Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 45

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 45
45LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 V I Ð TA L BRJÓSTALEIKFIMI Í föstum þætti Hugleiðing ljósmóður sem blaðið endar oftast á, fjallar Anna Guðný Hallgrímsdóttir ljósmóðir um reynslu sína af erfiðleikum við brjóstagjöf og því hvernig brjóstagjafarráðgjöf hjálpaði henni þegar ekkert gekk með að framleiða brjóstamjólk. Hún fékk þá góð ný ráð um brjóstaleikfimi frá Huldu Sigurlínu Þórðardóttir brjóstagafaráðgjafa sem hjálpuðu henni og syni hennar. Síðustu áratugi hefur áherslan gjarnan verið á að snerta brjóstin sem minnst og handmjólkun nánast verið úr sögunni. Þess vegna er gaman að velta fyrir sér hvernig þessi brjóstaleikfimi, vinding eða nudd virkar. Önnu Guðnýju var næst að hringja í Huldu Línu - og við í ritnefndinni höfðum samband í fjarfundi og fengum að vita meira og heyra hvernig þetta ráð er dæmi um þegar brjóstagjafaráð- gjafi leitar nýrra leiða, endurmenntar sig og bætir við sig ráðum fyrir konur með barn á brjósti. BRJÓSTALEIKFIMI, HVAÐ ER ÞAÐ? „Það var árið 2018 sem ég fór að leita að námskeiðum um hvernig hægt væri að nudda brjóst þannig að þau störfuðu betur. Í nokkur ár hafði ég notað sogæðanudd við bjúg, stíflum, sýkingum og verkjum í brjósti með góðum árangri en langaði að læra meira. Ég hafði lesið um japanskt brjóstanudd sem kallað er Oketani og yfir þeirri aðferð hvílir mikil leynd og eftir því sem ég komst næst er það um eins árs nám, í Japan. Það hentaði mér ekki þannig að ég hélt leitinni áfram. Svo var það síðla árs 2019 að Google fann námskeið handa mér. Vinnusmiðja á vegum Félags brjóstagjafaráðgjafa í New York dúkkaði upp á facebook. Þetta var námskeið um brjóstanudd og handmjólkun, kennt af Rússneskum brjóstagjafaráðgjöfum, önnur hafði búið í Bandaríkjunum í 30 ár, hin býr í Moskvu en hún er með verkfræði sem bakgrunn og var meðal annars með áhuga- verðar og verkfræðilegar pælingar um stellingar og tak barnsins á brjóstinu“ (NYLCA’s 2020 Workshop “The Art of Therapeutic Breast Massage and The Mindful Latch” with Maya Bolman, BA, BSN, IBCLC and Tatiana Kondrashova, MA, IBCLC). „Það sem ég tók með mér úr námskeiðinu og hægt er að kenna öllum er brjóstaleikfimin sem örvar sogæðakerfið og er eins konar brjóstanudd. Hugmyndafræðin sem býr að baki er að koma meiri hreyfingu á sogæðavökva, hvernig nota má eigið sogæða- kerfi til að létta á bjúg og þrýstingi í brjóstum. Þrýstingurinn sem oft verður í brjóstum er ekki endilega vegna mjólkurfram- leiðslu heldur vegna bjúgs, sérstaklega í upphafi brjóstagjafar“. Hér má sjá kennslumyndband https://www.facebook.com/ watch/?v=514997092534695. „Þessi brjóstaleikfimi og sogæðanudd er eitt af stærstu verkfær- unum sem ég hef fengið í hendurnar síðan ég byrjaði sem brjósta- gjafaráðgjafi fyrir 13 árum og ég hef einnig dæmisögu um konu sem ekki beinlínis gerði brjóstaleikfimina heldur nuddaði eitlana í sogæðakerfinu í kringum brjóstin. Brjóstaleikfimin er einfaldari leið til að gera einmitt það. Þessi kona hafði alltaf verki í brjósta- gjöfinni með fyrra barn sem ollu því að hún var ekki viss um hvort hún lagði í brjóstagjöf á ný. Þegar barnið var 3 mánaða var það enn á brjósti og hún þurfti að gera þetta nudd á 2-3 daga fresti til að vera verkjalaus. Þessi kona hefur gefið mér leyfi til að segja þetta hverjum sem er, því í raun hafði hún enga trú á því að þetta virkaði, en það gerði það“. Í máli Huldu Línu kom einnig fram sú tilgáta að brjóstaleikfimin væri í raun góð fyrir brjóst kvenna á öllum aldri til að halda þeim heilbrigðum. Hreyfing er góð fyrir heilsuna, fyrir allan líkamann, þar með talið brjóstin. Hulda Lína kennir um brjóstaleikfimi á ráðstefnunni Brjóstagjöf í núinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.