sig í mat og drykk. Rétt fyrir miðnætti áður en nýtt ár gengur í garð flytur forsetinn, Vladimir Put- in, ávarp til þjóðarinnar sem allir hlusta á. Ég geri það reyndar ennþá í gegnum alnetið. Þetta er hefð sem við höldum áfram með á Íslandi. Rétt fyrir miðnættið er sú hefð að fólk skrifar niður helstu óskir sínar fyrir nýja árið og kveikir svo í bréf- inu og setur ofan í kampavínið og drekkur,“ segir Elena Erlingsson, en hún býr á Akranesi ásamt fjöl- skyldu sinni. Jólin sjálf í Rússlandi eru haldin 7. janúar en ástæða þess er að rúss- neska rétttrúnaðarkirkjan heldur annað tímatal en er í vestrænum löndum. Samkvæmt því eru jólin 13 dögum eftir jólahátíð flestra annarra kristinna ríkja. „Jóla- sveinninn, sem heitir Ded Moroz á rússnesku heimsækir börnin um nýja árið og færir þeim gjafir. En matarhefðir voru fastmótaðar áður fyrr og eru enn í fullu gildi, sérstak- lega hjá eldri kynslóðinni. Eitt af því sem fjölskyldan gerir saman er réttur sem heitir Peljmeni á rúss- nesku, en þá er kjötfylling sett inn í deig. Ýmist er þetta nautakjöt eða svínakjöt og margt gott krydd með. Þessu er lokað og síðan soðið. All- ir fjölskyldumeðlimir taka þátt í þessari matargerð og skapast því góð stemning. Þá eru vinsælar kjöt- bökur sem heita Piroshki á rúss- nesku og eru á borðum um jólin. En í seinni tíð hefur þetta breyst mikið eftir að úrval af matvöru jók st. Þá er á borðum kalkúnn, nautakjöt og svínakjöt, eins og tíðkast á Vest- urlöndum. En þeir strangtrúuðustu fasta í 40 daga fyrir jólin með þeim hætti að þeir borða þá hvorki kjöt né fisk. En eins og ég sagði þá er gamlárs- kvöld ennþá stærsta hátíðin, þá kemur jólasveinninn og börnunum hlakkar til að sjá hann ásamt að- stoðarmanni hans, sem er í þjóð- sögunni barnabarn hans, snjójóm- frú (Snegúrotsjka), sem kemur með gjafir í stórum poka. Um kvöldið er borðaður salatréttur sem er mjög vinsæll á flestum heimilum á þessum tímamótum. Hráefnið er skorið niður í bita og blandað er saman soðnum kartöflum, gulrót- um, eggjum, baunum, lauk, eplum steinselju, pylsum og soðnu kjöti og majónesi bætt út í. Á miðnætti er skálað í kampavíni. Þá er opnuð kampavínsflaska og þegar klukkan slær síðasta höggið óskar fólk hvert öðru gleðilegs nýs árs,“ sagði Elena að endingu. se Nizhny Novgorod, heimaborg Elenu í Rússlandi. Forvitnast um ólíka jólasiði og jólaminningar Sigríður Aðalsteinsdóttir. Jólaleg mynd frá Hvalsö í Danmörku. Bjarni Skúli Ketilsson. Deventer, heimabær Skagamannsins Baska í Hollandi. Elena Erlingsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.