Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 110

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 110
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021110 Í Stykkishólmi hefur Greta Mar- ía Árnadóttir rekið gullsmíðaverk- stæði frá því sumarið 2018. Greta er fædd í Reykjavík og bjó fyrstu árin við Leifsgötu en flutti sex ára til Danmerkur með mömmu sinni. Þær mæðgur ætluðu að búa þar í tvö ár á meðan mamma hennar var í skóla. „Pabbi varð eftir heima. Hann kunni ekki dönsku og var með góða vinnu á Íslandi,“ útskýr- ir Greta þegar blaðamaður Skessu- horns kíkti á verkstæðið til hennar í Smiðjunum í Stykkishólmi. Eftir tvö ár í Danmörku voru mæðgurn- ar ekki tilbúnar að snúa heim. Pabbi Grétu flutti þá til þeirra og hafa foreldrar hennar búið í Danmörku síðan. „Við bjuggum fyrst á svona „kollegíi“ þar sem voru margir Ís- lendingar og mikið um fjölskyldu- fólk og ég held að það hafi hjálpað mikið til svo ég myndi ekki gleyma íslenskunni,“ segir Greta. Menningarmunurinn kom á óvart Aðspurð segir Greta það hafa ver- ið mjög gott að alast upp í Dan- mörku. Þar var hún mjög frjáls og lærði ung að vera sjálfstæð. „Maður hjólaði allt sem maður fór og það gaf manni mikið frelsi og ég varð bara að læra að redda mér,“ seg- ir hún og brosir. „Ég held reynd- ar að krakkar á Íslandi búi líka við svona mikið frelsi og læri snemma að verða sjálfstæð. Það kom mér samt á óvart þegar ég flutti til Ís- lands hversu mikill menningar- munur er á Íslandi og Danmörku. Ég fann þennan mun ekki þegar ég kom hingað í frí. En þegar ég fór að eiga í meiri samskiptum við Ís- lendinga og kynnast þeim þá fann ég þetta vel,“ segir hún. En í hverju felst þessi munur helst? „Í Dan- mörku er meiri fókus á „fællesskab“ sem snýst um að allir eru jafnir og það þarf ekki að taka mikið tillit til þess. Hér þekkist fólk svo vel og er kannski ekki eins formlegt og þarf ekki endilega að kynna sig. Danir eru líka mikið skipulagðari en Ís- lendingar, en það getur verið bæði gott og slæmt,“ segir Greta og bæt- ir því við að bæði lönd hafi marga kosti og galla. Skólakerfið í Danmörku Greta segir áherslur í skóla vera aðr- ar í Danmörku en í íslenskum skól- um. „Danir leggja meiri áherslu á að kenna börnum samvinnu frekar en að hafa bara fókus á bóklegt nám þó vissulega sé það líka kennt. Það eru bara ekki jafn strangar kröf- ur held ég. Skólinn snýst rosalega mikið um að börnunum líði bara vel og það er mikið meiri sveigjan- leiki í skólakerfinu. Sum börn byrja ári seinna í grunnskóla en jafnaldr- ar því þau eru kannski ekki tilbúin. Svo eru sum sem hoppa yfir bekki ef þau eru komin á undan jafnöldr- um sínum. Við fórum líka aldrei í próf fyrr en í áttunda bekk og það voru fleiri munnleg próf en skrif- leg. En ég fann það alveg líka að þegar ég hitti íslenska krakka voru þau oft komin mikið lengra en ég til dæmis í stærðfræði og svoleið- is,“ segir Greta. „Ég heyri líka oft Íslendinga sem fara til Danmerk- ur í háskóla tala um hversu skrýt- ið skólakerfið er þar. Allt í einu þarf fólk bara að tala um tilfinningar sín- ar í tíma og vera í mikilli hópvinnu, fara að spjalla meira saman í skól- anum og hlusta hvert á annað en ekki bara á kennarana,“ segir Greta og brosir. „En ég er hrifin af þessu kerfi í Danmörku og vil kenna mín- um börnum þessar áherslur. En ég er líka hrifin af skólum á Íslandi og þykir mikilvægar áherslur þar. Ég held að blanda af báðu væri best.“ Bjó í hálft ár í Bandaríkjunum Eftir grunnskóla tók Greta eitt ár í undirbúning fyrir framhaldsskóla en það er mjög algengt í Dan- mörku. „Þetta er kallað aukaár og þarf oft að taka ef þú ætlar í iðn- nám. En þetta er líka góður undir- búningur fyrir þá sem eru ekki al- veg tilbúnir í framhaldsskólann,“ segir Greta. „En eftir framhalds- skóla vissi ég ekkert hvað ég vildi gera í framtíðinni svo til að byrja með fór ég bara að vinna í verslun.“ Tvítug fór Greta til Bandaríkjanna þar sem hún bjó hjá frænku sinni í hálft ár og passaði litla stelpu. „Hún var bara tveggja mánaða þegar ég kom út en mamman fékk ekkert fæðingarorlof. Frænka mín sem ég bjó hjá var oft með öðrum konum að gera skartgripi úr perlum, svona aðeins fínni en þessa sem maður gerði sem barn. Ég prófaði það að- eins og fannst mjög skemmtilegt. Mér hefur alltaf þótt gaman að föndra og vinna með höndunum, alveg síðan ég var krakki.“ Ákvað að verða gullsmiður Þegar Greta kom frá Bandaríkjun- um ákvað hún að skrá sig í grunn- nám í gullsmíði. „Skólinn tók hálft ár en svo þurfti ég að komast á samning í þrjú og hálft ár til við- bótar. Mér þótti námið ótrúlega skemmtilegt en það var mjög erfitt að fá samning. Mamma sagði mér eftir á að þegar ég kom til henn- ar og sagðist vilja læra gullsmíði hugsaði hún strax að líkurnar á að það myndi takast væru mjög litl- ar. Það var bara svo erfitt að kom- ast á samning. Hún sagði þetta samt aldrei við mig á þeim tíma. Hún studdi bara við bakið á mér og hvatti áfram,“ segir Greta. Eftir tveggja mánaða leit varð hún hepp- in og fann gullsmið sem vildi taka hana á samning á stað sem heitir Milas og er í næstu götu við Strikið í Kaupmannahöfn. „Þegar ég kom þangað sagði eigandinn við mig að það hefðu nokkrir úr bekknum mínum prófað að koma til þeirra en ekki passað inn og því varð ekkert úr því. Ég varð því rosalega stressuð á þeim tímapunkti,“ segir Greta og hlær. Allt gekk vel hjá henni og eft- ir prufutímann fékk hún að halda áfram og klára samninginn á Milas. „Ég passaði bara mjög vel inn.“ Flutti til New York Eftir að hafa klárað samninginn ákvað Greta að fara til New York. „Mér var alveg sama þó ég myndi fara ein, ég var alveg ákveðin að fara. En ég var heppin því vinkona mín varð rosalega spennt þegar ég sagði henni frá þessum áform- um mínum og ákvað að koma með. Þriðja vinkonan bættist svo í hóp- inn svo við fórum þrjár saman,“ segir Greta. Þær fóru út í þrjá mánuði og bjuggu í Brooklyn og unnu hver á sínu gullsmíðaverk- stæðinu. „Við bjuggum í hverfi sem var svona mitt á milli þess að vera gott og slæmt en okkur leið mjög vel þar og upplifðum okkur aldrei óöruggar. Ekki einu sinni eftir að við föttuðum að það væri ekki hægt að læsa gluggunum,“ segir Greta og hlær. „Í New York vinnur þú til að byrja með bara frítt því menntun- in skiptir í raun engu í þessu heldur bara reynslan. Svo er þessi iðnað- ur þar mikill karlaheimur og mest bara gyðingar. Okkur var því ekk- ert rosalega vel tekið,“ segir Greta og hlær. En við fundum þrjár kon- ur sem vildu okkur í vinnu. Þetta var frábær reynsla og æðislegt að fá tækifæri til að prófa að vinna í New York. Mér þykir frábært að fá að kynnast annarri menningu og upplifa öðruvísi fólk en ég er vön og það var svo sannarlega hægt þarna,“ segir hún og brosir. Kynntist Kára Eftir þrjá mánuði í New York þurftu þær að fara aftur heim en „Skartgripum fylgja oft miklar tilfinningar“ segir Greta María gullsmiður í Stykkishólmi Greta María gullsmiður í Stykkishólmi. Greta að pússa hring sem hún var að vinna að. Næst tók hún upp eldinn. Hringir úr nýrri línu eftir Gretu en línan tengist sjónum. Eyrnalokkar með fallegum perlum úr nýrri línu eftir Gretu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.