Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.2022, Qupperneq 14

Læknablaðið - 01.02.2022, Qupperneq 14
R A N N S Ó K N 74 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 ferð lækkað í 60,9% (p<0,001). Meðal þeirra sem voru á lyfjameð- ferð hélst hlutfall notkunar eins, tveggja eða þriggja eða fleiri lyfja- flokka í háþrýstingsmeðferðinni svipuð á tímabilinu 2010-2019. Notkun þriggja eða fleiri lyfjaflokka fór úr 11,4% árið 2010 í 12,4% árið 2019 (p=0,21). Mynd 2 sýnir skiptingu háþrýstingssjúklinga eftir fjölda lyfjaflokka í meðferð. Líkt og með þrjá eða fleiri lyfja- flokka varð ekki marktæk breyting á notkunarhlutfalli eins lyfja- flokks (p=0,6) eða tveggja (p=0,164) á tímabilinu 2010-2019. Algengustu lyfjaflokkar sem notaðir voru við meðferð há- þrýstings hér á landi voru þvagræsilyf (C03), β-blokkar (C07), kalsíumgangalokar (C08) og lyf með verkun á RAAS (C09). Hlut- deild lyfjaflokkanna í meðferðinni breyttist marktækt á rann- sóknartímabilinu. Á mynd 3 er sýnt hlutfall sjúklinga sem fær ávísað lyfi úr tilteknum lyfjaflokki á mismunandi tímum Notend- um þvagræsilyfja (p<0,001) og β-blokka (p<0,001) fækkaði hlut- fallslega en á sama tíma fjölgaði þeim sem tóku kalsíumgangaloka (p<0,001) eða lyf með verkun á RAAS (p<0,001). Þegar meðferð var veitt með einu lyfi var algengast að það væri lyf sem verkar á RAAS (C09). Þá jókst hlutdeild þess lyfja- flokks í meðferð þegar einum lyfjaflokki var beitt (p<0,001) um 1,38 prósentustig (prst) á ári á tímabilinu (95% ÖB: 1,24-1,52 prst.). Hlutdeild þvagræsilyfja (C03) lækkaði (p<0,001) sem nemur 1,28 prst á ári (95% ÖB: 1,18-1,39 prst). Notkun β-blokka (C07) lækkaði (p<0,001) um 0,40 prst á ári (95% ÖB: 0,29-0,51 prst). Kalsíumganga- lokar (C08) fengu aukna hlutdeild (p<0,001) sem nemur 0,33 prst á ári (95% ÖB: 0,24-0,40 prst). Mynd 4 sýnir hlutdeild helstu lyfja- flokka í meðferð árið 2019 þegar beitt var einum lyfjaflokki. Þegar sjúklingur var á að minnsta kosti þriggja lyfja með- ferð var algengast að nota β-blokka, kalsíumgangaloka og RAAS saman og voru 50,1% sjúklinga á þeirri meðferð árið 2019. Sú notkun hafði aukist að meðaltali um 1,09% árlega á rannsóknar- tímabilinu (95% ÖB: 0,78-1,40 %). Næst algengasta samsetningin í blóðþrýstingsmeðferð árið 2019 samanstóð af að minnsta kosti þvagræsilyfi, β-blokka og lyfi með verkun á RAAS, eða í 39,6% tilfella, og lækkaði notkun á þeirri meðferð marktækt á tímabilinu, eða að meðaltali um 0,74% á ári (ÖB: 0,44- 1,05 %) Aðrar meðferðir með þremur eða fleiri lyfjaflokkum voru sjaldgæfari. Meðferðarmarkmið Yfir allt tímabilið var slagbilsþrýstingur að meðaltali 140,2 mmHg og HBÞ 82,6 mmHg. Hjá körlum var SBÞ 140,9 mmHg en SBÞ Mynd 2. Hlutdeild fjölda lyfjaflokka af lyfjameðferð 2019. Mynd 3. Hlutfall allra háþrýstingssjúklinga á lyfja- meðferð með ávísað lyf eftir lyfjaflokkum.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.