Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 107
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 107
leiðari, samgöngur og fleira. Þetta
skiptir allt máli. Það hefur t.d.
áhrif hvort verið sé að undirbúa
vindmyllugarða í nágrenninu, það
hefur greinilega neikvæð áhrif.
Ég upplifi það þó þannig að menn
séu ekkert á móti vindmyllum, en
þeir vilja bara ekki hafa þær við
laxveiðiár eða þar sem fólk er í út-
reiðum eða við tamningar. Þetta
vita allir sem hafa farið nálægt
vindmyllum, það er dálítill hvinur
af þeim,“ segir Magnús, en hann
telur víða hægt að koma upp vind-
myllum fjarri byggð.
Getur verið viðkvæmt
„Sölumeðferð er alltaf erf-
iðari þegar það eru mjög margir
eigendur að jörð sem á að selja.
Mjög víða hafa orðið ættliðaskipti
á jörðum án þess að gengið sé frá
eignarhaldi. Við getum nefnt sem
dæmi; eign er í eigu fimm systk-
ina, fjögur þeirra hafa flutt burtu
en eitt verður eftir. Sá sér um
rekstur búsins í jafnvel áratugi og
fellur svo frá eða eitthvað breyt-
ist. Þá kemur í ljós að eigend-
ur jarðarinnar er hópur fólks sem
ekki er endilega sammála um
hvað skuli gera í stöðunni. Þetta
geta verið ótrúlega miklar flækj-
ur, ekki síst ef ábúandinn hefur
aukið verðmæti jarðarinnar með
byggingum sem hann hefur einn
staðið kostnað af. Þetta geta ver-
ið erfiðar aðstæður og það þarf að
vera með mikla yfirvegun til að
komast í gegnum hvernig skuli
standa að sölu jarðarinnar þegar
svona stendur á. Þetta tekur yfir-
leitt mjög langan tíma og það geta
verið miklar tilfinningar í spilinu.
Stundum gefast menn upp og við-
komandi jörð gæti þá hreinlega
farið í eyði.“
Verðhækkanir
Jarðir eru ekkert öðruvísi en fast-
eignir í þéttbýli hvað það varðar
að markaðurinn ræður verðinu.
Ýmislegt hefur þó breyst á þeim
árum sem Magnús hefur verið í
þessum viðskiptum. Framan af
voru jarðir gjarnan seldar innan
fjölskyldna, sem skekkti töluvert
myndina hvað verð varðaði.
„Jarðaverð hefur hækkað tölu-
vert frá því að ég byrjaði í þessu.
Þá voru miklu fleiri jarðir í rekstri
en eru í dag og yfirleitt seldu
menn jarðir til búrekstrar. Þá létu
menn búnaðarráðunauta reikna
út hvað þeir þyldu að skulda og
það var reynt að gera þetta svo-
lítið vísindalega. Bændur voru al-
mennt mjög áhugasamir um að
selja til búrekstrar, höfðu metnað
fyrir því. Það var meginreglan.
Ef menn áttu ekki bara ein-
hverja sjóði sjálfir þá gátu þeir
gjarnan keypt sér íbúð í næsta
þéttbýli fyrir jarðarverð. Bóndi
sem seldi jörð t.d. í Borgarfirði
gat keypt sér íbúð í Borgarnesi,
sá sem var í Húnavatnssýslu gat
keypt sér hús á Blönduósi. Það var
ódýrara eftir því sem lengra var
komið frá höfuðborgarsvæðinu.
Það var helst ef það voru einhver
hlunnindi, laxveiði eða eitthvað
slíkt, sem gat breytt verðinu.“
Magnús segir það hafa verið svo
til óþekkt að útlendingar hafi ver-
ið að kaupa íslenskar jarðir. „Ég
man bara ekki eftir því, það var
allavega mjög rólegt og hefur í
raun alla tíð verið. Svo hafa kom-
ið einstaka menn sem hafa brotið
upp það munstur.“
Allir þurfa góða granna
Töluverð eftirspurn hefur ver-
ið eftir jörðum undanfarin ár og
Magnús segir það nánast ein-
göngu vera Íslendinga sem hafa
aukið eftirspurnina. Mjög mikið
hafi aukist að Íslendingar sem búa
erlendis vilji eignast jarðir.
„Margir af þeim hafa sagt mér
að þeir hafi átt íbúð á höfuð-
borgarsvæðinu og finna það út
að það sé bara skemmtilegra að
eiga hús uppi í sveit. Ef menn eru
sæmilegir í mannlegum samskipt-
um er oft hægt að ná samkomu-
lagi við nágrannabændur um að
hirða túnin og sjá um girðingarn-
ar. Þetta verða kaup kaups. Flestir
eru sniðugir í því. Einstaka menn
fara t.d. út í að loka gömlum reið-
leiðum eða því um líkt, sem er
auðvitað ekki skynsamlegt. Ég er
alltaf að benda fólki m.a. á þetta.“
Þessa speki lærði Magnús af föð-
ur sínum. Hún gengur fyrst og
fremst út á að vera hluti af sam-
félagi, að láta sér lynda við ná-
granna sína og sveitunga.
Alltaf að
Magnús er orðinn 75 ára en hann
er ekki á þeim buxunum að fara
að slaka á meðan heilsan leyfir.
Hann vinnur virka daga á Fast-
eignamiðstöðinni og af fundi
við blaðamann, sem lauk klukk-
an 18, lá leið hans til dæmis aft-
ur í vinnuna að ganga frá laus-
um endum. Þá reynir hann að
vera hverja einustu helgi í Borg-
arfirðinum, enda nóg við að vera
þar; laga fjárhús, hækka skjól hjá
hestunum, mála og sitthvað fleira.
Úr Borgarfirðinum fer hann síð-
an í skoðunarferðir eftir því sem
þarf til að meta jarðir. ,,Í seinni
tíð, eftir að ég hef haft svo mik-
ið að gera, þá flýg ég meira. Á Ísa-
fjörð, Egilsstaði, Akureyri. Nema
ég tek mig einstaka sinnum til og
keyri hringinn. Tek svona fimm til
sex jarðir á tveimur, þremur dög-
um, sérstaklega á vorin. Það get-
ur samt verið erfitt, því það er svo
mikið fuglalíf á vorin og maður
má ekki keyra of hratt. Það getur
verið ótrúlega mikið af ungum á
vegum, ég er dálítill dýravinur og
gæti að þeim.“
En hefur fortíðin háð
honum í starfi?
„Í stórum dráttum hefur það
komið ótrúlega vel út. Það var að-
eins erfiðara hérna á Reykjavíkur-
svæðinu fyrst, en mér hefur þótt
það tiltölulega jákvætt að fólk veit
hver ég er, enda var ég þekktur
sem framkvæmdastjóri í Klúbbn-
um á sínum tíma.“
Magnús segir að ekki sé hægt
að upplifa það sem hann lenti í –
að sitja saklaus í fangelsi grunað-
ur um skelfilegan glæp, án þess að
það breyti manni. „Þannig er að
þegar maður lendir í mjög mikl-
um hrakningum þá heldur maður
sig til hlés á eftir.“
Góð fjárfesting
Magnús hefur um árabil tek-
ið sæti í matsnefnd eignarnáms-
bóta þegar hann er kallaður til
og nýtir þar yfirgripsmikla þekk-
ingu sína á jörðum. Sömuleið-
is hefur hann verið meðdómandi
þegar sérþekkingar hans er ósk-
að. Um tíma kenndi hann nem-
um sem voru í námi fyrir fast-
eignasala. Hann segist stundum
undra sig á því að þegar setja á ný
lög varðandi eignarhald á jörðum,
eða breyta gömlum, sé ekki meira
um að leitað sé til sérfræðinga.
,,Jarðakaup geta verið góð fjár-
festing og undrast ég að lífeyris-
sjóðir og aðrir fjárfestar, sem eiga
þolinmótt fé, skuli ekki fjárfesta
meira í landi.
Jarðir eru svo skemmtilegar
að því leyti að þær margfald-
ast í verði ef það myndast eft-
irspurn eftir þeim. Bara á einni
nóttu, ef ákveðið er að búa til
einhvern byggðakjarna eða eitt-
hvað, eða það rís upp starfsemi.
Það er ódýrt að eiga land, það eru
kannski engin mannvirki og fast-
eignamatið er lágt.
Ef ég væri ungur maður og ætti
eitthvað fé mundi ég kaupa land
til að eiga. Lönd í nágrenni borg-
arinnar hafi t.a.m. margfaldast í
verði,“ segir Magnús Leópolds-
son fasteignasali að lokum. kóp
Tígull Magnúsar á hestadögum í Garðabæ 1984, knapi Hans George Gundlach
sem var þá ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi. Árný á Grímu með Frakk í taumi á hlaðinu á Hvassafelli.
Fjölskyldumynd frá 1993. María móðir Magnúsar með sonum sínum; f.v.
Elvari, Halli og Magnúsi.
Afastrákarnir Magnús og Pétur.
Árný 6 ára gömul á leið ríðandi á merinni Krús til Krossbæjar sem er næsti bær við
Setberg.