Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 34

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202134 Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum væri talin sterk í kjördæminu og þingsæti svo gott sem öruggt. Nokkrir sóttust eftir því að leiða listann í kjördæminu en eftir prófkjör var ljóst að Stefán Vagn Stefánsson myndi taka odd- vitasætið. Hart var barist um oddvitasæti Sjálfstæðisflokks- ins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins, og Haraldur Benediktsson, þáverandi oddviti í Norðvesturkjördæmi, sóttust bæði eftir því að leiða listann. Svo fór að Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjörinu og Haraldur færðist niður í 2. sæti. Snemma á árinu var ljóst að Magnús D. Norðdahl myndi leiða lista Pírata í kjördæminu og að Guðmundur Gunnarsson yrði efstur á lista Viðreisn- ar. Bjarni Jónsson hafði betur gegn Lilju Rafneyju Magnús- dóttur í forvali VG. Valgarður Lyngdal Jónsson tók fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar eftir að Guðjón Brjánsson, fyrrum þingmaður, gaf ekki kost á sér að nýju. Bergþór Ólason var áfram efsti maður á lista Miðflokksins, Eyjólfur Ármannsson var efstur á lista Flokks fólksins, Helga Thorberg tók odd- vitasæti Sósíalistaflokksins í kjördæminu og Sigurlaug Gísla- dóttir leiddi lista Frjálslynda Lýðræðisflokksins. Vertíðarstemning Vertíðarstemning var í höfnum Snæfellsbæjar í byrjun árs þegar vetrarvertíðin var komin á fullt og afli báta góður. Þá var líka líf og fjör á höfninni í Grundarfirði fyrsta mánuð ársins en þá var aflinn rúmlega helmingi meiri en hafði kom- ið á land í sama mánuði árið áður. Einnig voru mjög góð afla- brögð hjá bátum sem gera út frá Akranesi í byrjun árs og sagði Eymar Einarsson skipstjóri að þorsk væri að finna um allan sjó auk þess sem hann væri vænn. Veðrið setti aðeins strik í reikn- inginn hjá sjómönnum í haust en það kom ekki að sök því þegar viðraði veiddist mjög vel. Landaður afli í Grundarfirði í október var 2.100 tonn sem var helmingsaukning frá sama mánuði á síðasta ári. Þá var afli nóvembermánaðar einnig töluvert meiri en í nóvember árið áður. Leikskólinn Hnoðraból í nýtt húsnæði Leikskólinn Hnoðraból var formlega opnaður í nýju hús- næði á Kleppjárnsreykjum í byrjun árs. Forsvarsmenn Borg- arbyggðar kíktu í heimsókn og færðu starfsfólki og nem- endum rósir í tilefni þess að starfsemin væri alfarið flutt frá Grímsstöðum þar sem skólinn hafði verið rekinn í þrjá ára- tugi. Sungið var fyrir gesti, blóm afhent og starfsmenn leik- skólans fengu köku með kærri kveðju frá Borgarbyggð. Var starfsmönnum þakkað sérstaklega fyrir ómælda þolinmæði og sveigjanleika í gegnum þessar breytingar á húsakosti og starf- semi skólans. Rakavandamál í ráðhúsum Á árinu komu upp raka- og mygluvandamál í Ráðhúsi Borg- arbyggðar við Borgarbraut 14 í Borgarnesi og á bæjarskrifstof- um Akraneskaupstaðar við Still- holt á Akranesi. Í Borgarnesi var tekin sú ákvörðun að festa kaup á nýju Ráðhúsi og keypti sveitar- félagið húsnæði Arion banka við Digranesgötu 2. Í september fékk Borgarbyggð loks afhent húsnæð- ið og hófst strax vinna við að inn- rétta það fyrir starfsemi Ráðhússins. Á Akranesi var brugð- ist við vandamálinu með því að flytja starfsemi bæjarskrifstof- unnar í tímabundið húsnæði við Dalbraut 4 nú í lok sumars. Brákarhlíð 50 ára Í lok janúar voru 50 ár frá vígslu Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi, nú Brákarhlíð. Ekki var hægt að hafa stór hátíðar- höld í tilefni þessa merka áfanga í ljósi Covid-19 í kringum afmælið. Hinsegin Vesturland stofnað Systurnar Guðrún St. og Bjargey Anna Guðbrandsdætur stofnuðu félagið Hinsegin Vesturland í byrjun árs. Hinseg- inhátíð Vesturlands var svo haldin í fyrsta skipti í Borgarnesi í júlí. Hátíðin var gríðarlega vel sótt og margir sem skreyttu sig regnbogalitum ýmist í klæðum, höfuðbúnaði eða andlits- málningu, eða veifuðu fánunum litríku auk þess sem íbúar voru búnir að skreyta bæinn í öllum regnbogans litum. Fjöl- menni tók þátt í skrúðgöngunni á hátíðinni sem endaði með skemmtidagskrá í Dalhallanum. Gert er ráð fyrir að Hinseg- inhátíð Vesturlands muni flakka um landshlutann næstu sum- ur. Heilbrigðisstarfsmenn voru Skagamenn ársins Þorrablót Skagamanna var haldið í janúarlok og var það í um- sjón árgangs 1979 að þessu sinni, en Club 71 hafði séð um blótið frá upphafi. Vegna faraldursins var blótinu streymt í beinni útsendingu frá Bárunni Brugghúsi. ÍATV sá um myndatöku og útsendingu þorrablótsins til Skagamanna hvar sem þeir voru staddir í heiminum. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, kynnti Skagamenn ársins sem voru að þessu sinni heilbrigðisstarfsmenn. Hönnunarverðlaun Íslands fyrir Dranga Arkitektastofan Studio Granda hlaut Hönnunarverðlaun Ís- lands 2020 fyrir hönnun Dranga á Skógarströnd á Snæfells- nesi. Á bænum hefur eldri útihúsum verið breytt í gistiheimili þaðan sem ægifagurt útsýni er yfir Breiðafjörð. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Drangar séu metnaðarfullt hönnunar- verkefni og afar vel heppnuð birtingarmynd aðkallandi við- fangsefnis arkitekta í nútíma samhengi, endurhugsun og endurnýting gamalla bygginga. Öflugt kraftlyftingafólk Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona átti gott ár. Hún sigr- aði í kvennaflokki og var stigahæsti keppandinn í klassískum kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum sem fram fóru í lok jan- úar. Á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum í júní varð hún einnig stigahæst í flokki kvenna í klassískum kraftlyftingum auk þess sem hún varð Íslands- meistari í -84 kg flokki kvenna. Að lokum gerði hún sér lítið fyrir og nældi í bronsverðlaun á HM í klassískum kraftlyfting- um í Halmstad í október, um leið og hún setti ný Íslandsmet og jafnaði Evrópumetið. Fleiri Vestlendingar áttu einnig gott ár í kraftlyftingum. Sylvía Ósk Rodriguez var önnur í flokki -84 kg kvenna á Íslandsmeistaramótinu og Einar Örn Guðna- son var á sama móti stigahæstur í karlaflokki í kraftlyftingum með búnaði auk þess sem hann varð Íslandsmeistari í -120 kg flokki karla. Helgi Arnar Jónsson gerði einnig góða hluti á þessu móti og varð stigahæsti unglingurinn í klassískum kraft- lyftingum og Íslandsmeistari í -83 kg U23 flokki karla. Borg- nesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir stóð sig heldur betur vel á árinu. Á Heimsmeistaramóti unglinga í klassískri bekkpressu sem fram fór í Vilníus í Litháen nú í byrjun vetr- ar gerði hún sér lítið fyrir og nældi í silfrið í -63 kg flokki. Þá varð hún Norðurlandameistari í klassískri bekkpressu á árinu auk þess sem hún bætti Íslandsmet unglinga. Starfsemi lokað í Brákarey Húsnæði Öldunnar, vinnu- og hæfingarstaðar í Brákar- ey í Borgarnesi, var lokað í byrjun febrúar í ljósi alvarlegra athugasemda eldvarnaeftirlits. Í kjölfarið var allri starfsemi í húsnæði Borgarbyggðar við Brákarbraut 25-27 í Brákarey gert að flytja úr húsinu með stuttum fyrirvara. Húsnæðið hafði um árabil verið í notkun ýmissa félaga og klúbba auk þess sem nokkur fyrirtæki höfðu þar starfsemi. Alls voru 14 rekstrar- aðilar með aðstöðu í húsunum í febrúar. Verkís vann kostnað- armat á lagfæringum á húsunum og var niðurstaðan sú að það myndi kosta 654 milljónir að koma húsunum í nothæft ástand. Í yfirlýsingu sem Borgarbyggð birti í nóvember vegna málsins er sagt að forsvarsmenn sveitarfélagsins telji óraunhæft að fara í slíkt viðhald og óskuðu eftir viðræðum við félagasamtök um uppbyggingu starfsemi þeirra í öðrum húsum. Hvernig á að vera klassa drusla Í byrjun febrúar var kvikmyndin „Hvernig á að vera klassa drusla“ frumsýnd og varð söluhæsta mynd helgarinnar. Myndin var tekin upp í Hvalfirði og á Akranesi en leikstjóri og handritshöfundur er Ólöf Birna Torfadóttir á Akranesi, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.