Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 12

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 12
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Frá árinu 1761 hefur verið skipulagt nám í ljósmóðurfræðum á Íslandi. Fyrst voru það yfirsetukonur sem menntuðu aðrar yfirset- ukonur en með yfirsetukvennalögunum frá 1875 voru kennarar og prófdómarar þeirra landlæknir og héraðslæknar í kaupstöðum. Námstími var þá aðeins 3 mánuðir, enda vitneskjan á mannslík- amanum og fósturfræði ekki eins mikil og nú á tímum. Aðeins tuttugu árum síðar var náminu aftur breytt og gátu ljósmæður þar með valið að taka prófið annað hvort úti í Kaupmannahöfn eða hjá kennara Læknaskólans í Reykjavík. Árið 1909 var námstím- inn lengdur í 6 mánuði og fjórum árum síðar var Yfirsetukvenna- skóli Íslands stofnaður. Nemendur í yfirsetukvennanámi áttu að vera konur á aldrinum 18 til 36 ára, fulllæsar og skrifandi, með óspillt siðferði og læknisvottorð um líkamlegt heilbrigði. INNGANGUR Fyrir nokkrum árum skrifaði ég ritgerð í námi í sagnfræði við Háskóla Íslands um fjölburafæðingar á Íslandi á árunum 1876 – 1899. Þar las ég mér til um þær kennslubækur sem kenndar voru í yfirsetukvennafræði á 18. og 19. öld og hvernig fjallað var um fjölburameðgöngur og fæðingar í þessum ritum. Hér á eftir verður farið yfir hverjar þessar bækur voru, hvaða vitneskju þær höfðu að geyma um fæðingar með áherslu á fjöl- burafræðingar og hvernig vitneskjan varð meiri eftir því sem tíminn leið. ÞRÓUN Á ÞEKKINGU UM FJÖLBURAFÆÐINGAR Árið 1768 ól Guðrún Eiríksdóttir, húsfreyja í Hlíðarhúsum á Seltjarnarnesi, tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu. Sú fæðing er fyrsta heimild sem skráð er í skýrslu læknis hér á landi, eins og fram kemur í doktorsritgerð Erlu Dórisar Halldórsdóttur, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760-1880. Bjarni Pálsson (1719-1779), fyrsti landlæknir Íslands, var kallaður að Hlíðarhúsum er fæðing hófst hjá Guðrúnu. Á þessum tíma var engin leið að vita hvort að kona gengi með fleiri en eitt barn og vissi því enginn að Guðrún bæri tvíbura undir belti. Rúmum 130 árum síðar, þann 13. október 1897, tók Þórunn Ástríður Björnsdóttir (1859-1935) ljósmóðir í Reykjavík á móti tvíburum, dreng og stúlku. Þar sem þykkt móðurinnar var talsverð grunaði Þórunni að um tvíburafæðingu væri að ræða. Hún þreifaði því á kvið konunnar og fann móta fyrir tveimur höfuðum sem lágu niður á við. Þórunn kom aftur að tvíburafæðingu tveimur árum síðar, þann 14. mars 1899, er hún var sótt til konu í heima- húsi í Reykjavík. Kviðarmálsþykkt konunnar var ekki mikil en er Þórunn lagði hlustunarpípu sína að kvið hennar heyrði hún tvö hjartahljóð. Eins og lýsingar á þessum þremur fæðingum bera með sér hafði þekk- ing á tvíburafæðingum aukist nokkuð á 18. og 19. öld. Í lok 19. aldar gátu ljósmæður með notkun hlustunarpípu greint hvort kona gekk með eitt barn eða fleiri. Frá árinu 1817 áttu ljósmæður af hafa ákveðin áhöld með sér til fæðandi kvenna. Það voru þvagpípa úr silfri til að taka þvag, stólpípa til að mýkja hægðir fyrir fæðingu, svo að hún gengi betur fyrir sig, og bíldur úr messing til að taka fæðandi konu blóð. Þar að auki áttu þær að hafa loftblásturspípu til þess að blása lofti í lungu líflausra nýfæddra barna og fæðingarstól, en þar sem hann var fyrirferðarmikill gátu eingöngu ljósmæður í þéttbýli fengið hann. Það liðu þó 12 ár þar til fyrsta ljósmóðirin fékk eitt af þessum áhöldum (1829). Það var er ljósmóðir í Reykholtssókn í Borgarfjarðarsýslu fékk stólpípu til afnota. Árið 1843 fór landlæknir Íslands loksins að útdeila fleiri áhöldum til ljósmæðra og að lokum barst hlustunarpípan til landsins er líða tók á 19. öldina. SEX KENNSLUBÆKUR OG SAMEIGINLEG RÁÐ TIL AÐ ÞEKKJA FJÖLBURAMEÐGÖNGU Á 18. og 19. öld komu alls út sex bækur í yfirsetukvennafræðum á íslensku, sú fyrsta árið 1749 og sú síðasta árið 1900. 1. Sá nýi yfirsetukvennaskóli: Eður stutt undirvísun um yfirsetu- kvennakúnstina eftir danska fæðingarlækninn Balthazar Johan de Buchwald (1697-1763). Gefin út á íslensku á Hólum í Hjaltadal, í þýðingu séra Vigfúsar Jónssonar í Hótardal í Mýrasýslu, árið 1749. 2. Stutt ágrip af yfirsetukvennafræðum eftir danska fæðingarlækninn Matthias Saxtorph (1740-1800). Gefin út á íslensku úti í Kaup- mannahöfn, í þýðingu Jóns Sveinssonar (1752-1803) landlækni Íslands, árið 1789. 3. Kennslubók handa yfirsetukonum eftir Carl Edvard Marius Levy (1808-1865). Þýdd yfir á íslensku af Gunnlaugi Þórðarsyni læknanema í Kaupmannahöfn árið 1846. 4. Kennslubók handa yfirsetukonum eftir Carl E. M. Levy endurút- gefin, aukin og endurbætt af Asger Snebjørn Nicolai Stadfeldt (1830- 1896), prófessor í fæðingarhjálp í Kaupmannahöfn, árið 1871. 5. Kennslubók handa yfirsetukonum eftir Carl E. M. Levy endurútgefin, aukin og endurbætt af Asger S. N. Stadfeldt (1830-1896), prófessor í fæðingarhjálp í Kaupmannahöfn, árið 1886. 6. Ljósmóðirin: Kennslubók handa yfirsetukonum eftir Asger S. N. Stadfeldt. Þýdd og sérstaklega hönnuð eftir þörfum ljósmæðra á Íslandi af Jónasi Jónassen, þáverandi landlækni á Íslandi. Allir höfundarnir voru sammála um það að ekki væri hægt að vita fyrir víst að kona gengi með tvíbura nema í fæðingunni sjálfri. Þó bentu Saxtorph, Levy og Stadfeldt á að yfirsetukonur ættu að hafa nokkur atriði í huga þegar þær vitjuðu sængurkvenna. Þau voru: að athuga hvort að kvið- arþykkt konunnar væri mjög mikil, hvort kviðurinn væri harður og hálffullur eða ef að dæld var á honum miðjum og þykktir beggja vegna við. Ef konan hafði verið mjög veik á meðgöngunni. Ef að barn sem þegar var fætt var mjög lítið. Ef að ljósmóðirin fann fyrir fleiri himnum eða öðrum belg koma í fæðingarveginn. Ef að sængur- konan fann hreyfingar á fleiri en einum stað eða að hríðir tækju sig upp aftur eftir að hún var búin að fæða eitt barn. Saxtorph benti þá sérstaklega á það einkenni sem oft fylgir fjölburafæðingum og ætti að gefa yfirsetukonum skýrt til kynna að von væri á tvíburum: Ef að annað fóstur kemur í ljós í fæðingarveginum. Buckwald, Levy og Stadfeldt minnast allir á í bókum sínum að yfir- setukona þurfi að gæta þess að binda alltaf fyrir fyrri naflastrenginn þar sem að ef annað barn eða fleiri séu eftir þá sé hætta á að börnin sem eftir eru deyi. Saxtorph og Stadfeldt voru sammála um það að fæðing fyrra/ fyrsta barns af fjölburum gengi mun hægar fyrir sig en er kona gengi AÐ TAKA Á MÓTI FJÖLBURUM Í TORFBÆJUM Kennslubækur yfirsetukvenna á Íslandi á 18. og 19. öld. S Ö G U L E G U R F R Ó Ð L E I K U R

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.