Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 37
37LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021
á fæðingarstöðum með hærra þjónustustig. Tengsl fæðingarstell-
inga og fæðingarstaðar hafa verið skoðuð í nokkrum rannsóknum,
þá gjarnan þegar borin eru saman mismunandi þjónustuform eins
og ljósmæðrastýrð þjónusta og blönduð þjónusta á fæðingardeild.
Niðurstöður rannsóknar Bodner-Adler o.fl. (2004) þar sem bornar
voru saman fæðingarstellingar kvenna á ljósmæðrastýrðri einingu
annars vegar og blandaðri fæðingardeild hins vegar sýndu að sé
horft til sambærilegra hópa kvenna í fæðingu þá fæddu flestar konur
í láréttri stöðu en marktækt fleiri konur fæddu í uppréttri stöðu í ljós-
mæðrastýrðu einingunni. Hins vegar er mikilvægt að hafa í huga að
það er erfitt að túlka niðurstöður þessarar rannsóknar m.t.t. tengsla
fæðingarstaða og fæðingarstellinga, þar sem skráningu á fæðingar-
stellingum var ábótavant á fæðingarstöðum C og D. Hugsanleg skýr-
ing á dræmri skráningu á fæðingarstellingu á öðrum fæðingarstöðum
en Landspítala getur verið vöntun á skráningarreit í skriflegri
fæðingaskrá en búast má við því að skráning muni almennt aukast
með tilkomu rafrænnar Fæðingarskráar.
Styrkleikar og veikleikar rannsóknar
Styrkleikar þessarar rannsóknar er að notast var við gagnasafn
Fæðingaskráar sem er rafræn miðlæg skráning á landsvísu yfir allar
fæðingar. Rannsóknin náði yfir stórt úrtak þeirra fæðinga sem fóru
fram á rannsóknartímabilinu sem uppfylltu skilyrði sem greint var
frá hér að ofan og var hópur þátttakenda fjölbreyttur með tilliti til
bakgrunns. Að auki er öllum gögnum safnað í rauntíma sem mætti
teljast til styrks rannsóknar.
Veikleikar rannsóknarinnar tengjast fyrst og fremst skráningu.
Alls voru fæðingarstellingar skráðar í 77% þeirra fæðinga sem
uppfylltu skilyrðin. Lítil skráning var á fæðingarstöðum C og D
sem kann að hafa áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar sem lýsir þá
alls ekki vel fæðingarstellingum kvenna sem fæddu á þeim stöðum
og gefur því ekki fullnægjandi mynd af fæðingarstellingum kvenna
á öllum fæðingarstöðum í landinu á rannsóknartímabilinu. Þessi
skortur á skráningu á fæðingarstellingum veldur því að lítið er hægt
að draga ályktanir um niðurstöður á þessum fæðingarstöðum. Þá er
ekki víst að allar ljósmæður meti stellingar á sama hátt eða skrái rétt
inn fæðingarstellingu og mætti það einnig teljast til veikleika gagna.
Notagildi og framtíðarrannsóknir
Æskilegt væri að umræða um fæðingarstellingar kvenna og eðli-
legar fæðingar í samfélaginu myndi aukast og er það von okkar að
þessi rannsókn styðji við frekari faglegar umræður um fæðingarstell-
ingar og verði til þess að fræðsla um fæðingarstellingar til kvenna á
meðgöngu sem og í fæðingu eflist til að þær verði færar um að taka
upplýsta ákvörðun um þá stellingu sem þær fæða í. Jafnframt væri
æskilegt að skráning á fæðingarstellingum verði betri. Mikilvægt
er að í upplýsingum og fræðslu sé horft til niðurstaðna rannsókna
þar sem kemur fram hver ávinningurinn er fyrir móður og barn að
nota uppréttar stellingar í fæðingu. Í menningarheimi þar sem konur
fæða mestmegnis í láréttum stellingum, þá benda uppréttar stellingar
kvenna til að þær hafi haft val. Hér á landi hafa fæðingarstellingar
lítið verið rannsakaðar en áhugavert væri að kanna hvað hefur áhrif á
fæðingarstellingar kvenna hér á landi, hvort konur upplifi sig að hafa
sjálfar tekið ákvörðun um stellingu, hvort líkaminn hafi beint þeim í
ákveðnar stellingar í fæðingunni, hvort ljósmóðir hafi tekið ákvörðun-
ina eða fleira.
Rannsóknin er góður grunnur til að vinna út frá en þörf er á frekari
rannsóknum um fæðingarstellingar. Mikilvægt er t.d. að afla upplýs-
inga um hvernig og hvort konur upplifi að þær hafi val um fæðingar-
stellingu og hvernig eða hvort þær eru fræddar um fæðingarstellingar.
Jafnframt væri athyglisvert að kanna viðhorf ljósmæðra til fæðingar-
stellinga, hvort þær upplifi umhverfi fæðinga styðjandi í því að taka
á móti börnum í fjölbreyttum stellingum kvenna og hvort vinnulag
innan stofnana kunni að hafa áhrif.
HEIMILDIR
Anna S. Vernharðsdóttir, Berglind Steffensen og Guðlaug Pálsdóttir. (2017). Verklagsregla
4.01. Verndun spangar. Landspítali.
Alexander Kr. Smárason, Eva Jónasdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir og Védís Helga Eiríks-
dóttir. (2021). Skýrsla Fæðingaskráningar starfsárið 2019. Landspítali. https://www.
landlaeknir.is/servlet/file/store93/item46775/Faedingarskyrsla%202019.pdf
Berta, M., Lindgren, H., Christensson, K., Mekonnen, S. og Adefris, M. (2019). Effect of
maternal birth positions on duration of second stage of labor: Systematic review and
meta-analysis. BMC Pregnancy and Childbirth, 19(1). https://doi.org/10.1186/s12884-
019-2620-0
Bodner-Adler, B., Bodner, K., Kimberger, O., Lozanov, P., Husslein, P. og Mayerhofer,
K. (2004). Influence of the birth attendant on maternal and neonatal outcomes during
normal vaginal delivery: A comparison between midwife and physician management.
Wiener Klinische Wochenschrift, 116(11), 379-384. https://doi.org/10.1007/
BF03040917
Colciago, E., Fumagalli, S., Inzis, I., Borrelli, S. E. og Nespoli, A. (2019). Management
of the second stage of labour in women with epidural analgesia: A qualitative study
exploring Midwives‘ experiences in Northern Italy. Midwifery, 78, 8-15. https://doi.
org/10.1016/j.midw.2019.07.013
Dahlen, H. G., Dowling, H., Tracy, M., Schmied, V. og Tracy, S. (2013). Maternal and
perinatal outcomes amongst low risk women giving birth in water compared to six birth
positions on land. A descriptive cross sectional study in a birth centre over 12 years.
Midwifery, 29(7), 759-764. https://doi.org/10.1016/j.midw.2012.07.002
de Jonge, A., Rijnders, M. E. B., van Diem, M. T., Scheepers, P. L. H. og Lagro-Janssen, A.
L. M. (2009). Are there inequalities in choice of birthing position?: Sociodemographic
and labour factors associated with the supine position during the second stage of labour.
Midwifery, 25(4), 439-448. https://doi.org/10.1016/j.midw.2007.07.013
Desseauve, D., Fradet, L., Lacouture, P. og Pierre, F. (2017). Position for labor and birth:
State of knowledge and biomechanical perspectives. Eur J Obstet Gynecol Reprod
Biol, 208, 46-54. https://doi.org/10.1016/j.ejogrb.2016.11.006
Gizzo, S., Di Gangi, S., Noventa, M., Bacile, V., Zambon, A. og Nardelli, G. B.
(2014). Women‘s choice of positions during labour: return to the past or a modern
way to give birth? A cohort study in Italy. Biomed Res Int, 638093. https://doi.
org/10.1155/2014/638093
Guðmundsdóttir, E. Ý., Gottfreðsdóttir, H., Hálfdánsdóttir, B., Nieuwenhuijze, M., Gissler,
M. og Einarsdóttir, K. (2021). Challenges in migrant women’s maternity care in a
high-income country: A population-based cohort study of maternal and perinatal
outcomes. Acta Obstetricia et Gynecologica Scandinavica.
Gupta, J. K., Sood, A., Hofmeyr, G. J. og Vogel, J. P. (2017). Position in the second stage
of labour for women without epidural anaesthesia. Cochrane Database Syst Rev, 5(5),
Cd002006. https://doi.org/10.1002/14651858.CD002006.pub4
Hagstofa Íslands. (2019). Félagsvísar: Sérhefti um innflytjendur. Hagtíðindi, 104(2).
http://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/2019/901e98bb-a182-4dc1-9059-
261b7bea719b.pdf
Helga Gottfreðsdóttir. (2011). Notagildi skipulagðar foreldrafræðslu á vegum Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins: Sjónarhorn foreldra fyrir og eftir fæðingu. Ljósmæðrablaðið,
1.tbl. 90.árg. bls. 7-14. https://www.ljosmaedrafelag.is/assets/Lj%C3%B3sm%C3%A6
%C3%B0rabla%C3%B0i%C3%B0/Ljosmaedur_nytt_2323594.pdf
Helga Lára Helgadóttir. (2003). Afturvirkar rannsóknir byggðar á upplýsingum úr sjúkra-
skrám. Í Sigríður Halldórsdóttir og Kristján Kristjánsson (ritstj.), Handbók í aðferða-
fræði og rannsóknum í heilbrigðisvísindum (bls. 393-409). Háskólinn á Akureyri.
Hennegan, J., Redshaw, M., & Miller, Y. (2014). Born in another country: Women‘s ex-
perience of labour and birth in Queensland, Australia. Women and Birth, 27(2), 91-97.
https://doi.org/10.1016/j.wombi.2014.02.002
Huang, J., Zang, Y., Ren, L.-H., Li, F.-J. og Lu, H. (2019). A review and comparison of
common maternal positions during the second-stage of labor. International Journal of
Nursing Sciences, 6(4), 460-467. https://doi.org/10.1016/j.ijnss.2019.06.007
Jenkinson, B., Josey, N. og Kruske, S. (2014). BirthSpace: An evidence-based guide to birth
environment design. https://doi.org/10.13140/RG.2.1.3962.8964
Kovacevic, M. (2010). Review of HDI critiques and potential improvements. Human
development research paper, 33, 1-44.
Landlæknisembættið. (2007). Leiðbeiningar um val á fæðingarstað. Embætti Landlæknis.
Moraloglu, O., Kansu-Celik, H., Tasci, Y., Karakaya, B. K., Yilmaz, Y., Cakir, E. og Yakut,
H. I. (2017). The influence of different maternal pushing positions on birth outcomes at
the second stage of labor in nulliparous women. J Matern Fetal Neonatal Med, 30(2),
245-249. https://doi.org/10.3109/14767058.2016.1169525
NICE. (2017). Intrapartum Care - Care of healthy women and their babies during child-
birth. https://www.nice.org.uk/guidance/cg190/chapter/Recommendations#second-
-stage-of-labour
Nieuwenhuijze, M., de Jonge, A., Korstjens, I. og Lagro-Jansse, T. (2012). Factors
influencing the fulfillment of women‘s preferences for birthing positions during
second stage of labor. J Psychosom Obstet Gynaecol, 33(1), 25-31. https://doi.org
/10.3109/0167482x.2011.642428
Nieuwenhuijze, M. J., de Jonge, A., Korstjens, I., Budé, L. og Lagro-Janssen, T. L. (2013).
Influence on birthing positions affects women‘s sense of control in second stage of
labour. Midwifery, 29(11), e107-114. https://doi.org/10.1016/j.midw.2012.12.007
Sveinsdottir, E., Gottfredsdottir, H., Vernhardsdottir, A. S., Tryggvadottir, G. B., & Geirs-
son, R. T. (2019). Effects of an intervention program for reducing severe perineal
trauma during the second stage of labor. Birth, 46(2), 371-378. https://doi.org/10.1111/
birt.12409
Walker, K. F., Kibuka, M., Thornton, J. G. og Jones, N. W. (2018). Maternal position in the
second stage of labour for women with epidural anaesthesia. Cochrane Database Syst
Rev, 11(11), Cd008070. https://doi.org/10.1002/14651858.CD008070.pub4
Zang, Y., Lu, H., Zhao, Y., Huang, J., Ren, L. og Li, X. (2020). Effects of flexible sacrum
positions during the second stage of labour on maternal and neonatal outcomes: A
systematic review and meta-analysis. J Clin Nurs, 29(17-18), 3154-3169. https://doi.
org/10.1111/jocn.15376