Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 27
Þið komið
þegar ykkur
hentar og búið
til eigið
jólaævintýri á
íslensku,
ensku eða
pólsku, með
svolítilli
aðstoð frá
okkur og
nokkrum QR-
kóðum.
JÓLAGLEÐI Í GARÐALUNDI BÍÐUR YKKAR
8. desember 2021 - 6. janúar 2022
Bestu jólakveðjur,
Jólasveinurnar.
PS. Muna eftir síma og
vasaljósi.
Sjá nánar: Jólagleði í
Garðalundi á facebook
www.jolagledi.is
Neisti, félag slökkviliðsmanna í
Borgarbyggð, er þessa dagana í
upplýsingaherferð til að minna á
þá ógn sem eldsvoðar geta verið.
Um liðna helgi voru félagsmenn
fyrir utan verslanir í Borgarnesi og
kenndu réttu handtökin við notkun
eldvarnarteppa og minntu fólk á að
huga vel að eigin eldvörnum; að yf-
irfara reykskynjara og slökkvitæki á
heimilum. Félagsmenn hafa einnig
heimsótt leikskóla í sveitarfélaginu
og rætt við börnin um eldvarnir og
gefið þeim boli merkta Slökkvi-
liði Borgarbyggðar. Fyrir þá sem
vilja styrkja félagið er hægt að finna
dagatal Neista til sölu í Kaupfélagi
Borgfirðinga.
arg/ Ljósm. Brynja Gná Heiðars-
dóttir
Á Bókasafni Akraness hafa rithöf-
undar með rætur að rekja til Akra-
ness kíkt í spjall síðastliðna daga og
fleiri eru væntanlegir þegar líður
á jólamánuðinn. Viðtölin eru birt
á Facebook síðu Bókasafns Akra-
ness en þetta er annað árið í röð
sem þetta er gert á safninu í að-
draganda jóla. Fyrsti rithöfund-
urinn sem kíkti í spjall á þessu ári
var Skagamaðurinn Dúi Landmark
sem gaf nýverið út bókina Gengið
til rjúpna. Magnús Þór Hafsteins-
son var annar í röðinni en hann er
þýðandi tveggja bóka fyrir þessi jól.
Þá kom Kristján Már Gunnarsson
rithöfundur barnabókarinnar Vala
Víkingur og Epli Iðunnar í spjall á
Bókasafn Akraness um liðna helgi.
Ekki voru fleiri rithöfundar bún-
ir að kíkja í spjall á safnið þegar
Skessuhorn fór í prentun en hægt
er að fylgjast með á Facebook síðu
Bókasafns Akraness. arg
Hægt var að prófa eldvarnarteppi fyrir
utan verslanir í Borgarnesi um síðustu
helgi.
Minna fólk á eldvarnir og
heimsækja leikskóla
Börnin fengu öll boli merkta Slökkvi-
liði Borgarbyggðar.
Rithöfundaspjall á Bókasafni Akraness
Skjáskot úr myndbandi af spjalli Dúa Landmark við Ingu Ösp á Bókasfni Akraness.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
1
Tillaga að breytingu
á deiliskipulagi
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum
þann 14. desember að auglýsa breytingu á deiliskipulagi fyrir
frístundarbyggðina Birkihlíð í landi Kalastaða samkvæmt 1. mgr.
43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breyting á deiliskipulagi frístundarbyggðar í landi Kalastaða felur
í sér breytingu á mænisstefnu í vestari hluta byggðarinnar og
aðkomu að sumum lóðum í samræmi við rauverulega aðkomu.
Deiliskipulagstillagan er til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og
einnig á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is.
Kynning verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar föstudaginn
7. janúar á milli 10:00 – 12:00.
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
að Innrimel 3. 301 Akranesi, eða netfangið skipulag@
hvalfjardarsveit.is merkt ”Birkihlíð”. fyrir 4. febrúar 2022
Virðingarfyllst,
Bogi Kristinsson Magnusen
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
skipulag@hvalfjardarsveit.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is