Skessuhorn


Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 25

Skessuhorn - 15.12.2021, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2021 25 Nýjar bækur! Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar hefur unnið greinargerð um sameiningu sveitarfélaganna. Með vísan til þeirrar greiningar er það álit nefndarinnar að fram skuli fara atkvæðagreiðsla meðal íbúa sveitarfélaganna um sameiningu sveitarfélaganna í eitt. Álit nefndarinnar og greinargerð hafa fengið tvær umræður í sveitarstjórnum sveitarfélaganna, án atkvæðagreiðslu, samkvæmt 2. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Atkvæðagreiðsla um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fer fram laugardaginn 12. febrúar 2022 í báðum sveitarfélögunum. Við ákvörðun um kjördag hefur þess verið gætt að tillagan verði kynnt íbúum með a.m.k. tveggja mánaða fyrirvara eins og áskilið er í 4. mgr. 119. gr. sveitar- stjórnarlaga nr. 138/2011. Tillaga að sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar Heimasíða sameiningarviðræðnanna er uppfærð reglulega og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með framvindu verkefnisins á slóðinni www.snaefellingar.is Þann 1. september síðastliðinn létu hjónin Jökull Helgason og Guðný Elíasdóttir drauminn sinn verða að veruleika þegar þau fluttu búferl- um í sveitina. Verandi bæði mik- ið hestafólk var hestamennskan orðið það fyrirferðarmikið áhuga- mál og stór hluti af þeirra daglega lífi að ákveðið var að þau færðu sig um set frá Akranesi að Mófells- stöðum í Skorradal. „Sem land- laus kaupstaðarbúi er erfitt að vera með umsvifamikla hestamennsku. Því ákváðum við að flytja í sveit og sameina áhugamálin og heim- ilið á einum stað. Okkur hafði líka hvort sem er dreymt um að flytjast í sveitina,“ segja Jökull og Guðný um nýja heimilið sitt. Skagakona og Snæfellingur Guðný er fædd og uppalin á Akra- nesi en Jökull er frá Hrauns- múla í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Þau kynntust árið 2015 í gegnum vinnuna og hafa verið saman síðan árið 2016. Samtals eiga þau fimm börn: Stefaníu 23 ára, Örnu Jöru 20 ára, Andreu Ínu 17 ára, Birtu Krist- ínu 14 ára, Elías Marvin 12 ára, auk þess sem þau eiga tvo tengdasyni, Ísak Atla og Alexander Örn. Guðný starfaði sem deildarstjóri skipulags- og byggingarmála hjá Borgar- byggð og Jökull vinnur hjá Verkís verkfræðistofu í Borgarnesi. „Utan vinnu finnst okkur fyrst og fremst gaman að hestamennskunni og bú- störfunum almennt, en annars verj- um við miklum tíma í útivist og ferðalög,“ segja hjónin á Mófells- stöðum. Sakna vina og Guðlaugar Mófellsstaðajörðin í Skorradal er talin vera um þúsund hektarar að stærð og þar af er ræktað land um 45 hektarar. „Við erum með kind- ur, nautgripi, hross, hænur og tvo hunda. Auk þess ræktum við kart- öflur,“ segja Jökull og Guðný en áður voru þau búsett í Grunda- hverfi á Akranesi og höfðu verið þar síðan árið 2017. Þrátt fyrir að vera að upplifa drauminn sinn og njóta alls þess góða sem sveitin býð- ur upp á er ýmislegt sem þau sakna við gamla umhverfið sitt. „Ég sakna auðvitað fjölskyldu og vina,“ svarar Guðný en hún er fædd og uppalin á Akranesi og því rótgróin Skaga- kona. „Ég sakna helst Guðlaugar, heita pottsins við Langasand, en það er einstakur staður sem gott er að heimsækja eftir annasam- an vinnudag, horfa á stjörnubjart- an himininn og hlusta á öldurótið í sjónum,“ bætir Jökull við. Einstök fegurð Umhverfið í kringum Mófellsstaði er afar fallegt, þar er mikil fjallasýn með fossum, lækjum og ám. „Hér er stórbrotin náttúra og einstök feg- urð. Bærinn hér á Mófellsstöðum stendur í miðju heimatúni norð- austan undir Mófelli, sem bærinn dregur nafn sitt af, og vestan við ána Kaldá,“ lýsir Jökull. „Í bakgrunni er svo meðal annars Skarðsheiði, Skessuhorn og Andakílsá,“ bæt- ir hann við. Á Mófellsstöðum eru tvö íbúðarhús, þrílyft 95 ára gamalt hús, byggt árið 1926 og tvílyft hús byggt árið 1984. „Á meðan unnið er að breytingum í nýrra íbúðar- húsinu, búum við tímabundið í því gamla og fer vel um okkur þar, enda góður andi í húsinu sem að mörgu leyti er sögufrægt. Í kjallara hússins var, og er, verkstæði Þórðar blinda Jónssonar (1874-1962), en þar fyr- ir ofan var skólastofa þegar farskóli var starfræktur í húsinu,“ segir Jök- ull um sögu hússins. Guðný og Jök- ull segjast ætla að halda látlaus jól í ár. „Þau verða friðsæl jól í gamla húsinu á Mófellsstöðum í ár. Nýtt ár leggst vel í okkur. Við höldum að þetta verði ár tækifæranna, fullt af skemmtilegum áskorunum og verk efnum sem vonandi bíða okk- ar,“ segja þau að endingu. glh. Ljósm/ aðsendar. Landlaus kaupstaðarbúi flutti í sveit -rætt við hjónin á Mófellsstöðum í Skorradal Hjónin Guðný og Jökull á Mófellsstöð- um í Skorradal. Mófellsstaðir í Skorradal. Fjárhúsin á Mófellsstöðum eftir smölun í haust.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.