Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 113

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 113
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 113 Valbjörg Jónsdóttir fæddist að Val- bjarnarvöllum í Borgarhreppi 21. maí 1895. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 19. febrúar 1971. Þeir sem hana þekktu minnast hennar með sérstöku þakklæti. Þá var Val- björg kunn fyrir hnyttin tilsvör og almenna orðheppni. Valbjörg var dóttir Jóns Guðmundssonar, bónda og hreppstjóra á Valbjarnarvöllum og Sesselju Þorbjargar Jónsdóttur konu hans, frá Eskiholti í Borg- arhreppi. Valbjörg ólst upp á heim- ili foreldra sinna að Valbjarnar- völlum í fjölmennum systkinahópi við glaðværð og gestrisni sem ein- kenndi það heimili. Þann 19. febrú- ar 1916 gengu þrjú börn þeirra Val- bjarnarvallahjóna í hjónaband. Þau voru Guðrún sem giftist Magn- úsi Jónssyni, síðar sparisjóðsstjóra í Borgarnesi, Guðmundur, síðar hreppstjóri, er kvæntist Þórunni Jónsdóttur frá Galtarholti, og Val- björg er giftist Ásbirni Guðmunds- syni. Stofnuðu heimili í Borgarnesi Þau Valbjörg og Ásbjörn stofn- uðu heimili sitt í Borgarnesi árið 1916 og þar varð það síðan. Fyrstu árin bjuggu þau í sambýli við Guð- rúnu og Magnús sparisjóðsstjóra, en síðan eignuðust þau lítið einbýl- ishús við Egilsgötu. Þar var heim- ili þeirra þar til þau gerðu maka- skipti við Kaupfélag Borgfirðinga í kringum árið 1950, þegar það fór að vinna að byggingu verslunarhúss síns við Egilsgötu. Þá eignuðust þau efri hæðina í húsinu Sæunnar- götu 8 í Borgarnesi, og var heim- ili þeirra þar til æviloka. Þau Val- björg og Ásbjörn eignuðust fimm börn; Finnboga, Þorbjörn, Sigur- geir, Sesselju Sigríði og Guðjón. Ásbjörn lést 17. febrúar 1962. Eft- ir það bjó Valbjörg með Finnboga syni sínum. Valbjörg stundaði lengst af vinnu utan heimilis, svo sem í slátur- húsi Kaupfélags Borgfirðinga, við ræstingu og fleira og hélt því áfram til hins síðasta. Valbjörg hafði mik- ið yndi af því að skemmta sér með vinkonum sínum. Sérstaka ánægju hafði hún af því að spila bridge. Hún spilaði í Bridgefélagi Borg- arness og á heimilum vinkvenna sinna. Halldór E. Sigurðsson, alþingis- maður og ráðherra til margra ára skrifaði afmælisgrein um Val- björgu sem birtist í Tímanum 21. maí 1965. Í greininni segir með- al annars: „Einkenni þeirra Val- bjarnarvallasystkina er mikil „húmor“-gáfa og tónlistarhæfileik- ar. Frásagnarhæfileikar þeirra eru orðlagðir og „brandararnir“ koma af sjálfu sér. Valbjörg hefur erft þessa kosti í ríkum mæli, ýms- ar setningar hennar munu lifa um langa framtíð, þegar ræður okk- ar hinna eru löngu gleymdar. Auk þessa hefur Valbjörg erft fleiri góða hæfileika sinna ættmanna sem er þessi sígilda ró og æðruleysi. Ekki er henni eðlilegt að æðrast út af smámunum, auk þessa er hún rík af góðvild og þeim eiginleikum að gera gott úr öllu.“ Alla vega litar grænar baunir Margir minnast Valbjargar eins og áður segir með mikilli hlýju. Margar sögur lifa með Borgnes- ingum og öðrum Vestlending- um. Skessuhorn leitaði til Maríu Jónu Einarsdóttur en Valbjörg var ömmusystir eiginmanns Maríu, Hreggviðs Hreggviðssonar. María Jóna brást vel við umleitaninni og tók saman nokkrar sögur sem lýsa vel kímnigáfu og orðheppni Val- bjargar. Kunnum við henni bestu þakkir fyrir samantektina. Á mörgum legsteinum stend- ur letrað - Minning þín lifir -. Jú, þannig er það, þegar einhver yfir- gefur þetta jarðlíf þá er það minn- ingin sem lifir áfram í hugum þeirra sem þekktu þann sem kvatt hefur. Sumir skilja eftir minningar sem lifa á vörum fólks, jafnvel til næstu kynslóða. Það má segja að hnyttin tilsvör Valbjargar Jónsdóttur hafi lifað lengi eftir hennar dag og geri enn þann dag í dag. En hætt er við að mörg séu gleymd og því ekki úr vegi að setja á blað þau tilsvör sem enn lifa í minningunni. Það ber þó að hafa í huga að í áranna rás og eftir því sem fleiri segja söguna, má búast við að einhverjar breytingar hafi orðið. Þessar sögur segja ekki aðeins hvað hún var hnyttin í til- svörum, heldur jafnframt hvaða æðruleysi hún virðist hafa búið yfir. Kannski þekkja flestir söguna um Valbjörgu þegar hún bað um alla- vega litar grænar baunir í búðinni. Á mínu heimili tölum við um alla- vega litar grænar baunir, í staðinn fyrir blandað grænmeti. Þegar drengirnir voru fremur ungir að árum týndust tveir þeirra. Þeirra var leitað allan daginn, en Valbjörg var hin rólegasta heima. Er liðið var undir kvöld skiluðu þeir sér. Höfðu þeir laumað sér upp á pallinn á mjólkurbílnum sem fór upp í Fornahvamm. Þegar Val- björgu voru færðar þær fréttir að þeir væru komnir í leitirnar, þá varð henni að orði: „Já, já, ég vissi alltaf að þeir væru einhvers staðar.“ Þeir hafa örugglega drukkið einhvern óþverra Leifur bróðir Valbjargar og Finn- bogi sonur hennar bjuggu hjá henni. Og einhverju sinni komu frændur þeirra úr Reykjavík í heim- sókn. Þá lágu þeir Leifur og Bogi, þá fullorðnir menn, hver um ann- an þveran á ganginum. Svo öðrum verður að orði: „Þeir eru þreytu- legir hjá þér drengirnir, Valbjörg.“ Hún svaraði: „Þeir hafa örugglega drukkið einhvern óþverra.“ En þess má geta að þeim þótti sopinn góð- ur, eins og sagt er. Valbjörg var mikið fyrir að spila, eins og margir Borgnesingar. Þegar hún var að spila félagsvist við ungan mann, Inga Ingimundarson, spurði hún, hvort það væri tilfellið að hann væri á förum til Kaupmannahafn- ar. Hann sagði svo vera. Hún bað hann þá fyrir kveðju til Rósu systur sinnar, sem bjó þar. Hann spurði hvar í Kaupmannahöfn hún byggi. „Nálægt kirkjunni,“ sagði hún. Svo skemmtilega vildi til að kveðj- an komst til skila, þegar Ingi hitti Rósu á spilakvöldi hjá Íslendingafé- laginu í Kaupmannahöfn. Eitt sinni var Rósa systir Valbjargar í heim- sókn hjá henni. Hún var fremur fín frú. Einn daginn fóru þær systur að heimsækja Guðrúnu systur sína og aðrar vinkonur og var liðið undir kvöld þegar þær komu heim. Val- björgu verður að orði, þegar þær ganga upp tröppurnar: „Nú hef- ur vinnukonan ekkert gert í dag.“ „Nú,“ segir Rósa undrandi, „ertu með vinnukonu?“ Þá segir Val- björg: „Nei það er bara ég sjálf.“ Hænurnar þorna Valbjörg var með hænur í kofa fyr- ir neðan húsið og var stutt niður að sjó. Dag einn bönkuðu strákar upp á hjá Valbjörgu og færðu henni þær fréttir að aðrir strákar hefðu hent hænunum hennar í sjóinn. Hún lét það ekki á sig fá, en sagði: „Það er allt í lagi, þær þorna.“ Jón bróðir Valbjargar bjó á Birki- bóli ásamt Jórunni ráðskonu sinni. Jórunn hafði verið að ferðast um landið að dreifa riti Aðventista, áður en hún settist að á Birkibóli. Þær Jórunn og Valbjörg urðu kunn- ingjakonur. Einhver spurði Val- björgu hvort hún væri ekki orðinn aðventisti. „Nei, ég er sjálfstæðis- manneskja og kýs hann Halldór E.” Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá var Halldór E. Sigurðsson ráðherra, þingmaður Framsóknar. Þau Val- björg þekktust vel og skrifaði hann fallega minningargrein um hana. Þær systur Valbjörg og Guðrún, sem einnig bjó í Borgarnesi, voru eitt sinn á göngu upp á Dílatanga, sem svo er nefndur. Þar hafði ver- ið ákveðið að gera kirkjugarð. Þá segir Valbjörg: „Hér eigum við nú eftir að hvíla Gunna mín, ef okkur endist líf og heilsa.“ Þess má geta að þær voru það heilsugóðar að þær hvíla báðar í kirkjugarðinum. Leifur bróðir Valbjargar var verkamaður og sennilega ekki oft uppábúinn. Svo var það, að ver- ið var að jarða Kristófer bróður þeirra, sem var bóndi á Hamri. Þá víkur einhver sér að Valbjörgu og segir: „Mikið er hann Leifur fínn.“ Þá svarar hún: „Það er ekki að furða, hann er í fötunum af líkinu.“ Ég var svo lánsöm að kynn- ast Boga (Finnboga) vel, þar sem Hreggviður aðstoðaði hann við að vitja um net sem hann var með. Hann var einnig mjög orðheppinn og notum við fjölskyldan sum til- svör hans enn þann dag í dag. Þeir Leifur voru alltaf á reiðhjól- um, langt á undan sinni samtíð en það var ekki sport, heldur til þess að komast á milli staða. Enda betra að vera á hjóli en bíl, ef þeir voru búnir að fá sér aðeins neðan í því. Sagt er að Leifur hafi eitt sinn ekki náð beygjunni neðst í Sæunnargöt- unni og hjólað á vegginn í kringum róluvöllinn. Hann slasaðist ekki, þar sem hann lenti í sandkassan- um. Boga varð þá að orði: „Menn slasast síður þegar þeir detta og eru „mjúkir.“ Hvalurinn fékk heimþrá Einu sinni sem oftar voru vin- konurnar að spila bridge heima hjá einni þeirra. Þá segir Valbjörg þeim frá því að henni hafi verið gefið hvalkjöt (sennilega rengi) og hún hefði sett í pott og kveikt und- ir áður en hún fór að heiman. Líð- ur nú á daginn við spilamennsk- una og af og til spyrja vinkonurnar, hvort hún héldi ekki að hvalurinn væri búin að sjóða nóg. En alltaf var tekið eitt spil enn. Næst þegar þær hittast, spyr einhver þeirra Val- björgu hvernig hvalurinn hefði ver- ið þegar hún kom heim. „Æ, hann fékk heimþrá.“ Sennilega verið orðinn vel viðbrenndur, þegar hún kom heim og stutt að fara niður að sjó til að losa pottinn. Þegar við Hreggviður hittumst í fyrsta sinn og ég sagði honum að ég væri úr Borgarnesi, sagði hann að Leifur ömmubróðir sinn hefði verið að deyja. Svo hann kæmi að jarðar- för hans n.k. laugardag. Heyrði í honum í síma daginn eftir jarðar- förina, en hann ásamt Hirti móður- bróður sínum, gistu hjá Boga. Svo við tölum ekki um hvað sé langt síðan við hittumst fyrst heldur hvað sé langt síðan Leifur dó. Þegar tíu ár voru liðin frá því að Leifur dó, þá buðum við Hregg- viður, Boga og Beggu heim í ávexti og ís. Bergþóra Hafliðadóttir, ætíð kölluð Begga, bjó lengi á neðri hæðinni hjá Valbjörgu og var lítt hrifin þegar þeir frændur Bogi og Leifur voru að fá sér „neðan í því.“ Má segja að það andaði ekki sér- lega hlýju á milli Boga og Beggu. En þar sem þau sitja inni í stofu hjá okkur, hann á píanóbekknum ská- hallt fyrir aftan hana, en hann vildi ómögulega sitja á móti henni, þá snýr hún sér að Boga og segir: „Úr hverju dó hann Leifur?“ Bogi þagði og horfði upp í loftið, en þegar hún spurði í þriðja sinn, segir hann: „Hann drakk ekki nóg.“ Greinileg búinn að hugsa hvaða svar henni líkaði verst. Valbjörg lést á brúðkaupsdegi þeirra hjóna og sagt er að hún hafi lokið jarðvist sinni með sömu ró og einkenndi allt hennar líf. Vera má að einhverjir hafi heyrt þess- ar sögur á annan veg, þar sem eðli munnmæla sagna er að taka breytingum. frg/mje „Það er ekki að furða, hann er í fötunum af líkinu“ Tilsvör Valbjargar Jónsdóttur í Borgarnesi rifjuð upp Myndin er tekin í Kaupmannahöfn, í heimsókn til Rósu, systur Valbjargar. Frá vinstri: Valbjörg Jónsdóttir, Guðrún Guðmunds- dóttir, alltaf kennd við húsið Arabíu við Egilsgötu, Rósa Jónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir. Þarna sést greinilega að Rósa er fín frú. Ljósm. aðsend. Valbjörg Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.