Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2022, Side 4

Læknablaðið - 01.01.2022, Side 4
4 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 11 Hákon Björn Högnason, Vigdís Fjóla Stefánsdóttir, Eirný Þöll Þórólfsdóttir, Jón Jóhannes Jónsson, Hans Tómas Björnsson Aukin notkun á erfðaheilbrigðisþjónustu á Íslandi árin 2012-2017 Síðustu tvo áratugi hefur orðið bylting í erfðalæknisvísindum. Frá kapphlaupinu um raðgreiningu erfðamengis mannsins við upphaf aldarinnar hefur framþróun í raðgrein- ingartækni og erfðalæknisþjónustu verið hröð. Einnig hefur möguleiki á að geta haft áhrif á samsetningu erfðamengisins með líftækni orðið að veruleika. Samhliða hefur túlkun erfðaupplýsinga orðið sífellt flóknari. Erfðaráðgjöf hefur verið hluti af heilbrigðisþjónustu allt frá miðri seinustu öld. 17 Hrönn Harðardóttir, Steinn Jónsson, Örvar Gunnarsson, Bylgja Hilmarsdóttir, Jurate Ásmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Vaka Ýr Sævarsdóttir, Sif Hansdóttir, Pétur Hannesson, Tómas Guðbjartsson Nýjungar í greiningu og meðferð lungnakrabbameins Ár hvert greinast um 170 manns með lungnakrabbamein, flestir í kringum sjötugt. Reykingar eru helsta orsök lungnakrabbameins og ýmis eiturefni í umhverfi geta einnig valdið meininu, til dæmis asbest og mengun frá umferð. Nýgengi sjúkdómsins hefur farið lækkandi síðasta áratug hjá báðum kynjum sem skýrist aðallega af minni reykingum. Dánartíðni af völdum lungnakrabbameins fer minnkandi, en er engu að síður hæst allra krabbameina hérlendis og leggur um 130 manns að velli árlega. 30 Erla Þórdís Atladóttir, Kristján Óskarsson, Páll Helgi Möller Garnasmokkun á botnlanga: Sjúkdómstilfelli Garnasmokkun er þegar hluti af görn dregst inn í aðlægan hluta garnar. Þetta er ekki al- gengt vandamál en er algengasta ástæða garnastíflu hjá ungum börnum á aldrinum 4-10 mánaða. Smokkunin er oftast á mótum dausgarnar og ristils, en það svæði er mjög ríkt af eitilvef hjá ungabörnum. F R Æ Ð I G R E I N A R 1. tölublað · 108. árgangur · 2022 7 Helga Ágústa Sigurjónsdóttir Vísindi og framtíð heilbrigðiskerfisins á Íslandi – miklar væntingar til nýs heil- brigðisráðherra Þjóð sem nýtur vaxandi langlífis þarf að bregðast við fjölþættari heilbrigðisvanda með hækkandi aldri og fleira heilbrigðisstarfsfólki. 9 Gunnar Thorarensen Úr takti við tímann Ísland er eina Norðurlanda- þjóðin sem ekki hefur innleitt sérstaka löggjöf um refsi- ábyrgð starfsfólks í heil- brigðisþjónustu vegna alvar- legra atvika. Þetta er með öllu úr takti við tímann. L E I Ð A R A R Botnlangabólga er algengasta orsök skurð aðgerða meðal vestrænna þjóða. Botnlangabólga er talin vera menningar- sjúkdómur þar sem hún er óalgeng meðal íbúa þjóða sem búa við kröpp kjör. Allir geta fengið botnlangabólgu en hún er sjald- gæfari hjá börnum yngri en 2 ára og eldra fólki. Sjúkdómurinn er algengastur milli 20- 30 ára og er algengari meðal karla. Af vísindavefnum. Á FORSÍÐU Botnlangabólga Myndin sýnir botnlangabólgu með drepi og rofi. Páll Helgi Möller skurðlæknir tók myndina nýlega á Landspítala.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.