Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 202136 Fréttaannáll ársins 2021 í máli og myndum þetta er fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd. Myndin fékk einróma lof gagnrýnenda og kom áhorfendum skemmtilega á óvart. Hér í jólablaðinu er m.a. rætt við Ólöfu Birnu. Skagamenn gera góða hluti í sundi Keppt var í sundi í Laugardalslauginni á alþjóðlegu móti Reykjavík International Games – RIG 2021 í febrúar. Ellefu keppendur komu frá Sundfélagi Akraness og stóðu sig vel og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir tryggði sér áfram sæti í unglingalandsliði Sundsambands Íslands með því að synda tvisvar undir lágmarki. Sundfólkið í SA hélt á árinu áfram að standa sig afburðavel eins og lesa hefur mátt um í fjölmörgum fréttum Skessuhorns á árinu. 112 dagurinn Haldið var upp á 112 daginn víða um landshlutann. Í Borg- arnesi fóru viðbragðsaðilar í hópakstur um bæinn. Í Grundar- firði var sjónum beint að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Í Búðardal tók neyðarteymið sinn ár- lega rúnt með sírenum og ljósasýningu og í Snæfellsbæ söfn- uðust viðbragðsaðilar saman við Björgunarstöðina Von í Rifi þaðan sem ekið var með ljósum og sírenum sem leið lá um Rif, út á Hellissand og loks til Ólafsvíkur. Gott er að haldið er upp á þennan dag með þessum hætti, því um leið er verið að stimpla 112 Neyðarnúmerið inn í huga fólks. Eitthvað sem lífsnauðsynlegt getur verið að muna á ögurstundu. Dalamenn gerðu það gott í glímu Bikarglíma Íslands fór fram í Akurskóla 13. febrúar. Jóhanna Vigdís Pálmadóttir frá Glímufélagi Dalamanna varð bik- armeistari hjá 15 ára stelpum og Guðbjört Lóa Þorgrímsdótt- ir tók þátt á mótinu eftir nokkurra ára hlé frá keppni og sigr- aði í báðum flokkunum sem hún keppti í; opna flokkinn og +70 kg. Glíma er þjóðaríþrótt Íslendinga og eru Dalamenn sem fyrr þar í fararbroddi. Brimilshólmi keypti Eðalfisk Í byrjun árs samþykktu eigendur Eðalfisks ehf. í Borgarnesi kauptilboð Brimilshólma ehf. í allt hlutafé félagsins. Brimils- hólmi kemur að rekstri Norðanfisks. Eðalfiskur ehf. er 34 ára fyrirtæki sem stofnað var í Borgarnesi þar sem það hefur ver- ið rekið alla tíð. Fyrirtækið sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á ferskum, frystum, reyktum og gröfnum laxaafurð- um þar sem stór hluti afurða fyrirtækisins er seldur á erlend- um mörkuðum. Jafnframt eru þessar afurðir vinsælar á inn- anlandsmarkaði ásamt reyktum silungi, reyktri Egilssíld og graflaxsósu. Samlegð Norðanfisks og Eðalfisks er mikil og má segja að þar sé Vesturland að styrka stöðu sína, m.a. í vinnslu á eldislaxi. Jarðskjálftar og svo eldgos Öflug og langvinn jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í febrúarlok. Tugþús- undir skjálfta voru á svæðinu vikurn- ar á eftir og fundust þeir vel á Suðurnesj- um, höfuðborgar- svæðinu, Akranesi, Borgarfirði, Snæfells- nesi, Dölum og víð- ar. Skjálftahrinunni lauk þegar eldgos hófst í Geldingadöl- um í Fagradalsfjalli að kvöldi föstudagsins 19. mars. Strax urðu gosstöðvarnar vinsæl- asti áfangastaður allra ferðalanga, hvort sem það voru Íslendingar eða erlendir ferðamenn. Margir lögðu leið sína að gosinu til að berja mikilfengleikann augum með eigin augum. Björgunarsveitir af öllu landinu stóðu vaktina svo vikum skipti og gættu þess að enginn færi sér að voða á svæðinu í kringum gosið og má eflaust þakka þeim fyrir að engin alvarleg slys urðu á fólki þetta hálfa ár sem gosið stóð yfir. Fyrsta loðnan á Akranes í þrjú ár Fyrsta dag marsmánaðar kom Venus NS-150 í Akraneshöfn með fyrsta loðnufarminn sem þangað hafði borist í þrjú ár. Aflinn var 520 tonn og fékkst út á Breiðafirði. Hrognavinnsla og frysting hófst svo strax kjölfarið. Vertíðin var stutt, en nú er útlit fyrir að hér við land sé að hefjast stærsta loðnuvertíð í tvo áratugi. Skuggi fellur á þá ánægju vegna skorts á raforku til að knýja bræðslurnar. Olía verður þar orkugjafinn, eitthvað sem seint fellur undir að geta talist umhverfisvænn orkugjafi. Riðuveiki greindist í Húnaþingi Riðuveiki var greind í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra snemma árs, en á bænum voru um 925 fjár. Vatns- hóll er í Vatnsneshólfi en í hólfinu hefur einu sinni greinst riða undanfarin tuttugu ár, en það var árið 2015. Þar áður greindist riða á bænum Vatnshóli árið 1999. Þá varð óhapp við flutning á riðusmituðum úrgangi á leið til brennslu í Kölku á Suðurnesjum. Mikill þrýstingur af völdum gasmynd- unar úr úrganginum myndaðist í einum gámnum og varð það til þess að hleri á ofanverðum gámnum gaf sig og uppgötv- aðist það áður en komið var að Hvalfjarðargöngum. Ekki var talin smithætta af völdum vökva sem barst á þjóðveginn við þetta óhapp og ekki var talin ástæða til að gera sérstakar ráð- stafanir. Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs var stofnað Ferðafélag Borgafjarðarhéraðs var formlega stofnað 1. mars á fjölmennum stofnfundi á Hótel B-59 í Borgarnesi. Gísli Einarsson vann að undirbúningi og boðun stofnfundar ásamt vöskum hópi félaga sinna. Stofnganga félagsins var svo loks farin í maílok þegar gengið var um Jafnaskarðsskóg í Staf- holtstungum undir leiðsögn Birgis Haukssonar. Tæplega eitt hundrað manns mættu í gönguna og þeirra á meðal var Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. Rakaskemmdir í skólum Rýma þurfti hluta húsnæðis Grundaskóla á Akranesi í byrjun mars þar sem loftgæðum var ábótavant og rakaskemmdir voru greindar í húsinu. Þá var mygla staðfest í grunnskólahúsi á Kleppjárnsreykjum snemma á árinu. Keyptar voru færanlegar skólastofur til að forða nemendum úr mögulega sýktu hús- næði. Á vormánuðum komu upp svipaðar aðstæður í grunn- og leikskólanum í Laugagerði. Mygla var þó ekki staðfest með óyggjandi hætti eftir sýnatökur en þó sýndu tvö sýni af 30 hækkuð gildi. Þá kom í ljós núna í nóvember að rakaskemmd- ir fundust á nokkrum svæðum í skólahúsnæði Heiðarskóla Fyrsta fimleikamótið í nýju húsi Í febrúar var fyrsta fimleikamótið haldið í nýja fimleikahús- inu við Vesturgötu á Akranesi. Á mótinu var keppt í meistara- flokki, 1. flokki og 2. flokki og var mótið glæsilegt í alla staði. Aðstaðan reyndist mjög vel og önnur félög höfðu orð á því hversu góð hún væri í nýja fimleikahúsinu á Akranesi. Baldur varð vélarvana Í mars kom upp bilun í flóabátnum Baldri þar sem hann var á siglingu innarlega á Breiðafirði, á suðurleið frá Brjánslæk til Stykkishólms. Skipið var nýlega komið út úr hættulegasta kafla siglingaleiðarinnar, þar sem er siglt er milli fjölda skerja og eyja. Þá bilaði túrbína í aðalvél skipsins en eins og kunnugt er er engin varavél í skipinu og það var því ógangfært. Norð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.