Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 115

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 115
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 SMIÐJUVÖLLUM 32 •AKRANESI WWW.DOTARI .IS•WWW.SMAPRENT.IS NÝJAR VÖRUR 6.990 14.990 5.990 9.990 4.990 9.990 2.990 3.990 6.990 2.990 2.990 3.490 3.990 3.490 OPNUNARTÍMI ALLA VIRKA DAGA 13-18 HELGAR 11-15 (LENGRI OPNUN AUGLÝST INN Á FACEBOOK OG INSTAGRAM) 2.990 1.290 3.990 Skagamenn heimsóttu lið Sel- fyssinga í Vallaskóla á Selfossi á laugardaginn í 1. deild karla í körfuknattleik og lauk leiknum með öruggum sigri heimamanna, 109:73. Selfoss er nú í fimmta sæti deildarinnar með 14 stig á með- an Skagamenn sitja fast á botnin- um án stiga. Það sást fljótlega hvert stefndi því eftir rúmlega fimm mín- útna leik var staðan orðin 20:7 fyr- ir Selfoss og við lok fyrsta leikhluta, 27:14. Munurinn jókst enn meir í öðrum leikhluta, heimamenn skor- uðu að vild og alls 33 stig gegn að- eins 13 stigum Skagamanna, staðan í hálfleik 62:27. Ansi mikið jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik, jafnt í stigaskori eftir þriðja leikhluta og Selfoss skoraði einu stigi meira en gestirnir í lokafjórðungnum, loka- staðan stórsigur Selfyssinga eins og áður sagði, 109:73. Stigahæstir Skagamanna í leikn- um voru þeir Cristopher Clover með 22 stig, Nestor Saa var með 19 stig og 12 fráköst og Þórður Freyr Jónsson með 11 stig. Hjá Selfossi var Trevon Evans með 32 stig og 10 fráköst, Gerald Robinson með 31 stig og 19 fráköst og Gasper Rojko með 26 stig og 12 fráköst. Næsti leikur Skagamanna er gegn Álftanesi á föstudaginn en í gær léku þeir á móti Hrunamönn- um og var leiknum ólokið áður en Skessuhorn fór í prentun. Leik- urinn gegn Álftanesi fer fram í íþróttahúsinu á Vesturgötu og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímur lék tvo leiki í liðinni viku í 1. deild karla í körfuknattleik. Fyrst mættu þeir Selfossi sunn- an heiða á þriðjudagskvöldið fyrir rúmlega viku síðan og lauk leiknum með sigri Selfyssinga, 85:79. Jafnt var nánast á öllum tölum í byrjun leiks en undir lok fyrsta leikhluta skoruðu heimamenn níu stig í röð og leiddu 26:16. Í öðrum leikhluta bætti Selfoss enn meir við forskot- ið og munurinn orðinn 20 stig eft- ir rúmlega þriggja mínútna leik. En þá spýttu gestirnir í lófana og náðu góðum kafla, skoruðu ellefu stig í beit og minnkuðu muninn í tíu stig. Þeir náðu svo að krafsa aðeins meir í heimamenn og staðan í hálf- leik 45:39 og komin spenna í leik- inn á ný. Skallagrímsmenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn enn frekar í þriðja leikhluta og það tókst loksins eftir mikið hark og mikla baráttu, staðan jöfn fyrir lokafjórð- unginn, 65:65. Í fjórða leikhluta var þvílík spenna nánast allan hlutann og staðan 80:79 fyrir Selfoss þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. En þá settu heimamenn í lás, skor- uðu síðustu fimm stig leiksins og tryggðu sér mikilvægan sigur, loka- staðan 85:79. Stigahæstir hjá Skallagrími voru þeir Bryan Battle með 23 stig, Mar- inó Þór Pálmason með 16 stig og Davíð Guðmundsson með 14 stig. Hjá Selfossi var Trevon Evans með 32 stig, Gerald Robinson með 25 stig og 16 fráköst og Vito Smojver með 24 stig. Skallagrímur og Hamar úr Hveragerði áttust síðan við á föstu- daginn í Fjósinu í Borgarnesi. Fyr- ir leikinn höfðu Skallagrímsmenn tapað síðustu þremur leikjum sín- um í deildinni og Hamarsmenn tapað síðustu sex þannig að það var ljóst að það var mikið í húfi til að ná að stöðva taphrinu liðanna. Skallagrímsmenn mættu grimmir til leiks, komust í 8:0 og um miðjan leikhlutann var staðan orðin 21:11. Hamar náði að minnka muninn í fjögur stig, 21:17 en þá tóku heima- menn smá kipp og staðan 29:22 eft- ir fyrsta fjórðung. Hamar náði síð- an aftur að minnka muninn og nú í tvö stig eftir fimm mínútna leik, 43:41. En þá sögðu Skallagríms- menn hingað og ekki lengra, skor- uðu 19 stig gegn aðeins fjórum frá Hamarsmönnum og staðan í hálf- leik, 62:45 Skallagrími í vil. Í þriðja leikhluta var jafnt á með liðunum, liðin skoruðu á víxl og gestirnir náðu að minnka forskot- ið í tíu stig um tíma en nær komust þeir ekki. Skallagrímur gaf aftur í og staðan fyrir síðasta leikhlutann, 84:68. Í honum var farið að draga af Hamarsmönnum og þeir höfðu engan kraft í það að koma til baka. Það sem gerði gæfumuninn í þess- um leik var afar góð liðsheild, leikgleði og mikil barátta leik- manna Skallagríms allan tímann og kannski var kominn tími á að þeir sýndu loksins sitt rétta andlit. Stigahæstir í liði Skallagríms voru þeir Bryan Battle með 31 stig, Simun Kovac með 20 stig og 11 fráköst og Davíð Guðmundsson með 15 stig. Hjá Hamri var Dareial Franklin með 36 stig og 10 fráköst, Joao Lucas með 26 stig og Ragn- ar Magni Sigurjónsson með 15 stig. Næstu leikur Skallagríms og síð- asti leikur fyrir jól er næsta fimmtu- dag gegn toppliði Hauka á Ásvöll- um í Hafnarfirði og hefst leikurinn klukkan 19.30. vaks Snæfell og Hamar-Þór mættu- st síðastliðið þriðjudagskvöld í 1. deild kvenna í körfuknattleik og fór leikurinn fram í Hveragerði. Mik- ið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Snæfell skoraði síðustu sjö stigin og var með fjögurra stiga forystu, 14:18, eftir fyrsta fjórðung. Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta var stað- an 19:23 fyrir Snæfell en þá sögðu heimakonur lok, lok og læs, náðu ótrúlegum kafla og skoruðu 17 stig í röð gegn engu stigi gestanna, staðan í hálfleik 36:23 fyrir Ham- ar-Þór. Lítið gekk hjá Snæfelli að minnka muninn í þriðja leikhluta, liðin skoruðu svipað og staðan fyrir fjórða leikhluta, 58:44 fyrir heima- konur. Þó að Snæfell hafi unnið síðasta leikhlutann með fimm stig- um var sigurinn aldrei í hættu hjá Hamri-Þór, lokastaðan 77:68. Yfirburðarmanneskja í liði Snæ- fells var Sianni Martin sem var með 45 stig og 13 fráköst, Preslava Radoslavova var með 12 stig og Rebekka Rán Karlsdóttir með 6 stig. Hjá Hamri-Þór var Astaja Tyghter með 39 stig og 19 fráköst, Hildur Björk Gunnsteinsdótt- ir með 9 stig og Helga María Jan- usdóttir og Berglind Karen Ingv- arsdóttir með 8 stig hvor. Næsti leikur Snæfells í deildinni er gegn toppliði ÍR. Leikurinn fer fram í Stykkishólmi laugardaginn 18. desember og hefst klukkan 14. vaks Sianni Martin var allt í öllu hjá Snæfelli gegn Hamar-Þór. Hér í leik gegn KR fyrr í vetur. Ljósm sá Snæfellskonur töpuðu á móti Hamri-Þór Þórður Freyr var með 11 stig gegn Sel- fossi. Hér í leik gegn Haukum. Ljósm. jhó Skagamenn töpuðu fyrir Selfossi Skallagrímur með góðan sigur gegn Hamri en tap gegn Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.