Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 25

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 25
25LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 ustu fyrir sig og niðurstöður gæðavísa eiga að vera aðgengilegar fyrir notendur, heilbrigðisstofnanir, starfsfólk í heilbrigðisgeiranum, stjórnendur og stjórnvöld („Reglugerð um gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar nr 1148/2008“, 2008). Safna þarf gögnum um þessa gæðavísa á skipulagðan hátt, helst með rafrænum hætti í miðlægan gagnagrunn. Þetta hefur verið gert varðandi aðra þætti barneignarþjónustunnar, svo sem meðgönguvernd og fæðingarhjálp. Sængurlega í heima- þjónustu hefur hins vegar setið á hakanum. Gögnin í þessari rannsókn eru fengin frá SÍ. Enginn gæða- vísir er þar í notkun til að meta gæði, þróun, þjónustu og árangur í heimaþjónustu ljósmæðra eða þjónustu brjóstagjafaráðgjafa og eru gögn SÍ einu gögnin sem til eru um heimaþjónustu ljósmæðra. Til að vinna að markvissum umbótum eru gæðavísar, skráningar á óvæntum atvikum og þjónustukannanir afar mikilvægar svo hægt sé að gera gæðauppgjör. Gæðauppgjörið ætti að gefa þverskurð af gæðum þjónustunnar hvað varðar árangur, öryggi, aðgengi og skilvirkni svo fátt eitt sé nefnt („Áætlun um gæðaþróun í heil- brigðisþjónustu 2019 – 2030“, 2019). Að auki vantar upplýsingar til að draga ályktanir um þróun á heilsu mæðra og nýbura þar sem nákvæmar skráningar á breytingum, sértækri aðstoð og nákvæmar eru ekki til staðar. Enn fremur eru ekki til nein gögn um gæði, inni- hald heimaþjónustu ljósmæðra eða útkomur mæðra og nýbura á fyrstu vikum eftir barnsburð. Gögnin frá SÍ sem unnið var með eru rekstrargögn og vantar því mikilvægar upplýsingar er lúta að heilbrigði móður og barns til þess að draga frekari ályktanir um áhrif þjónustunnar eða ástæður þeirra breytinga sem sjást á tímabilinu (Sjúkratryggingar Íslands og ljósmæður, 2018). Þar sem SÍ bera ekki ábyrgð á gæðaeftirliti þjónustunnar höfum við engin gögn um hvað felst í starfi ljósmæðra í heimaþjónustu, hverju þær fylgjast með og bregðast við, eða hvernig heilsa mæðra og nýbura er í raun og veru á þessum tíma. Slík gögn eru nauðsynleg til þess að kortleggja betur þá mikilvægu vinnu sem ljósmæður sinna í sængurlegu í heimahúsi. Þörf er á að meta þessa þjónustu með gæðavísum og auka gæðaeftirlit á vegum Embættis landlæknis um þjónustuna og fá þannig skýrari mynd á þá þróun sem hefur orðið og hlutverk ljósmæðra í heilsufarseftirliti mæðra og nýbura. Með tilkomu gæðavísa fyrir heimaþjónustu og miðlægri, rafrænni skráningu væri hægt að skoða á heildstæðari hátt þróun á heilsu mæðra og nýbura, allt frá meðgöngu og út ungbarna- eftirlitið þar sem að meðgönguskrá, fæðingarskrá og ungbarnaskrá eru nú til hjá Embætti landlæknis. STYRKLEIKAR OG TAKMARKANIR Styrkleikar þessarar rannsóknar eru nokkrir. Rannsóknin er lýðgrunduð og gögn frá öllum mæðrum og nýburum á Íslandi sem fengu heimaþjónustu á rannsóknartímabilinu voru skoðuð í rannsókn- inni. Allar upplýsingarnar eru skráðar af ljósmæðrum samkvæmt stöð- luðu formi frá SÍ og er upplýsingum safnað í rauntíma þegar þjónustan er veitt. Niðurstöðurnar gefa því góðar upplýsingar um þá þjónustu sem skráð hefur verið í gögn SÍ. Einhverjar takmarkanir eru þó einnig til staðar. Mikilvægar upplýsingar á borð við upplýsingar um heima- fæðingar, keisaraskurði eða skráningu frumbyrja í heilsufarsflokki B og C voru ekki til staðar við gagnaúrvinnslu. Ástæða þessa er sú að gögnin eru í raun rekstrargögn frá SÍ en er ekki safnað í þeim tilgangi að hægt sé að meta innihald þjónustu eða útkomu hennar. Þar sem greitt er eins fyrir frumbyrjur og fjölbyrjur í flokkum B og C, þá er ekki skráð í þessum gögnum hvort kona sé frumbyrja eða fjölbyrja nema hún sé í heilsufarsflokki A. Hins vegar er greitt mismunandi fyrir heimaþjónustu í flokki A eftir því hvort konan er frumbyrja eða fjölbyrja og því er það skráð. Þetta sýnir mjög glögglega hversu mikilvægt er að safna upplýsingum um heimaþjónustu í miðlægan gagnagrunn sem byggður er á rafrænni skráningu um heimaþjónustu ljósmæðra og byggist á faglegum leiðbeiningum og gæðaeftirliti um heilsufar og þjónustu. Einnig er vert að nefna að upplýsingar um bakgrunn og heilsufar mæðra og barna er ekki safnað í þennan gagna- grunn en það hefði styrkt rannsóknina og niðurstöður hennar. ÁLYKTANIR Breyting hefur orðið á fjölda mæðra og nýbura í heilsufars- flokkum en mæðrum og nýburum í heilsufarsflokki A hefur fækkað (úr 55,8% í 31,9%) á árunum 2012-2019 en mæðrum og nýburum í flokki B og C hefur fjölgað (B flokkur úr 28,4% í 39,8%; C flokkur úr 4,1% í 12,2%). Á sama tíma hefur átt sér stað fækkun á meðalfjölda heimavitjana í öllum heilsufarsflokkum (A flokkur úr 6 í 5; B úr 7,5 í 6; C úr 7 í 6). Þróunin endurspeglar breytingar á rammasamningum og þá þjónustuskerðingu sem mæður og börn urðu fyrir með breyttum samningum árið 2013 og aftur árið 2018 sem er á skjön við þá breytingu sem hefur orðið á fjölda mæðra og nýbura sem þurfa meira eftirlit. Samtímis hefur orðið veruleg aukning á fjölda bráðavitjana (úr 1,4% í 5,8%) og vitjana brjósta- gjafaráðgjafa (úr 1,0% í 8,8%) á tímabilinu. Rannsóknin varpar ljósi á þjónustu sem veitt var af ljósmæðrum í heimaþjónustu en gefur líka vísbendingar um að safna þarf á markvissari hátt gögnum um heimaþjónustu í sængurlegu. Þessum gögnum ætti að safna í miðlægan, rafrænan gagnagrunn svipað og gert er með þjónustu í fæðingarhjálp og þannig mætti meta með nákvæmari hætti hlutverk ljósmæðra sem og árangur og þróun í þjónustu. ÞAKKIR Sérstakar þakkir fá Sjúkratryggingar Íslands fyrir gott samstarf við gerð rannsóknarinnar. HEIMILDIR Ananth, C. V., Duzyj, C. M., Yadava, S., Schwebel, M., Tita, A. T. N. og Joseph, K. S. (2019). Changes in the Prevalence of Chronic Hypertension in Pregnancy, United States, 1970 to 2010. Hypertension, 74(5), 1089–1095. doi:10.1161/HYPER- TENSIONAHA.119.12968 Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019 – 2030. (2019). Reykjavík: Embætti landlæknis. Sótt af https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item36045/Áætl- un%20um%20gæðaþróun%20%C3%AD%20heilbrigðisþjónustu%201212%202018. pdf Barneignarþjónusta - aðgerðaráætlun. (2021). Reykjavík: Stjórnarráð Íslands. Sótt af https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=cf91b9a2-1b94-11ec- -8140-005056bc8c60 Batra, P., Fridman, M., Leng, M. og Gregory, K. D. (2017). Emergency Department Care in the Postpartum Period: California Births, 2009–2011. Obstetrics & Gynecology, 130(5), 1073–1081. doi:10.1097/AOG.0000000000002269 Brjóstagjafaráðgjafi - Ingibjörg Eiríksdóttir. (e.d.). Brjóstagjafaráðgjafi.is. Sótt 20. apríl 2021 af https://brjostagjafaradgjafi.is/ingibjorg-eiriksdottir/ Caesarean section. (2019, 4. september). National Institute for Health and Care Excellence, NICE. Sótt 16. mars 2021 af https://www.nice.org.uk/guidance/cg132 Cheyne, H., Skår, S., Paterson, A., David, S., Hodgkiss, F., Scotland, … APS Group Scotland. (2014). Having a baby in Scotland 2013: women’s experiences of maternity care : national report. Sótt 13. apríl 2021 af http://www.nls.uk/scot- gov/2014/9781784122171.pdf Child checkups in Norway: Home visit after the birth. (2021, 18. febrúar). Helse Norge. Sótt 15. apríl 2021 af https://www.helsenorge.no/en/help-services-in-the-municipa- lities/infant-healthcare-programme-age-0-5-years/home-visit-7-10-days-after-the- -birth/ Drąsutienė, G. S., Drazdienė, N., Arlauskienė, A., Ramašauskaitė, D., Zakarevičienė, J., Kazėnaitė, E., … Sniečkuvienė, V. (2016). Trends in maternal health in Lithu- ania 1995–2014. Acta Medica Lituanica, 23(2), 117–125. doi:10.6001/actamedica. v23i2.3328 Ford, J. B., Patterson, J. A., Seeho, S. K. M. og Roberts, C. L. (2015). Trends and outcomes of postpartum haemorrhage, 2003-2011. BMC Pregnancy and Childbirth, 15(1), 334. doi:10.1186/s12884-015-0788-5 Gortazar, L., Flores-Le Roux, J. A., Benaiges, D., Sarsanedas, E., Payà, A., Mañé, L., … Goday, A. (2019). Trends in prevalence of gestational diabetes and perinatal outcomes in Catalonia, Spain, 2006 to 2015: the Diagestcat Study. Diabetes/Metabol- ism Research and Reviews, 35(5). doi:10.1002/dmrr.3151 Hallfríður Kristín Jónsdóttir. (2020, júní). Áhrif stuðnings frá ljósmæðrum og hjúkrunar- fræðingum á tíðni og lengd brjóstagjafar - Kerfinsbundin fræðileg samantekt. Háskóli Íslands, Reykjavík. Sótt af https://skemman.is/bitstream/1946/35178/2/MShkjloka- loka.pdf Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Bryndís Elfa Gunnarsdóttir. (2012). Heilbrigðisupplýs- ingar: Bjróstagjöf og næring ungbarna á Íslandi sem fædd eru 2004-2008. Embætti landlæknis. Sótt af https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item16573/brjosta- gjof_og_naering_2004-2008_juni.2012.pdf Hildur Sigurðardóttir. (2010a). Umfang heimaþjónustu ljósmæðra á Íslandi. Könnun ljósmæðrafélags Íslands. Ljósmæðrablaðið, 88(2), 7–12. Hildur Sigurðardóttir. (2010b). Könnun á umfangi Heimaþjónustu ljósmæðra. Reykjavík: Háskóli Íslands og Ljósmæðrafélag Íslands. Sótt af https://www. ljosmaedrafelag.is/GetAsset.ashx?id=356&fbclid=IwAR0g_p5Etj5Ibn81iXk- 5hdJrESOssarQ5gYAXy5FcUKAYDY_fRlZ85oyDeY

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.