Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 97

Skessuhorn - 15.12.2021, Blaðsíða 97
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 97 gengur og gerist, og þá hafa börn- in bæst við hópinn og komið með. Vinir og sveitungar hafa líka verið duglegir að koma með okkur. Það skemmtilega við hestamennskuna er líka að það skiptir engu hvort þú sért tveggja ára að taka þín fyrstu skref eða um nírætt að fara þínar síð- ustu ferðir. Það er ekki kynslóðabil í hestamennsku. Í okkar hestaferðum er ekkert aldurstakmark. Mummi var svona fimm ára þegar hann byrj- aði að fara með í alvöru langar ferð- ir og á sama tíma var móðurbróð- ir minn að taka sína síðustu spretti. Ég held að þeir tveir hafi notið sam- veru hvers annars mikið þennan tíma,“ segir Sigrún og bætir við að í ferðunum hafa þau til dæmis far- ið Löngufjörur, yfir í Staðarsveit, Kerlingarskarð og Skógarströnd. „Það jafnast fátt á við það að fara ríðandi á Löngufjörur og upplifa þá frelsistilfinningu sem því fylgir, kannski með um 100 hross á und- an sér. Ég upplifi mig bara eins og indíána,“ segir hún og hlær. Geðslagið verður að vera gott Sigrún og Skúli hafa nú í tæpa þrjá áratugi byggt upp sína hrossa- rækt og tamningastarfsemi í sam- starfi við Mumma og Brá, tengda- dóttur þeirra, sem komu inn í starf- semina með þeim af fullum þunga þegar reiðhöllin og gestahúsin voru byggð fyrir nokkrum árum. „Mikið vildi ég að við hefðum byggt þessa reiðhöll fyrir löngu síðan. Þetta er nú meiri lúxusinn.“ En hvern- ig byggir maður upp svona starf- semi? „Þetta er í raun bara enda- laus vinna eins og snjóbolti sem byrjar að rúlla. Við tókum vissulega við góðu búi hér af þeim bræðr- um og svo var ég alin upp í þessu hrossastússi og þekki í raun ekk- ert annað. Við höfum líka verið svo heppin að fá til okkar gríðarlega mörg hross í tamningu og þjálf- un og fengið að kynnast allskon- ar hestum og þannig oft fundið út undir hvaða stóðhest við mynd- um vilja setja undir. Ef við fáum til okkar mörg alveg frábær hross undan sama stóðhesti þá horfi ég vissulega þangað. Það fer nefnilega ekki alltaf saman dómur og geðslag en við höfum þarna einstakt tæki- færi til að kynnast geðslagi margra ólíkra hrossa undan mörgum ólík- um stóðhestum,“ svarar hún. „Lykillinn að góðri ræktun er fyrst og fremst að rækta geðgóð hross sem henta breiðum hópi fólks. Þetta hljómar kannski ein- falt en er það alls ekki. Það er svo margt í ræktun sem er tilviljunum háð. Við gefum samt ekki neinn af- slátt af ganghæfni og horfum vissu- lega á dóma líka. En skapgerðin verður að vera með. Það er nefni- lega fátt betra en að hross sem get- ur gert það gott í keppnisbrautinni en nýtist líka þeim sem ætlar að njóta, getur verið eldhugi og gæð- ingur í hæsta klassa en þegar börn fara á hann dettur allt í dúnalogn,“ segir Sigrún. Alltaf gaman að taka trippi í tamningu „Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að mér þætti þetta alltaf jafn gam- an. Auðvitað koma dagar þar sem ég hugsa hvað ég sé að gera í þessu, en sem betur fer endist það oft- ast ekki lengi. Lang oftast þykir mér þetta bara ótrúlega skemmti- legt. Ég held að það endist enginn svona lengi í hestamennsku nema hafa gaman að,“ segir Sigrún að- spurð. „Toppurinn er alltaf að fara í skemmtilegar hestaferðir í góðra vina hópi á góðum hesti í góðu veðri. Það er líka alltaf gaman að fá nýtt trippi í tamningu. Oft heyr- ir maður fólk tala frumtamningu niður en það þykir mér vera synd. Þetta er sá tími sem skipti mestu máli upp á hvernig hesturinn verð- ur. Svo er þetta líka bara einstak- lega skemmtilegur tími því mað- ur fær að fylgjast með þessum hesti mótast og fara úr því að vera trippi hlaupandi úti í haga yfir í að sýna hvað í því býr,“ segir Sigrún og brosir. Námskeið í reiðhöllinni Eins og fyrr segir komu Mummi og Brá alfarið inn í búskapinn með þeim Sigrúnu og Skúla fyrir nokkrum árum en Mummi starfar einnig sem reiðkennari og Brá er hjúkrunarfræðingur. „Mummi byrj- aði að ríða út um leið og hann byrj- aði að labba. Hann fór svo í Hóla- skóla og er reiðkennari og flakkar mikið um heiminn til að kenna,“ segir Sigrún og bætir við að einnig séu haldin námskeið í reiðhöllinni í Hallkelsstaðahlíð. „Hann var með eitt mjög athyglisvert námskeið um daginn í samstarfi við Susanne Braun dýralækni og kíróprakt- or. Það var mjög skemmtileg sam- vinna sem þau ætla að vinna meira með,“ segir Sigrún og bætir því við að Mummi hafi einnig verið með nokkur frumtamningarnámskeið auk þess sem fólk kemur reglulega til hans í reiðtíma. En var Skúli alltaf svona mikill hestamaður? „Svona aðeins. Hann var ekki með jafn brjálæðislega dellu fyrstu þegar við kynntumst og þetta gat alveg farið í báðar áttir. Hann hafði nefnilega líka mikinn áhuga á golfi og var býsna góður í því. En hann hefur rosalega gam- an að hestamennskunni og þegar við fórum á fullt í þetta var hann al- veg 110% með og hefur verið það síðan,“ segir Sigrún. „Hann tekur gjarnan hross sem eru brattari og harðari en kannski eðlilegt getur talist og nær að tjónka við þau ansi mörg.“ Ljúfsárt að kveðja hestana Hrossasala hefur tekið mikið við sér í kórónufaraldrinum og mik- il eftirspurn hefur verið eftir mik- ið tömdum og góðum reiðhest- um. „Salan út hefur verið mjög góð en hér heima hefur líka aukist eft- irspurn í þessum faraldri. Ég held það sé því fólk er minna að ferðast og hefur meiri tíma og pening og langar að koma sér af stað. Ég get allavega sagt að ég vildi óska þess að ég hefði getað selt jafn mörgum góðan byrjendahest og óskuðu eftir því síðustu tvö ár,“ segir hún. Sigrún segir að í gegnum árin hefur oft verið lítil virðing borin fyrir geldingum og fólk frekar sóst Sigrún á Gangskör. Ung Sigrún með heimalningana í Hallkelsstaðahlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.