Morgunblaðið - 16.04.2022, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. APRÍL 2022
i í vesturbyggð
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán Einar Stefánsson
Mikill uppgangur hefur verið í Vest-
urbyggð undanfarin ár eftir nokkra
lægð áratugina á undan. Verkefni
sveitarfélagsins miðast mjög við það
að stuðla að skynsamlegri uppbygg-
ingu innviða í samræmi við upp-
ganginn og frekari vöxt, sem í vænd-
um er.
Þau Jón Árnason, oddviti N-
listans, og Anna Vilborg Rúnars-
dóttir, sem er í 2. sæti Sjálfstæð-
isflokks og óháðra, leggja bæði
áherslu á að framboðin hafi ekki
beina skírskotun til landsmála-
stjórnmála, framboðin séu um fólk
en ekki hugmyndafræði..
Verkefnin fyrir næsta kjörtímabil
segja þau felast í því að hlúa að íbú-
um og innviðum, svo það haldist í
hendur við þróttmikla atvinnu-
uppbyggingu undanfarinna ára.
Hún hafi haft mikil áhrif á mannlífið,
fólk sé farið að flytjast í bæinn og
mörg ný atvinnutækifæri skapast.
Samgöngur í brennidepli
Enn fremur sé brýnt að horfa til
samgangna innan svæðisins. Í bí-
gerð sé að taka upp heimastjórnir,
eins og gert hafi verið með ágætum
árangri í Múlaþingi. Liður í því
kunni að vera frekari sameiningar
og þar horfa menn fyrst til Tálkna-
fjarðar. Þar sé mikil samvinna fyrir
og aðstæður ekki með sama hætti og
þegar Tálknfirðingar höfnuðu sam-
einingu á liðinni öld.
Jón telur að í kjölfar sameiningar
náist ekki aðeins markmið um sam-
legðaráhrif, heldur einnig á sviði
samgangna og nefnir jarðgangagerð
í því samhengi, þar hafi svæðið setið
eftir. Anna Vilborg samsinnir því og
telur að um of sé horft á íbúafjölda í
því samhengi. Nær sé að horfa til
umferðarinnar og þeirra verðmæta,
sem streyma um samgönguæðarnar.
Þau nefna fleiri vaxtaverki sveit-
arfélags í miklum vexti, þar sem
húsnæðismálin séu ofarlega á blaði.
Þar hafi ekki staðið á sveitarfé-
laginu, en vandasamara hafi reynst
að laða að verktaka til uppbyggingar
íbúðarhúsnæðis. Þar að baki búi
ýmsar ástæður, sem tæplega hverfi í
bráð. Þrýstingurinn sé ekki minni
vegna aukinna atvinnuumsvifa, en
hýsa þurfi aðvífandi iðnaðarmenn,
sem þangað komi tímabundið til
starfa.
Eins megi nefna innviði á borð við
leikskóla, sem sé aðeins nokkurra
ára gamall, en samt sprunginn.
Þrátt fyrir að vöxturinn und-
anfarin ár hafi verið mest áberandi í
fiskeldi og kalkþörungum standi hin
gamla burðarstoð, sjávarútvegurinn,
enn fyrir sínu, eins og sjá megi af
komu nýs togara til Patreksfjarðar
fyrir skömmu.
Ekki horfa menn þó síður til þess
að enn séu ýmis atvinnutækifæri
ónýtt. Ekki sé óvarlegt að gera ráð
fyrir því að ferðaþjónusta aukist á
næstu árum og eins sé verulegt rými
til aukinna umsvifa í fiskeldi sé litið
til útreiknaðs burðarþols lífríkisins.
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Patreksfjörður Fiskiskip Odda, Patrekur BA64, kemur til hafnar en sjávarútvegur er ein helsta stoð atvinnulífsins.
Uppbygging innviða
í takt við uppsveiflu
- Samgöngubætur innan svæðisins forsenda frekari vaxtar
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Vesturbyggð Bæjarfulltrúarnir og frambjóðendurnir Jón Árnason og Anna
Vilborg Rúnarsdóttir í viðtali við kosningahlaðvarp Dagmála vestra.
Patreksfjörður●
●Bíldudalur
REYKHÓLA-
HREPPUR
ÍSAFJARÐARBÆR
SÚÐAVÍKUR-
HREPPUR
TÁLKNA-
FJÖRÐUR
Látrabjarg
FRIÐLAND Í
VATNSFIRÐI
FRIÐLAND Á
LÁTRUM
Rauðisandur
Arnarfjörður
Patreksfjörður
Tálknafjörður
Vatnsfjörður
Dýrafjörður
Flatey
Breiðafjörður
Vesturbyggð
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
ÍBÚAR
1.131
AFGANGUR*
-266 m.kr.
HEILDARSKULDIR 2022
2,3 ma.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2022: 131%
2025: ˜131%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
905
FLATARMÁL
1.336 km²
55%
Karlar
Konur
45%
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
50
100
150
200
250
300
350
> 7051-7031-5018-30< 18
Vesturbyggð varð til 1994 við sameiningu Barðastrandarhrepps, Rauðasandshrepps, Bíldu-
dalshrepps og Patrekshrepps, en Tálknfirðingar afþökkuðu gott boð. Hefðbundinn sjávar-
útvegur er grunnstoð atvinnulífs, en kalkþörungavinnsla og fiskeldi hafa skotið nýjum og
sterkum stoðum undir það, auk þess sem ferðaþjónusta blómstrar í rómaðri náttúrufegðurð.
•Þingeyri
•Tálknafjörður
•Hrafnseyri
Brjánslækur•Birkimelur•
Flókalundur•
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum*
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
698
573
82%
N-listinn er með hreinan meirihluta
Bæjarstjóri: Rebekka Hilmarsdóttir
Forseti bæjarstj.: Iða Marsbil Jónsdóttir (N)
■ D Sjálfstæðisflokkur og óháðir 45,7% 3
■ N Ný sýn 54,3% 4