Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 94

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 94
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202194 Það kemur kannski ekki á óvart að Hafliði Aðalsteinsson viti sitt- hvað um trébáta. Honum er smíði þeirra í blóð borin, er sjöunda kyn- slóð trébátasmiða, og var ekki hár í loftinu þegar hann hóf að hjálpa til við smíðina. Á löngum ferli sín- um hefur hann nokkuð reglulega rekist á smíði áa sinna og handleik- ið þannig sömu báta og þeir sem á undan honum eru gengnir. Hann segir mikilvægt að efla menntun og menningu í tengslum við íslenska trébáta, að öðrum kosti hverfi þekkingin. Sjálfur hefur hann gert sitt til að miðla þekkingunni áfram og Skessuhorn hitti á Hafliða þar sem hann var með námskeið í báta- smíði á Siglufirði. Bundinn við þóftuna „Ég er alinn upp við þetta. Upp- alinn á eyju úti í Breiðafirði, Hval- látrum. Pabbi var bátasmiður og fleiri forfeður, þeir smíðuðu mikið. Ég er sjöundi ættliður sem hefur at- vinnu af þessu. Úti á eyju á Breiða- firði elst maður náttúrulega upp við að nota báta líka, bara strax. Allt sumarið, flesta daga, er farið eitt- hvað út á sjó. Það var verið að nota báta stanslaust. Ég var ekki alltaf með en fór fyrst löngu áður en ég man eftir mér. Afi var duglegur að taka mig með, ég var fyrsta barnabarnið hans. Það er til saga af því þegar ég var fjögurra ára gamall og hann tók mig með til að kíkja eftir eggjum um vor- ið. Venjan var að byrja að kíkja eft- ir eggjum síðast í apríl, þá var svart- bakurinn byrjaður að verpa. Afi tók mig með og fór suður í Kópasker, það eru sker sem fylgja Hvallátrum. Ég var orðinn svo sprækur að ég var alltaf klifrandi eitthvað og það end- aði á því að hann setti á mig band og utan um þóftuna svo ég kæmist ekki út fyrir. Ég man nú ekki eftir þessu sjálfur, var svo ungur.“ Hafliði stóð varla úr hnefa þegar hann fór að dunda við bátana og hjálpa til. Og þekkingin síaðist inn, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. „Auðvitað lærðum við mjög fljótt á þetta, alltaf í bátum og lærðum að fara með þá. Það var ein reglan hjá afa, við vorum náttúrulega löngu búnir að læra á þetta allt strákarn- ir, en það þurfti ákveðinn kraft líka. Þetta voru handsnúnar vélar og það þurfti kraft til að snúa þeim í gang. Við máttum fara á bátunum þegar við gátum sett í gang, þá gátum við bjargað okkur ef það dræpist ein- hvers staðar á vélinni. Svo líða árin og hann verður gamall og þreyttur og hættir að geta sett í gang kalda vél. Þá settum við í gang fyrir hann og svo fór hann. Reglurnar höfðu sem sagt breyst, en auðvitað gat hann sett í gang þegar vélarnar voru heitar.“ Plastið tekur yfir Hafliði fæddist árið 1949 og átti heimili í Hvallátrum fram yfir tvítugt. Hann lærði skipasmíði hjá föður sínum og 16 ára gamall fór hann í iðnskóla í Hafnarfirði. Námið var á haustin, fjórar annir, og hann kom heim um áramót. Og þá var smíðað. „Það var heppilegt að taka námið á haustin og svo var ég heima eft- ir áramót að smíða. Það var mest smíðað á veturna, það var mjög lítið smíðað af bátum á sumrin. Þá var verið að gera allt annað, nota bát- ana, enda mikil hlunnindi þarna um kring. Svo var náttúrulega bú- skapur. Maður var því mikið meira í hlunnindavinnunni á sumrin en smíðinni. Pabbi varð svo verkstjóri hjá Vita- og hafnamálastofnun og fór að gera bryggjur hér og hvar á sumrin. Hluta af náminu mínu var ég því í bryggjusmíði, reynd- ar trébryggjum þannig að það var ágætt. Svo kláraði ég síðasta vetur- inn í bátunum í Hafnarfirði og tók sveinsprófið þar. Ég vann svo við trébátasmíði í tvö ár en fór svo að byrja að sinna bíladellunni svolítið og fór að keyra í nokkur ár. Þegar bíladellan var búin fór ég svo aftur að smíða.“ Bátarnir toguðu þó aftur í Haf- liða og um miðjan áttunda ára- tuginn langaði hann að fara aftur að smíða. En tímarnir breytast og mennirnir með og þá var plastið að taka yfir sem efni í báta. Hann smíðaði tvo trébáta en fór síðan að læra húsasmíði og við þá iðn var hann megnið af sinni starfsævi. Safnið á Reykhólum Örlögin höguðu því þó þannig að Hafliði hafði ekki sagt skilið við trébátana. Bræðrasynirnir Aðal- steinn Aðalsteinsson, faðir Haf- liða, og Aðalsteinn Hafliðason, frændi hans, voru miklir áhuga- menn um að halda trébátasmíð- inni á lofti og unnu að því. Steini frændi fær Hafliða með í að smíða skektu sem átti að vera hluti af nor- rænu samvinnuverkefni um strand- menningu, unnið í samvinnu við minjasafnið að Hnjóti í Örlygs- höfn. Strandverk efnið strandaði en þeir frændur ýttu engu að síður úr vör. „Ásdís Thoroddsen kvikmynda- gerðarkona var safnvörður á Hnjóti. Hún er mjög spennt fyrir þessu og það endar með því að hún stendur yfir okkur allan tímann meðan við smíðum bát og kvikmyndar með al- veg ótrúlegri þolinmæði. Þetta ger- um við á Reykhólum. Steini bjó þar og við fengum húsapláss og gerum þetta þar, klárum bátinn og setjum á flot. Hún myndar allt saman og gerði þætti fyrir sjónvarpið og svo fjögurra tíma kennslumyndband. Svo gerði hún svona stiklur og við erum með þær í gangi á safninu á Reykhólum. Við gengum síðan í að laga húsið til. Þetta var gamla mjólkurstöðin sem var reyndar aldrei mjólkurstöð og hafði verið notuð undir alls kyns starfsemi, var meira að segja félags- heimili á tímabili. Þetta var svo gert að safni og heitir Báta- og hlunn- indasýningin. Við fórum í samstarf við Æðarvé, sem eru samtök æðar- bænda. Þetta hefur verið í gangi núna undanfarin ár og er svona heldur að stækka. Það er þó erfitt að fá eitthvað sem heitir af pening- um í þetta. Við fáum rekstrarstyrki en okkur vantar stóran styrk svo við getum byggt almennilega yfir þetta. Það er verkefni sem við erum að suða um í þingmönnum reglu- lega með.“ Hafliði liggur ekki á skoðun- um sínum með það hvað þarf að gera. Stofna þurfi sérstakan sjóð fyrir báta, líkt og gert er með húsafriðunarsjóð. Hann hrósar sér- staklega Sigurði Páli Jónssyni, fyrr- um þingmanni Norðvesturkjör- dæmis, sem hafi lagt fram þing- mál, sem náði því miður ekki fram að ganga. Sjóðurinn þurfi að geta styrkt söfnin, ekki síst til að byggja hús yfir bátana, mikil þörf sé á því. Einnig þurfi að styrkja vinnu við að gera upp gamla báta. Sagan í hverju árataki Þeim fækkar sem hafa reynslu af trébátasmíði. Hafliði fékk þær upplýsingar fyrir um fimm árum að 103 væru lifandi þá sem hefðu sveinspróf í skipasmíði. Enginn þeirra vann þó við iðnina. Nauðsynlegt sé að endurnýja og yngja upp í hópi þeirra sem búa yfir þessari verkkunnáttu. Þannig hald- ist hún við og það sé liður í að varð- veita söguna. „Þetta er saga Breiðafjarðarins. Það voru árabátar, fjögramannaför sem við kölluðum, á hverjum ein- asta bæ sem átti land að sjó. Þeir voru að ná sér í soðið, sumir áttu eyjar eða hólma og það voru hlunn- indi. Lengi vel var aðal verslunar- staðurinn við vestanverðan Breiða- fjörð, eða norðanverðan, í Flatey. Menn fóru verslunarferðir á þess- um litlu skektum úr landi. Þeir voru þó ekki með stærri báta en þetta því þeir þurftu að draga þá upp og setja á flot á sjálfum sér, bara tveir, þrír kallar. Þarna er alveg upp í sex metra munur á flóði og fjöru. Sjór- inn er alveg lengst í burtu á fjöru og ég held að þess vegna hafi þróun- in orðið sú að menn voru ekki með stærri báta. Undir jökli voru menn með stærri báta. Það þurfti að draga þá upp líka, en það voru alltaf margir menn. Á áttæringnum voru kannski tíu.“ Mikill munur er á flóði og fjöru á Vesturlandi, ekki síst í þröngum fjörðum. Áður en bílvegir komu var báturinn þarfasti þjónninn, því það var léttara að fara um á þeim en hestum. Flutningar fóru því fram sjóleiðina, þar sem því var við kom- ið. Vélvæðing báta og vegagerð varð hins vegar til þess að bátum fækkaði á bæjunum. „Vélvæðingin er á fullu á milli 1930 og 40 þannig að þegar ég man eftir mér, kannski upp úr 1955, þá eru þessir litlu árabátar ekki lengur Sjöundi ættliður bátasmiða Rætt við Hafliða Aðalsteinsson tréskipasmið Hafliði Aðalsteinsson hefur gert upp ófáa trébáta og viðhaldið þannig menningu íslenskrar bátasmíði. Hann segir mikla þörf á fjárstuðningi eigi verkkunnáttan að viðhaldast og þannig að hægt verði að byggja yfir bátana. Ólafur Skagfjörð. Bergsveinn Ólafsson, bóndi og smiður í Bjarneyjum, smíðaði hann upp úr 1880, en Bergsveinn var langalangafi Hafliða. Ljósm. batasmidi.is Unnið við Ólaf Skagfjörð. Ljósm. batasmidi.is Skipta þurfti um afturstefni á bátnum Sindra. Ljósm. batasmidi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.