Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 87

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 87
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 87     Óskar núverandi og fyrrverandi nemendum, starfsfólki og velunnurum öllum, gleðilegra jóla og þakkar gott samstarf á liðnum árum. Hlökkum til 2022 TS Vélaleiga óskar viðskiptavinum og Vestlend- ingum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða TS vélaleiga ehf. Fyrirtækið er á meðal 2,8% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Viðskiptablaðsins og Keldunnar og er Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri árið 2020. Til hamingju. Thor Thors, framkvæmdastjóri Keldunnar Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins af stað og það er eiginlega smá eins og litla barnið mitt,“ segir Tóta og hlær. „Við byrjuðum á þessum þrep- um rigningarsumarið mikla 2019. Ég fékk sjálfboðaliða með mér og við puðuðum þarna í grenjandi rign- ingu allt sumarið við að hlaða þessi þrep. Nú eru komnar hrauntröppur alla leið upp á borgina og ég kom því í kring. Í þessu starfi gerast hlutirn- ir oft hægt en góðir hlutir gerast líka hægt,“ segir hún og bætir við að ann- að verkefni sem hún er mjög stolt af er mosa uppgræðsla við Grábrók. Þar voru komin áberandi sár í mos- anum í hrauninu og árið 2017 var byrjað að vinna markvisst að því að loka þeim sárum. En hvernig er það gert? „Það er hægt að færa til mosa af einum stað á annan því mosi er ekki með rætur. Það þarf samt að passa hvernig það er gert svo mað- ur skilji ekki bara sár eftir á öðrum stað. Maður tekur smá af mosanum inn á milli þar sem hann er þéttur og ýtir svona saman til að loka, svo stráir maður þeim mosa sem maður tók yfir sárin og hægt og rólega lok- ast þau,“ útskýrir Tóta. „Það er ótrú- lega gaman að fylgjast með hvern- ig mosinn tekur við sér þegar rignir og maður sér sárin lokast. Í náminu mínu kviknaði alveg bilaður áhugi hjá mér á framvindu á gróðri og landgræðslu en aldrei hafði mig órað fyrir því að ég myndi fá áhuga fyrir því,“ segir Tóta og hlær. Friðlýsing kemur ekki í veg fyrir framkvæmdir Skiptar skoðanir eru í samfélaginu með friðlýsingar en hverjir eru kostirnir við að friðlýsa svæði? „Þeir geta verið margir en það fer alveg eftir því hvað er verið að friðlýsa. Margir halda að með friðlýsingu sé búið að gefa Umhverfisstofnun allt skipulagsvald en það er alls ekki þannig. Þetta snýst um samvinnu og Umhverfisstofnun er ekki mótfall- in framkvæmdum svo lengi sem þær hafa ekki áhrif á verndargildi svæðis- ins. Ég held að háværasta fólkið sem er á móti friðlýsingu hafi sjaldnast lesið friðlýsingaskilmálana eða kynnt sér þá yfir höfuð. Ef við horfum á Borgarvoginn í Borgarnesi, því ég þekki það dæmi vel og það eru mjög skiptar skoðanir á þeirri friðlýsingu, þá hefur hann ákveðin sérkenni. Þar eru stærstu gulþörungaleirur á landinu og svæðið er mjög mikilvægt fyrir fugla. En þeir sem vilja ekki láta friðlýsa svæðið eru oft að horfa til þess að hinum megin verði framtíð- ar byggingarland. Staðreyndin er að friðlýsing kemur ekki í veg fyrir að hinum megin verði byggt. Friðlýsing myndi eflaust gera þetta svæði enn eftirsóknarverðara byggingarland því margir sækjast í að búa við friðlýst svæði. Kostirnir eru svo þeir að með friðlýsingu er aukið eftirlit og ef til dæmis er um ferðamannastað að ræða er auðveldara að sækja fjármagn til framkvæmda,“ segir Tóta. „Votlendi fer þverrandi og mikil skerðing hefur verið á búsvæði fugla um allan heim. Það er því mikilvægt að við höldum alltaf í og verndum líffræðilegan fjöl- breytileika, bæði hjá gróðri og dýrum og friðlýsing ýtir undir það. Við eig- um ekki að reyna að stjórna náttúr- unni heldur á hún að stjórna okkur. Við þurfum að gæta þess hvernig við skiljum náttúruna eftir fyrir komandi kynslóðir,“ bætir hún við. Miðhálendisþjóðgarður ekki tímabær Spurð um sína skoðun á miðhálendis- þjóðgarði segist Tóta almennt vera hrifin af þjóðgörðum en að hún sé þeirrar skoðunar að ekki sé tíma- bært að ráðast í þessa framkvæmd strax. „Ég er mikil talskona friðlýs- inga og þjóðgarða en við eigum nú þegar þrjá frábæra þjóðgarða sem all- ir standa vel fyrir sínu en ég held að það sé mikilvægt að koma þeim öll- um undir einn hatt og ná betur utan um þá áður en við förum að bæta við fleiri þjóðgörðum. Þjóðgarður- inn Snæfellsjökull heyrir beint undir Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóð- garður er undir umhverfis- og auð- lindaráðuneytinu og Þingvellir und- ir forsætisráðuneytinu. Mér finnst al- veg galið að hafa þetta svona og trúi því að þessir þjóðgarðar væru sterk- ari sem ein heild. Ég held því að miðhálendisþjóðgarður sé ekki tíma- bær. Það þarf líka að gæta þess að fara ekki út í svona verkefni nema sátt sé um það,“ svarar Tóta. „Það er líka mikilvægt að við upplýsum fólk bet- ur um tilgang þjóðgarða og friðlýs- ingar því margir þeirra sem eru mót- fallnir t.d. miðhálendisþjóðgarði eru það á kolröngum forsendum. Þeir trúa því að það megi ekki prumpa á svæðum sem eru friðlýst en það er fjarri sannleikanum. Ef við horf- um bara á Hvanneyri; þar erum við með íbúðabyggð, leik- grunn- og há- skóla og landbúnað á friðlýstu svæði og þetta fer allt vel saman. Blesgæs- in væri til dæmis ekki á þessu svæði nema einmitt fyrir landbúnaðinn. Þetta spilar einfaldlega allt saman og það er vel hægt að byggja upp og vera með starfsemi á friðlýstum svæðum.“ Jólin hjá Tótu Aðspurð segist Tóta halda frekar hefðbundin jól en hún sleppir þó alltaf jólaboðum. „Ég reyni að gera sem minnst á jólunum og vera bara heima. Fjölskyldan mín býr öll í Reykjavík og systkini mín hittast alltaf með fjöl- skyldur sínar hjá mömmu og pabba á jólunum en ég hef ekki farið síðan ég eignaðist börn. Mig bara langar að vera á náttfötunum og hafa rólegt yfir jólin, kannski fara út í göngutúr en helst ekkert meira en það,“ segir Tóta og hlær. „Mamma sýnir þessu full- an skilning. Ég get svo bara hitt fjöl- skylduna mína á öðrum tíma. Það þarf ekki alltaf að gera allt bara því það eru jól,“ segir Tóta að endingu. arg/ Ljósm. aðsendar Sjálfboðaliðar við mosavinnu á Grábrók. Þrepin upp á Eldborg. Listamenn að vinna við Hraunfossa. Hér sést hvernig er búið að græða mosa á Grábrók.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.