Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 25
Nýjar bækur!
Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar hefur unnið
greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit
nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu
sveitarfélaganna í eitt.
Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið tvær umræður í sveitarstjórnum sveitarfélaganna,
án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 12. febrúar
2022 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um kjördag hefur þess verið gætt að tillagan verði
kynnt íbúum með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitar-
stjórnarlaga nr. 138/2011.
Tillaga að sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar
Heimasíða sameiningarviðræðnanna er uppfærð reglulega og eru áhugasamir
hvattir til að fylgjast með framvindu verkefnisins á slóðinni www.snaefellingar.is
Þann 1. september síðastliðinn létu
hjónin Jökull Helgason og Guðný
Elíasdóttir drauminn sinn verða að
veruleika þegar þau fluttu búferl-
um í sveitina. Verandi bæði mik-
ið hestafólk var hestamennskan
orðið það fyrirferðarmikið áhuga-
mál og stór hluti af þeirra daglega
lífi að ákveðið var að þau færðu sig
um set frá Akranesi að Mófells-
stöðum í Skorradal. „Sem land-
laus kaupstaðarbúi er erfitt að vera
með umsvifamikla hestamennsku.
Því ákváðum við að flytja í sveit
og sameina áhugamálin og heim-
ilið á einum stað. Okkur hafði líka
hvort sem er dreymt um að flytjast
í sveitina,“ segja Jökull og Guðný
um nýja heimilið sitt.
Skagakona og
Snæfellingur
Guðný er fædd og uppalin á Akra-
nesi en Jökull er frá Hrauns-
múla í Staðarsveit á Snæfellsnesi.
Þau kynntust árið 2015 í gegnum
vinnuna og hafa verið saman síðan
árið 2016. Samtals eiga þau fimm
börn: Stefaníu 23 ára, Örnu Jöru 20
ára, Andreu Ínu 17 ára, Birtu Krist-
ínu 14 ára, Elías Marvin 12 ára, auk
þess sem þau eiga tvo tengdasyni,
Ísak Atla og Alexander Örn. Guðný
starfaði sem deildarstjóri skipulags-
og byggingarmála hjá Borgar-
byggð og Jökull vinnur hjá Verkís
verkfræðistofu í Borgarnesi. „Utan
vinnu finnst okkur fyrst og fremst
gaman að hestamennskunni og bú-
störfunum almennt, en annars verj-
um við miklum tíma í útivist og
ferðalög,“ segja hjónin á Mófells-
stöðum.
Sakna vina
og Guðlaugar
Mófellsstaðajörðin í Skorradal er
talin vera um þúsund hektarar að
stærð og þar af er ræktað land um
45 hektarar. „Við erum með kind-
ur, nautgripi, hross, hænur og tvo
hunda. Auk þess ræktum við kart-
öflur,“ segja Jökull og Guðný en
áður voru þau búsett í Grunda-
hverfi á Akranesi og höfðu verið
þar síðan árið 2017. Þrátt fyrir að
vera að upplifa drauminn sinn og
njóta alls þess góða sem sveitin býð-
ur upp á er ýmislegt sem þau sakna
við gamla umhverfið sitt. „Ég sakna
auðvitað fjölskyldu og vina,“ svarar
Guðný en hún er fædd og uppalin
á Akranesi og því rótgróin Skaga-
kona. „Ég sakna helst Guðlaugar,
heita pottsins við Langasand, en
það er einstakur staður sem gott
er að heimsækja eftir annasam-
an vinnudag, horfa á stjörnubjart-
an himininn og hlusta á öldurótið í
sjónum,“ bætir Jökull við.
Einstök fegurð
Umhverfið í kringum Mófellsstaði
er afar fallegt, þar er mikil fjallasýn
með fossum, lækjum og ám. „Hér er
stórbrotin náttúra og einstök feg-
urð. Bærinn hér á Mófellsstöðum
stendur í miðju heimatúni norð-
austan undir Mófelli, sem bærinn
dregur nafn sitt af, og vestan við ána
Kaldá,“ lýsir Jökull. „Í bakgrunni
er svo meðal annars Skarðsheiði,
Skessuhorn og Andakílsá,“ bæt-
ir hann við. Á Mófellsstöðum eru
tvö íbúðarhús, þrílyft 95 ára gamalt
hús, byggt árið 1926 og tvílyft hús
byggt árið 1984. „Á meðan unnið
er að breytingum í nýrra íbúðar-
húsinu, búum við tímabundið í því
gamla og fer vel um okkur þar, enda
góður andi í húsinu sem að mörgu
leyti er sögufrægt. Í kjallara hússins
var, og er, verkstæði Þórðar blinda
Jónssonar (1874-1962), en þar fyr-
ir ofan var skólastofa þegar farskóli
var starfræktur í húsinu,“ segir Jök-
ull um sögu hússins. Guðný og Jök-
ull segjast ætla að halda látlaus jól
í ár. „Þau verða friðsæl jól í gamla
húsinu á Mófellsstöðum í ár. Nýtt
ár leggst vel í okkur. Við höldum
að þetta verði ár tækifæranna, fullt
af skemmtilegum áskorunum og
verk efnum sem vonandi bíða okk-
ar,“ segja þau að endingu.
glh. Ljósm/ aðsendar.
Landlaus kaupstaðarbúi flutti í sveit
-rætt við hjónin á Mófellsstöðum í Skorradal
Hjónin Guðný og Jökull á Mófellsstöð-
um í Skorradal.
Mófellsstaðir í Skorradal.
Fjárhúsin á Mófellsstöðum eftir smölun í haust.