Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 21
21LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021
Ratio (OR) and adjusted OR (AOR) was calculated with 95%
Confidence Interval (CI).
Results: During the study period, the proportion of mothers and
newborns in category A decreased, 55,8% to 31,9%, while category
B and C increased (p<0,001). In-home emergency visits increa-
sed from 1,4% to 5,8% (p<0,001) and breastfeeding consultants’
visits increased from 1,0% to 8,8% (p<0,001). Health category B
and C increased the odds for in-home emergency visits (AOR=2,42
and2,40, respectively) and for breastfeeding consultants’ visits
(AOR=2,01 and 2,65, respectively) compared to health category A.
Conclusions: The study showed that the proportion of mothers/
newborns in health category A decreased over the study period
while the proportion of mothers/newborns in category B and C incr-
eased. An increase was seen in in-home emergency and lactation
consultation visits. This study provides an overview of postpartum
midwifery services as well as highlights the need for electronic
recording in accordance with standardized quality indicators to
evaluate the scope and effectiveness postpartum midwifery services
in Iceland.
Key Words: Postpartum period, in-home care, health category,
midwife, emergency visits, lactaction consultant.
INNGANGUR
Heimaþjónusta eftir fæðingu tíðkast víða um heim þótt unnið sé
eftir ólíkum verklagsreglum að sama markmiðinu, að standa vörð
um heilsu mæðra og nýbura (Cheyne o.fl., 2014; „Child checkups
in Norway“, 2021; Hildur Sigurðardóttir, 2014a; Kurth o.fl., 2016;
National Health Service, 2019; Tesfau o.fl., 2020; World Health
Organization og Jhpiego, apríl 2015). Alþjóðlegar lykilstofn-
anir hafa gefið út leiðbeiningar um heilbrigðisþjónustu sem þykir
nauðsynleg við mæður og nýbura í sængurlegu („Caesarean sect-
ion“, 2019; „Postnatal care up to 8 weeks after birth“, 2015; World
Health Organization og Jhpiego, apríl 2015). Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunin (e. World Health Organization, WHO) mælir með
fjórum heimavitjunum á fyrstu sex vikunum eftir fæðingu (World
Health Organization og Jhpiego, apríl 2015). Þar af ætti að vera ein
vitjun á fyrsta sólarhringi eftir fæðingu, önnur á þriðja sólarhringi,
þriðja milli 10. til 14. aldursdags barns og síðasta þegar um sex
vikur eru liðnar frá fæðingu barns (World Health Organization og
Jhpiego, apríl 2015).
Leiðbeiningar National Institute for Health and Care Excellence
(NICE) frá Bretlandi eru sambærilegar ráðleggingum WHO. Helsti
munurinn er að leiðbeiningar NICE eru með lengri tímaramma fyrir
síðustu vitjun og miða við að hún eigi sér stað sex til átta vikum eftir
fæðingu barns („Postnatal care up to 8 weeks after birth“, 2015).
NICE hefur einnig gefið út ítarlegri leiðbeiningar um þjónustu við
mæður sem fæða með keisaraskurði í sængurlegu og er þar gert ráð
fyrir þjónustu sem snýr meðal annars að sáraumhirðu („Caesarean
section“, 2019).
Margar ólíkar útfærslur eru til af heimaþjónustu eftir fæðingu
og ólíkt frá einu landi til annars hvernig heimaþjónusta er útfærð. Í
Skotlandi er heimaþjónustu háttað þannig að ljósmóðir fylgir móður
og nýbura fyrstu tíu dagana eftir fæðingu (National Health Service,
2019). Flestar mæður og nýburar eru að fá þrjár til fjórar heimavitj-
anir á þessum tíma en þær eru þó allt frá einni og upp í sjö (Cheyne
o.fl., 2014). Eftir að heimaþjónustu lýkur tekur við ungbarnaeftirlit
sem lýsir sér í reglulegu eftirliti á heimili barns (National Health
Service, 2019). Þetta fyrirkomulag er svipað því fyrirkomulagi
sem við þekkjum hér á landi. Í Sviss geta mæður og nýburar fengið
heimaþjónustu fyrstu tíu dagana ef foreldrar hafa sjálfir uppi á ljós-
móður sem sinnir vitjunum. Þessi staða getur reynst foreldrum erfið
og margir kjósa að bíða frekar eftir skyldueftirliti læknis sex vikum
frá fæðingu barns (Kurth o.fl., 2016). Í Noregi kemur heilbrigðis-
starfsmaður heim til mæðra og nýbura í eina heimsókn með fræðslu
(„Child checkups in Norway“, 2021). Í Eþíópíu er lagt upp með að
heilbrigðisstarfsmaður sinni móður og nýbura innan þriggja sólar-
hringa eftir fæðingu (Tesfau o.fl., 2020).
Á Íslandi sinna ljósmæður heimaþjónustu til sængurkvenna
sem eru útskrifaðar frá fæðingarstað innan þriggja sólarhringa frá
fæðingu. Þessi þjónusta byggir á leiðbeiningum frá NICE frá árinu
2006 um þjónustu við sængurkonur. Árið 2009 gaf Embætti land-
læknis út íslenskar klínískar leiðbeiningar fyrir ljósmæður sem
sinna heimaþjónustu sem taka mið af aðstæðum hérlendis (Hildur
Sigurðardóttir, 2014a). Þær leiðbeiningar voru svo uppfærðar árið
2014.
Heimaþjónusta ljósmæðra byggir á þeim grundvallarmarkmiðum
í íslenskri heilbrigðisþjónustu að veita faglega og örugga þjónustu á
réttu þjónustustigi. Þjónustan skal vera samfelld og miða að því að
veita nýrri fjölskyldu nauðsynlegan stuðning í nýju hlutverki, bæði
andlega, líkamlega og félagslega. Á þessum grunni hefur heima-
þjónusta ljósmæðra byggt undanfarin ár og var áfram staðfest í nýrri
aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem birt var á þessu ári (Barn-
eignarþjónusta - aðgerðaráætlun, 2021).
Á Íslandi eiga móðir og barn kost á heimaþjónustu í 10 daga eftir
fæðingu ef þau eru útskrifuð frá fæðingarstað innan 24-72 klukku-
tíma. Þessi tímarammi er háður því hvort kona sé að eignast sitt
fyrsta barn, heilsufari og fæðingarmáta. Árið 2014 var bætt við í
samninginn að í sérstökum undantekningartilvikum geta móðir og
barn átt kost á heimaþjónustu eftir allt að 86 klukkustunda dvöl
á fæðingarstað eftir fæðingu skrifi barnalæknir upp á beiðni þess
efnis. Ef móðir og barn eru lengur en 86 klukkustundir í þjónustu á
fæðingarstað missa þau þó allan rétt til niðurgreiðslu á heimaþjón-
ustu. Sjúkratryggðum mæðrum sem eiga í erfiðleikum með brjósta-
gjöf stendur til boða að fá niðurgreidda þjónustu brjóstagjafaráð-
gjafa tvisvar fyrstu 14 dagana frá fæðingu. Allar konur geta sótt sér
þessa aðstoð að þeim tíma liðnum gegn greiðslu. Ráðgjöfin sem er
niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands er þó háð beiðni ljósmóður
sem sinnir heimaþjónustu (Sjúkratryggingar Íslands og ljósmæður,
2018). Árið 2021 voru enn á ný gerðir nýir samningar við brjósta-
gjafaráðgjafa og var þá bæði fjöldi vitjana aukinn og tímaramminn
lengdur. Sjúkratryggðar mæður geta nú fengið þrjár vitjanir frá
brjóstaráðgjafa í allt að sex mánuði sér að kostnaðarlausu (Sjúkra-
tryggingar Íslands og ljósmæður, 2021).
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gera verktakasamninga við ljós-
mæður sem sinna heimaþjónustu á Íslandi og er þjónustan greidd
af SÍ fyrir sjúkratryggða einstaklinga (Lög um sjúkratryggingar
nr.112/2008; Sjúkratryggingar Íslands og ljósmæður, 2018).
Fyrir útskrift af fæðingarstað hljóta móðir og barn sameigin-
lega heilsufarsflokkun sem skilgreinir heilsufar þeirra. Flokkunin
(A/B/C) gefur til kynna hvort um heilsufarsfrávik sé að ræða og þá
hve mikil þau eru. Mæður og börn án frávika/áhættuþátta eru skil-
greind í heilsufarsflokk A, mæður og börn með minniháttar frávik á
heilsu/áhættuþætti eru skilgreind í flokk B og mæður og börn með
alvarlegri frávik/áhættuþætti eru skilgreind í flokk C. Fjöldi vitj-
ana í heimaþjónustu byggir svo á þessari flokkun (Sjúkratryggingar
Íslands og ljósmæður, 2018). Þjónustan er samfelld og vanalega veitt
af einni ljósmóður sem fylgir fjölskyldunni fyrstu tíu dagana eftir
fæðingu (Hildur Sigurðardóttir, 2014a). Samfelld þjónusta sem veitt
er af sömu ljósmóður eykur gæði þjónustunnar þar sem líklegt er að
góð tengsl náist milli móður og ljósmóður (Walker, Rossi og Sander,
2019). Hlutverk ljósmæðra í heimaþjónustu hér á landi er að fylgjast
með andlegri og líkamlegri heilsu móður, veita ráðgjöf við brjósta-
gjöf, fylgjast með heilsu nýburans og styðja foreldrana við að aðlag-
ast nýju hlutverki (Hildur Sigurðardóttir, 2014a).
Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um heimaþjónustu ljósmæðra á
Íslandi og engin síðan árið 2014 (Hildur Sigurðardóttir, 2014b). Á
árunum 2010-2012 voru yfir 70% mæðra sem fengu heimaþjónustu
í sængurlegu (Hildur Sigurðardóttir, 2014a). Sumarið 2010 var gerð
rannsókn á umfangi heimaþjónustu ljósmæðra og birtist þá grein í
Ljósmæðrablaðinu (Hildur Sigurðardóttir, 2010a). Niðurstöðurnar
leiddu í ljós að algengasti fjöldi vitjana í heimaþjónustu voru átta
talsins. Mæður sem fengu fleiri vitjanir en átta voru líklegri til að
glíma við heilsufarsvandamál. Erfitt er að staðfæra rannsóknina til
dagsins í dag þar sem heimilaður fjöldi vitjana hefur breyst á þessum
tíma. Í þágildandi rammasamningi var hámarksfjöldi vitjana ellefu
en samkvæmt núgildandi samningum er hámarksfjöldi vitjana sjö.