Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 48

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 48
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202148 Kveðjur úr héraði Jólakveðja úr Borgarnesi Allir dagar eru hátíðardagar Sunnudagur og annar í að- ventu, rok og rigning og sannkall- að inniveður. Nonni minn búinn að kveikja upp í kamínunni og ég að gera playlista fyrir spinning þegar yndislega Gunnhildur Lind hr- ingir og spyr hvort ég væri til í að skrifa smá pistil í jólablað Skessu- horns. Þar sem ég á alltaf erfitt með að segja nei, sagði ég auðvitað já og minningarnar fóru að flæða en um leið kom hnútur í magann, hvað á ég að skrifa um? Það er margs að minnast þegar maður hefur verið svo lánsamur að lifa 59 jól með þessum komandi með. Búin að lifa allskonar jól eins og við flest, yndisleg jól, veikinda jól, erfið jól, saknaðar jól og allt þar á milli, en við ætlum að hafa þetta skemmtilegt og einlægt og ég er að spá í að stikla á stóru og fara út um víðan völl. Ein minning frá æsku minni á ég um ömmu mína Gunnu Dan, sem var langt á undan sinni samtíð í svo mörgu, hún var að taka upp jóla- tréð, taka upp segi ég því að hún geymdi jólatréð í svona stórri tré- tunnu með loki fullskreytt með englahárinu og öllu á, ekkert vesen, bara að stinga í samband. Það var svo gaman þegar maður varð mamma og börnin voru komin á þann aldur að trúa á jólasveininn. Ég lagði mikið á mig við að setja í skóinn, setti stiga úti við gluggana þeirra, borðaði kökurnar sem þau settu á disk fyrir sveinana og svar- aði bréfunum sem þau sendu þeim (þau bréf á ég mörg enn). Ég gerði spor í snjóinn og vaknaði samvisku- samlega eldsnemma til að setja eitt- hvað sniðugt í skóinn. Svo kom að því að börnin uxu úr grasi og kom að einum jólunum þar sem sonur- inn var orðinn pínu efins í trúnni, og þá kom skellurinn; „mamma, þið eruð búin að ljúga að mér öll þessu ár, það er enginn jólasveinn til.“ Og úff, þá láku nú tár hjá mömmunni en minningin samt skondin. Ein minning sem snart mig djúpt voru fyrstu jól foreldra minna á Brákarhlíð (blessuð sé minning þeirra). Ég borðaði með þeim og því yndislega fólki sem þar var á aðfangadagskvöld, það var svo há- tíðleg stund svo mikill friður og ró. Þessi stund með foreldrunum er of- arlega í minningabankanum. Nú á seinni árum þá eiga barna- börnin hug minn allan og gaman að fá að upplifa jólin með þeim. Ég mundi segja að ég væri mikið jóla- barn, skreyti mikið og baka, en það er ekkert stress (núna seinni árin). Ég er alveg sultuslök og hef lært það í áranna rás að það eru litlu hlutirnir sem skipta máli en ekki hvort þetta eða hitt sé klárt. Í dag eru allir dagar hátíðardagar í mínum huga þegar árin fara að hellast yfir mann þá hugsar maður öðruvísi en þegar maður var ung- ur. Ég er svo þakklát fyrir mig og mína, fyrir að geta farið alla virka daga í íþróttahúsið að rækta lík- ama og sál og ekki síst fyrir að fá að vera með spinn- og þrektíma með yndislegu fólki. Gott fólk, aldur er nefnilega afstæður, bara tala á blaði. Ég myndi segja að ég væri mjög trúuð, bið bænirnar mínar á hverju kvöldi, þakka fyrir og bið fyrir öll- um. Finnst svo skrítið að 2022 sé handan við hornið en enn geisa stríð í heiminum, hungursneyð og fólk að fara illa með aðra og einelti enn við líði. Sýnum náungakær- leika og látum okkur málið varða, saman getum við meira. Að lokum óska ég ykkur öllum lesendur góðir gleðilegra jóla og að nýja árið leggist vel í alla. Mun- um að njóta litlu hlutanna í lífinu í botn og frestum engum gleði- stundum þar til síðar, eða á morgun eða hinn eða á næsta ári eða... Njótum hvers dags í botn og reynum að sjá alltaf allt það já- kvæða og góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Langar að enda með einni fal- legri vísu sem hún móðir mín orti til okkar Jóns þegar við giftum okkur árið sautján hundruð og súr- kál, með von um að árið 2022 verði okkur öllum gjöfult og gott. Í birtu vorsins batnar hagur, bestu óskir færum við. Að allur ykkar ævidagur eigi skylt við sólskinið. óí Kær jólakveðja, Guðrún Dan Jólakveðja úr Skorradal „Jólin eru okkar“ Mér finnst tilvalið að vitna í texta úr nýja uppáhalds jólalaginu mínu. „Jólin eru kertaljós og knús. Jólin eru máðar minningar sem mildi- lega fegra allt sem var.“ Þessi texti sem Valdimar og Bríet syngja er einmitt það sem jólin eiga að vera. Ég er mjög mikið jólabarn eða meira kannski bara vetrarbarn. Vet- urinn er uppáhalds tíminn minn og finnst mér ekkert dásamlegra en fallegir vetrardagar, með alls konar bleikum himnum, stjörnum, norð- urljósum og auðvitað helst allt fullt af snjó. En jólin eru samt toppur- inn, með öllum minningunum úr barnæskunni. Eina sem mér finnst ekkert spes er þegar ég rifja upp fylgifisk jólanna, Þorláksmessuna, en ég hef mínar ástæður fyrir því. Lyktin sem sumir verða að upplifa er ég mjög fegin að vera nokkurn veginn laus við. Laufabrauðið sem við höfum alltaf gert fyrir jólin svo lengi sem ég man er það sem kom öllu í gang. Það er samt svo skrýtið að það var auðvitað spenna að bíða eftir aðfangadegi og öllum pökkun- um en það var ekki það sem ég beið óþreyjufull eftir. Það sem stóð upp úr var jóladagur. Jóladagur hjá Ingu ömmu, það eru örugglega einhverj- ir sem vita vel hver hún var. Hún var eitt það allra besta í lífinu og að hitta alla hennar afkomendur var alveg svakalega gaman. En hún átti einn afkomanda sem ég beið eft- ir að hitta hver jól. Það var frænka mín, mikilvægasta manneskjan í lífi mínu þá. Hún bjó nefnilega erlendis og var ekki alltaf heima um jólin. Þegar hún var heima þá var það allra besta við jólin að fá að hitta hana og verja tíma með henni. Pakkarnir voru aukaatriði. Á jóladag spiluðum við alltaf Púkk, sem er peningaspil, spilað með aur- um sem amma safnaði og gengur aðallega út á það að hafa sem mest læti. Það er nefnilega svo merkilegt að ég man sáralítið eftir öllum gjöf- unum og þess háttar. Það eru sam- verustundirnar og fólkið sem lýsti upp jólin sem eru mér efst í huga. Ég er náttúrulega mikil félagsvera og finnst frábært að eiga þessa risa- stóru fjölskyldu til að njóta lífsins með, sérstaklega jólanna. Þegar maður eldist og eignast sjálfur fjölskyldu þá breytist margt í tengslum við jólin. Ég er svo heppin að búa með unnusta mín- um honum Tryggva Val og eigum við saman þau Val Snæ, Hlyn Blæ og Guðrúnu Ástu. Börnin mín fá líka að alast upp við laufabrauðs- gerðina, Púkkið og margt fleira síð- an ég var lítil, en við höfum einnig búið til ýmsar skemmtilegar hefðir. Jólahátíðin byrjar dálítið snemma hjá okkur, eða fyrir aðventu. Við förum nefnilega ekki og sækjum okkur jólatré heldur flytjum við jólatré úr Skorradalnum, hvort á sínum trailernum, um víðan völl sem standa hingað og þangað fal- lega skreytt á torgum eða við fyr- irtæki. Þetta er ótrúlega skemmti- legt verkefni og gaman að koma að og stundum koma strákarnir okkar með í þetta ferðalag. Valur Snær er fæddur 22. desem- ber. Hann fær alltaf að velja hvað við gerum á afmælisdaginn. Ef veð- ur leyfir þá er stefnan alltaf tek- in hjá honum eitthvert upp á fjöll. Það er líklega ekki tilviljun að hann heitir Snær því líf hans og yndi er snjórinn. Allt þaulskipulagt hjá okkur. Um kvöldið á afmælinu hans setjum við alltaf upp jólatréð og skreytum saman. Á Þorláksmessu förum við í kirkjugarða og kveikj- um á kerti hjá fólkinu okkar sem er farið og við söknum svo mikið. Svo á aðfangadag reynum við að gera sem minnst fyrir utan að elda góð- an mat, eða ég geri allavega mitt besta í því. En yfir jólahátíðina höf- um við verið að velja okkur þáttar- aðir sem við horfum oft á, en okkar uppáhalds er Nonni og Manni. Málið er nefnilega að jólin snú- ast fyrst og fremst um samveruna og að njóta stundarinnar. Ég viður- kenni að ég gleymi mér stundum í stressinu sem fylgir aðventunni. Ef hægt er að gera hlutina þannig á aðventunni að börnunum líði vel, þá er nokkuð öruggt að fullorðn- um líður líka vel. Jólin eru nefni- lega svo mikið bara kertaljós og knús. Að búa til minningar sem ylja manni er svo dýrmætt. Að njóta jól- anna með þeim sem maður elskar og geta knúsað alla, sem var reynd- ar erfitt um síðustu jól í jólakúlun- um sem allir þurftu að vera í. Ver- um nægjusöm og þakklát fyrir það sem við höfum, það er nefnilega svo margt í kringum okkur sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, en kannski of seint áttar maður sig á hversu dýrmætt það var. Kristín Jónsdóttir, Fagurhóli á Hálsum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.