Skessuhorn


Skessuhorn - 11.05.2022, Síða 37

Skessuhorn - 11.05.2022, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2022 37 Pennagrein Pennagrein Pennagrein Pennagrein Það er hverju sveitarfélagi nauðsyn- legt að stækka og vaxa eigi það að halda velli og því mikilvægt að sveitarstjórn Borgarbyggðar hugi vel að þeim málum. Til þess að fólk og fjölskyldur vilji flytja á nýj- an stað þarf ýmislegt að ganga upp. Oftast horfir fólk fyrst til skólamála og gæða þeirra því börnin okk- ar eru jú framtíðin. Börnin okk- ar munu taka við okkar störfum og skapa ný, samfélaginu til heilla og því er mikilvægt að hlúa vel að mál- efnum barna. Borgarbyggð er eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem státar af öllum skólastigum; leik- skóla, grunnskóla, menntaskóla og háskóla. Hér er lögð áhersla á menntun barna, unglinga og full- orðinna með sterkum og fram- sæknum skólum. En við getum ekki látið þar við sitja. Við verðum að halda áfram í þróun skólastarfs og vera framsækin og vel upplýst. Við í Samfylkingunni/Viðreisn leggjum mikla áherslu á fræðslu- og tómstundamál og er það stefna okkar að gera leikskóla gjaldfrjálsa í raunhæfum skrefum, með það fyrir augum að jafna aðstöðumun barna og fjölskyldna. Við viljum auka áherslu á upplýs- ingatækni, upplýsingalæsi, ábyrga netnotkun og stafræna borgaravit- und í grunnskólunum. Einnig þarf að efla stoðþjónustu í leik- og grunnskólum og auka tækni- væðingu grunnskólanna. Stöðugt er verið að tala um að verið sé að undirbúa nemendur undir störf framtíðarinnar sem við vitum ekki hver verða, því ætti ein tölva/tæki á nemanda í unglingadeild að vera eðlileg krafa. En skólamálin eru ekki það eina sem fjölskyldur horfa til þegar hug- að er að flutningi í nýtt sveitar- félag. Atvinnu- og húsnæðismál þurfa að vera í góðum gír og þar þarf Borgarbyggð að spýta í lóf- ana. Hér þurfa að vera störf fyr- ir íbúa, nýja jafnt sem þá sem fyrir eru. Fjölbreytt atvinnutækifæri svo allir finni áhuga sínum, menntun og metnaði góðan farveg. Við þurf- um að efla atvinnusköpun í sveitar- félaginu, laða til okkar fyrirtæki, stór og smá og vera þá tilbúin með húsnæði og/eða lóðir til byggingar atvinnuhúsnæðis. Einnig þarf að hlúa vel að þeirri atvinnusköp- un sem fyrir er í héraðinu og má í því sambandi taka sem dæmi land- búnað, garðyrkju og ferðaþjónustu og mikilvægt er að standa vörð um hagsmuni þeirra. Svo þarf húsnæði og lóðir til húsbygginga að vera til staðar og því viljum við að lokið verði við gerð deiliskipulags fyrir öll svæði í Borgarnesi á næstu fjór- um árum. Að auki þarf að skoða möguleika á uppbyggingu annarra þéttbýliskjarna í sveitarfélaginu. Samfylkingin/Viðreisn ætlar einnig að styðja við frumkvöðlastarf og nýsköpun og móta framtíðar- sýn varðandi íbúafjölgun, fjölg- un atvinnutækifæra, þjónustu við ferðamenn og ánægju íbúa. Heilsa og vellíðan íbúa og auk- in lífsgæði skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli þegar við veljum okk- ur sveitarfélag til að búa í. Borg- arbyggð er heilsueflandi samfélag og við í Samfylkingunni/Viðreisn horfum til þess að auka sjálfstæði og vitundarvakningu íbúa í lýðheilsu- málum, útvíkka frístundastyrkinn svo börn og fjölskyldur geti notað hann í hvaða tómstundir sem er, hvar sem er á landinu og styðja vel við ungmennastarf. Bygging nýs íþróttahúss í Borgarnesi í samvinnu við íþróttahreyfinguna og íbúa er einnig stór þáttur í heilsueflingu og aukinni vellíðan íbúa. Að því sögðu ætlum við í Samfylkingunni/ Viðreisn að þrýsta á ríkið að taka málefni heilsugæslunnar til gagn- gerrar endurskoðunar. Hér þarf að fjölga fastráðnum læknum og skapa heilbrigðisstarfsfólki ákjósanlegan vinnustað til lengri tíma. Mikilvægt er að haft sé samráð við þjónustu- þega um mótun stefnu í þeirra mál- um og efla samstarf Borgarbyggð- ar og HVE með velferð íbúa að leiðarljósi. Stolt hvers sveitarfélags tengist oftar en ekki menningu. Menn- ing hefur bæði félagslegan og efna- hagslegan ávinning og skapandi greinar verða sífellt meira áberandi í atvinnulífinu og við það bætist að eftirspurn eftir hvers konar list er stöðugt að aukast. Mikilvægt er að styðja vel við þá menningarstarf- semi sem fyrir er hvar sem er í hér- aðinu og auka sýnileika hennar, sem og að gefa nýju listafólki tækifæri á að sýna og sinna list sinni hér. Sam- fylkingin/Viðreisn vill að starfsemi Safnahússins sé efld og bókasafnið sé gert að vinsælum íverustað barna og fullorðinna. Að stutt sé við sam- vinnu milli þeirra aðila og félaga- samtaka sem starfa í listum og menningu í sveitafélaginu og kanna möguleikann á stofnun varðveislu- seturs fyrir safnmuni í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Þetta og margt fleira ætlum við í Samfylkingunni/Viðreisn að vinna að fáum við kjörgengi þann 14. maí næstkomandi. Við ætlum að vinna að hag Borgarbyggðar í öll- um skilningi þess orðs, við ætlum að vinna fyrst og fremst fyrir Borg- arbyggð. Settu X við A! Anna Helga Sigfúsdóttir Höf. er leikskólakennari og skipar 4. sæti sameiginlegs framboðs Sam- fylkingarinnar og Viðreisnar í Borg- arbyggð. Borgarbyggð - samkeppnishæft sveitarfélag Á Akranesi er hlutfall eldri borgara hátt og er fyrirséð að þessi flotti hóp- ur á eftir að stækka talsvert á kom- andi árum. Með hækkandi aldri má alveg búast við að færni fari minnk- andi, þó hraðinn á því ferli sé mjög einstaklingsbundinn og flestir vilja lifa sjálfstæðu lífi á sínu heim- ili. Margir geta verið lengi og jafn- vel ævina á enda heima. Þá er hægt að nýta stuðning félagsþjónustu og heimahjúkrunar ef þörf er á því. Það er þó ekki úrræði sem hentar öll- um. Einhverjir einstaklingar þurfa að komast á hjúkrunarheimili. Biðlist- inn er langur í varanlega vistun á Höfða og margir einstaklingar í mik- illi þörf. Á Höfða eru 74 rými og tvö hvíldarpláss. Um 40 einstaklingar eru á bið eftir varanlegri vistun og milli 50-60 einstaklingar eiga samþykki fyrir allt að 6 vikum á ári í hvíldar- pláss. Það að komast í hvíldarinnlögn er úrræði sem styður vel við einstak- linga og fjölskyldur þeirra og verður oft til þess að fólk fær lengri tíma á heimili sínu. En svo er það hópurinn sem er á milli. Einstaklingarnir sem þurfa talsverða aðstoð, stuðning og félagsskap en þó ekki svo mikinn að þörf sé á hjúkrunarrými. En hvað getum við gert og hvað verður að gera? Ég tel mikilvægt að Akranes geri sér framtíðarstefnu í öldrunarmálum. Mikilvægt er að á Akranesi verði far- ið í byggingu þjónustuíbúða. Búset- uform í þeirri mynd eykur lífsgæði margra einstaklinga. Þjónustuíbúð- ir þar sem hægt er að fá aðstoð við athafnir daglegs lífs, félagsskap og öryggi. Efla þarf starf félagsþjón- ustu, ráða inn fleiri fagaðila og byrja að nýju að sinna þessari þjónustu alla daga ársins. Við á Akranesi erum heilsueflandi samfélag og tel ég mikilvægt að koma af stað verkefni sem stuðlar að auk- inni líkamlegri færni og styrk. Nokk- ur sveitarfélög hafa innleitt Janus heilsueflingu með góðum árangri. Það verkefni snýst um að koma á fót mark- vissri heilsu- eflingu með lýðheilsutengdu inngripi og má líta á það sem forvarnarverkefni. Ávinn- ingurinn af slíku verkefni hefur ver- ið sá að einstaklingar geta tekist á við athafnir daglegs lífs lengur en ella og þannig getað búið lengur í sjálfstæðri búsetu. Þá eru lífsgæði meiri og ein- hverjir hafa haft tækifæri til að vera lengur á vinnumarkaði. Fjöldi einstaklinga sem greinist með heilabilun hefur aukist mikið og aldur við greiningu hefur farið lækk- andi. Þetta er hópur sem þarf sértæk- ari úrræði og mikilvægt er að styðja við þessa einstaklinga og fjölskyldur þeirra. Ég óska eftir ykkar stuðning í komandi sveitarstjórnarkosningum. Gerum Akranes að framúrskarandi bæ fyrir alla að búa í, unga sem aldna. XD- fyrir Akranes Ragnheiður Helgadóttir Höf. er hjúkrunarfræðingur og skip- ar 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Flestir vilja lifa lengi, en enginn vill verða gamall Velferðarmál er málaflokkur sem í eðli sínu snertir alla íbúa sveitarfélaga. Mál- efni fatlaðra eru þar á meðal en það var árið 2011 sem sá málaflokkur fluttist frá ríki til sveitarfélaga. Frá fyrsta degi hafa Akurnesingar sinnt þessum mála- flokki af fremsta megni og í samræmi við skyldur okkar og gott betur. Besti mælikvarðinn á þá góðu þjónustu er allt það góða fólk sem flutt hefur til Akraness til þess að njóta okkar góðu þjónustu. Vissulega er það krefjandi verkefni að mæta öllum þeim ólíku þörfum sem þarf að sinna en það hef- ur okkur tekist. Ekki síst vegna okkar góða og hæfa starfsfólks. Við yfirfærslu málaflokksins fylgdu ákveðnar tekjur frá ríkinu til sveitar- félaganna. Reynslan síðan yfirfærslan átti sér stað hefur hins vegar leitt í ljós að tekjurnar hafa ekki verið í takti við þau verkefni sem færð voru yfir og þau verkefni og kröfur sem hafa bæst við síðar. Sú umræða má hins vegar aldrei beinast að þeim sem þurfa á þjónust- unni að halda. Þetta er verkefni sem þarf að leysa og það gera Skagamenn. Mörg verkefni bíða okkar og skal þar fyrst nefna uppbyggingu Samfélags- miðstöðvar og frekari uppbyggingu íbúða fyrir fatlað fólk. Um þau skref hefur náðst góð sam- staða í bæjarstjórn. Það má hins vegar alltaf gera betur og í þessum málaflokki megum við ekki sofna á verðin- um. Okkur getur greint á um leiðir en markmiðið verður alltaf að velja farsæl- ustu leiðina. Málefni fatlaðs fólks mega aldrei verða pólitískt bitbein. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa sem fulltrúi í Velferðar- og mannréttindaráði unnið að málefnum fatlaðs fólks og það mun ég gera áfram fái ég til þess stuðning. Þess vegna óska ég þess kjósandi góður að þú setjir X við D – fyrir Akra- nes. Einar Brandsson Höf. skipar annað sætið á lista Sjálf- stæðismanna á Akranesi. Velferðarmálin verða ætíð í öndvegi Síðustu ár hefur uppbygging verið mikil í Hvalfjarðarsveit og samfélag- ið okkar stækkað ört. Mikil eftirspurn er eftir lóðum til nýbyggingar í þétt- býlisstöðum sveitarfélagsins og ásamt því höfum við verið að sjá aukningu í nýbyggingum í dreifbýlinu. Sé rétt haldið á spilunum getur þessi þróun svo sannarlega haldið áfram og gert það að verkum að sveitarfélagið okk- ar stækki og dafni vel á næstu kom- andi árum. Íbúafjölgun hefur verið þónokkur síðustu ár en þó má greina það að stór hluti þeirra sem velja að setjast hér að er fólk sem er að búa sig undir að setjast í helgan stein, fólk sem velur rólegt umhverfi í nálægð við þá fallegu náttúru sem Hvalfjörður hef- ur að bjóða. Við sjáum þetta vel í því að fjölgun í leik- og grunnskólanum hefur ekki verið í samræmi við fjölgun íbúa síðustu ár, þessu þarf svo sannar- lega að breyta. Fyrir eðlilega íbúaþróun vantar mikið upp á að fólk á aldrinum 20 - 35 ára hafi möguleika á því að setjist að í Hvalfjarðarsveit. Hingað til hef- ur það verið nánast ómögulegt fyrir fólk á þessum aldri að finna sér hús- næði, enda lítið annað í boði en að kaupa sér lóð og byggja einbýlishús. Í flestum tilfellum hefur ungt fólk sem er að stofna fjölskyldu ekki burði eða getu til að fara út í slíka framkvæmd. Hvalfjarðarsveit þarf að gera betur í lóðaframboði, við þurfum að geta boðið ólíka kosti til nýbygginga bæði minni og stærri lóðir, fyrir minni og stærri íbúðir og að þannig skapist frek- ari möguleikar fyrir fjölbreytni íbúa í þéttbýliskjörnunum okkar. Getur verið að ástæða þess að ungt fólk hverfi frá því að velja Hvalfjarðar- sveit sem góðan búsetukost sé sú að fjarlægð frá þéttbýli að grunnskóla er mikil? Grunnskólinn okkar og sú þjónusta sem byggist gjarnan upp í kringum skólasamfélag svo sem að íþróttahús er ekki til staðar í Melahverfi, umræðan um að skólinn okkar sé ekki á réttum stað innan sveitarfélagsins, hefur auk- ist síðustu ár. Því er ég sammála. Mín skoðun er sú að það eigi að vinna að því á næstu 10 - 15 árum að koma allri grunnþjónustu í Melahverf- ið. Byrja á að byggja nýjan leikskóla, í framhaldinu verði byggt íþróttahús, svo verði byggður skóli og að lokum bætt við sundlaug. Ákjósanlegt væri að þetta yrði allt í frekar einföld- um en hent- ugum eining- um sem tengd- ust saman. Með þessu myndast stór og sterk eining og mikil samlegðaráhrif væru til staðar, til að mynda eitt mötuneyti. Þetta eru stórar og miklar hug- myndir en ég er sannfærð um að Hval- fjarðarsveit hafi alla burði til að stefna að þessu með skynsamlegum hætti á næstu árum. Ég vil horfa til framtíðar, hætta að horfa í baksýnisspegilinn og tala sífellt um hvað hefði mátt betur fara. Við íbúar Hvalfjarðarsveitar þurf- um að horfa fram á veginn, hugsa um hvernig samfélag við viljum að byggist upp fyrir börnin, barnabörnin okkar og komandi kynslóðir. Ég er tilbúin að vinna þessum málum framgang ásamt öðrum þeim málum sem þarf að huga að til að gera gott samfélag enn betra. Saman getum við meira. Ég óska eftir stuðning þínum þann 14. maí. Elín Ósk Gunnarsdóttir, Belgsholti í Hvalfjarðarveit. Framtíðin er björt!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.