Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2022, Side 51

Læknablaðið - 01.01.2022, Side 51
Læknir má ekki láta af hendi vottorð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans, forráðamanns eða nánustu vandamanna, sé sjúklingur ekki fær um að gefa samþykki, nema lög eða dómsúrskurður bjóði svo. III. Ákvæði um samskipti lækna, stéttvísi og heilbrigði í starfi 16. gr. Samskipti lækna Læknar skulu hafa góða samvinnu sín á milli og við samstarfsfólk. Læknar skulu, eftir því sem við á, leitast við að taka þátt í eða leiða þverfaglega samvinnu til aukins hags sjúklinga. Læknum ber að auðsýna hver öðrum virðingu og háttvísi jafnt í viðtali sem umtali, ráðum sem gerðum, í ræðu og riti. Læknir skal forðast að kasta rýrð á þekkingu eða störf annarra lækna, vekja á sér ótilhlýðilega athygli eða gefa í skyn yfirburði sína með því að hampa eða láta hampa menntun sinni, þekkingu, hæfni, afrekum, aðferðum eða vinsældum. Einelti, áreitni eða kynbundið ofbeldi gagnvart starfsfélögum eða nemendum er læknum ekki tilhlýðilegt. 17. gr. Heilsa lækna Læknir skal huga vel að eigin heilsu og starfshæfni og leita sér aðstoðar ef starfsorka eða geta skerðist svo það komi ekki niður á starfi hans. Læknir skal leitast við að aðstoða lækni sem á við vanda að stríða og leiðbeina honum eftir því sem við á. 18. gr. Fjöldaáskoranir Lækni hlýðir ekki að eiga hlut að eða fallast á fjöldaáskoranir frá almenningi, samstarfsfólki eða starfs- systkinum varðandi veitingu læknisstarfs, framgöngu í starfi eða önnur hlunnindi, hvort sem það varðar hann sjálfan eða aðra lækna. IV. Ákvæði um auglýsingar, kynningar og notkun lærdómstitils lækna 19. gr. Auglýsingar, kynningar og hagsmunatengsl Læknir má auglýsa starfsemi sína að því marki sem landslög leyfa og siðareglur þessar segja til um. Læknir skal við kynningu á læknisþjónustu eða nýjungum í fræðigrein veita nákvæmar og áreiðan- legar upplýsingar um fagleg mál og hafa öryggi þeirra að leiðarljósi sem leita eftir þjónustunni. Hann skal ekki afla sér viðskipta með ótilhlýðilegum eða villandi aðferðum. Læknir skal gæta þess í ræðu og riti að haga umfjöllun sinni um lyf og sjúkravörur með þeim hætti að hún feli ekki í sér auglýsingu. Ummæli læknis um lyf eða sjúkravörur í faglegu samhengi, í grein- um eða fyrirlestrum, teljast ekki auglýsingar enda liggi fyrir upplýsingar um að ekki sé um ótilhlýði- leg hagsmunatengsl eða óeðlilega umbun að ræða. Þegar læknir tjáir sig í samtali, ræðu eða riti, sem fulltrúi félags, fyrirtækis eða stofnunar, skal hann geta þess á hvers vegum hann er og tilkynna um þau tengsl sem kunna að valda hagsmunaárekstri. 20. gr. Notkun lærdómstitils Læknir má ekki leyfa notkun á lærdómstitli eða faghlutverki sínu í auglýsingum um lyf, sjúkravörur eða neinn þann varning sem talinn er lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða sjúkdómseinkenni. V. Ákvæði um skyldur lækna við Codex og eftirlit LÍ 21. gr. Þekking á siðareglum og lögum Læknir skal kynna sér lög, reglugerðir og reglur er gilda um störf lækna og starfsumhverfi; lög um heilbrigðisstarfsmenn, um heilbrigðisþjónustu, um réttindi sjúklinga, leiðbeiningar Embætt- L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 51

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.