Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 48

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 48
48 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 INNGANGUR Fagráð ljósmæðra var stofnað á kvenna- og barnasviði Landspítala 2008 í kjölfar samstarfssamnings milli Háskóla Íslands og Landspítala sem undir- ritaður var 2006. Fyrsti formaður ráðsins var Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Samn- ingurinn var endurnýjaður 2012 og í honum segir m.a. að eitt af fimm megin- hlutverkum Háskóla Íslands gagnvart Landspítala sé að taka þátt í þróun klínískrar starfsemi á spítalanum. Nafni fagráðsins var breytt í byrjun árs 2021 og heitir nú Fagráð um ljósmæðraþjónustu á Landspítala. Fagráð innan hjúkrunar- og ljósmóðurfræða eru skilgreind sem samstarfsvettvangur Landspítala og Háskóla Íslands. Meginhlut- verk fagráðanna er að móta stefnu um þjónustu, rannsóknir, kennslu, nám og starfsþróun innan sérgreina hjúkrunar- og ljósmóðurfræða. Samkvæmt samkomulagi um starfsemi fagráða á Landspítala 2020 sitja í fagráðinu forstöðumaður fræðasviðs, sérfræðiljósmæður, doktors- eða meistaramenntaðar ljósmæður, yfirljósmæður og eftir atvikum aðrir faglegir leiðtogar innan ljósmóðurfræði. Fagráð um ljósmæðraþjónustu er vettvangur til að þróa og efla ljósmæðraþjónustu, kennslu og rannsóknir á Landspítala í samstarfi við námsbraut í ljósmóðurfræði í Háskóla Íslands. Gert er ráð fyrir að fagráðið skipi 5-7 manna stjórn og er hún skipuð til tveggja ára í senn. Formaður fagráðs skal hafa skilgreindan tíma til að sinna verk- efnum sínum og tekur hann jafnframt þátt í faglegri uppbyggingu stjórnendahóps hvers kjarna. Ný stjórn var kosin á ársfundi 12. desember 2020. Valgerður Lísa Sigurðardóttir tók við formennsku af Helgu Gottfreðsdóttur. ÚR ÁRSSKÝRSLU FORMANNS FAGRÁÐS UM LJÓS- MÆÐRAÞJÓNUSTU Á LANDSPÍTALA 2020-2021 Starfsemi á árinu Stjórnarfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar í mánuði nema yfir sumarleyfistímann og eru skráðir 13 fundir á starfsárinu að meðtöldum aðalfundi 9. desember 2021. Fyrsti fundur starfsársins var haldinn 14. janúar og voru fyrstu fundirnir nýttir í umræðu um hlutverk og starf fagráðs samkvæmt nýju samkomulagi. Nokkur brýn verkefni biðu umfjöllunar stjórnar strax í upphafi starfsársins og fór drjúgur hluti fundanna á fyrri hluta ársins í að ræða og ljúka þeim málum: • Umsögn um stöðuskýrslu og tillögur starfshóps ráðherra um barn- eignarþjónustu í Samráðsgátt á island.is var send þann 8. febrúar. Umsögnin var í nokkrum liðum og almennt lýsti stjórnin yfir ánægju með skýrsluna en gerði athugasemdir við nokkur atriði: fjölbreyttara val hefði mátt vera á álitsgjöfum skýrslunnar, vöntun var á skýrari sýn varðandi ýmsa þætti s.s. hlutverk sérfræðiljósmæðra, stöðu yfirljósmóður á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stefnu um að efla eðlilegar fæðingar og samfellda þjónustu, eðli símenntunar fagfólks og aðbúnað fæðandi kvenna á stærsta fæðingarstað landsins – Landspítala. • Ályktun var send til forstjóra Landspítala þann 5. febrúar vegna stofnunar þverfaglegs fagráðs á Landspítala. Stjórn fagráðs um ljósmæðraþjónustu lýsti þar yfir áhyggjum í aðdraganda þess að ljós- mæður ættu þar ekki fulltrúa og að einungis væri gert ráð fyrir einum sameiginlegum fulltrúa hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra í þverfag- legu ráði. • Þarfagreining var gerð um fjölda sérfræðiljósmæðra innan Landspít- ala á næstu fimm árum. Greiningin felur í sér að skilgreina þörf og/ eða hugsanlega vöntun á sérfræðiþekkingu og leggja drög að þróun sérfræðiþekkingar innan ljósmóðurfræða. Drög að þarfagreiningu voru send að beiðni framkvæmdastjóra hjúkrunar þann 23. febrúar og lokagreining síðan þann 28. október. Greiningin gerir ráð fyrir að stöðugildi sérfræðiljósmæðra þyrftu að vera a.m.k. 13 en eru í dag aðeins 3,1. Á árinu voru fleiri mál einnig áberandi í umræðunni á fundum stýrinefndar. Þar ber hæst áhyggjur af mönnun ljósmæðra á Landspítala en staðan var óvenju slæm fyrir sumarið, auk þess sem fyrirsjáanleg var 15-20% aukning á fæðingum. Stjórn fagráðs sendi frá sér ályktun vegna þessa til heilbrigðisráðherra þann 8. júní, með afriti til forstjóra og stjórnenda. Jafnframt var mönnun ljósmæðra til umræðu á fundi stjórnar með yfirljósmæðrum fæðingarþjónustu þann 18. nóvember og voru aðilar fundarins sammála um að skoða þyrfti leiðir til að laða fleiri ljósmæður til starfa á spítalanum. Mun því samtali verða haldið áfram eftir áramótin. Þá hefur verið mikil umræða um þróun og breytingar á námi í ljósmóðurfræði en fyrsta útskrift úr breyttu ljósmæðranámi til MS gráðu var í lok júní. Þessi breyting kallar á endurskoðun á veitingu sérfræðileyfa og að frumkvæði stjórnar fagráðs var settur á laggirnar vinnuhópur um framtíð sérfræðiþjálfunar ljósmæðra. Vinnuhópur- inn samanstendur af fulltrúum frá Námsbraut í ljósmóðurfræði í HÍ, Landspítala, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Ljósmæðra- félaginu. Umræða var um mikilvægi þess að auka sýnileika rannsóknarver- kefna sem unnin eru á vegum ljósmæðra, t.d. meistara- og doktors- verkefna. Töluverður fjöldi ljósmæðra stundar rannsóknartengt fram- haldsnám, auk þess sem nú munu útskrifast 10-14 á hverju ári með meistarapróf í ljósmóðurfræði til starfsréttinda. Ákveðið var að halda reglulega opnar málstofur, Rannsóknakaffi, í þeim tilgangi að skapa tækifæri til umræðu á klínískum vettvangi um niðurstöður rannsókna ljósmæðra. Fyrirhugað er að halda slíkar málstofur a.m.k. ársfjórðungslega og var sú fyrsta haldin 9. septem- ber. Þar kynnti Helga Gottfreðsdóttir MS rannsókn Laufeyjar Rúnar Ingólfsdóttur um fæðingarumhverfi á íslenskum fæðingarstöðum og Emma Marie Swift kynnti fyrirhugaða rannsókn á gögnum um erfiða fæðingarreynslu úr Áfallasögu kvenna. Þann 9. desember var svo fjallað um brjóstagjöf í málstofunni. Þar kynnti Ingibjörg Eiríksdóttir rannsókn á brjóstagjöf yfir heila öld og Hallfríður Jónsdóttir kynnti meistaraverk- efni sitt um áhrif stuðnings ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga á tíðni og lengd brjóstagjafar. Að erindum loknum var ársskýrsla stjórnar kynnt og að lokum las Kristín Svava Tómasdóttir upp úr ljóðabók sinni Hetju- sögur sem kom út 2020 og fjallar um íslenskar ljósmæður. Samhliða vinnu fagráðsins við þarfagreiningu fyrir sérfræðiþekk- ingu kom skýrt fram hversu hægt gengur að ráða sérfræðiljósmæður í stöður innan spítalans. Ein ný sérfræðiljósmóðir, Bryndís Ásta Bragadóttir, var ráðin í stöðu á 22-B meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu frá 1. september. Athygli vekur þó að einungis eru fjórar ljósmæður í 3,1 stöðugildi sérfræðiljósmæðra innan Landspít- ala og allar eru þær sérfræðingar á sviði meðgönguverndar og fóstur- greiningar. Engin ljósmóðir gegnir nú stöðu sérfræðiljósmóður á FAGRÁÐ UM LJÓSMÆÐRAÞJÓNUSTU Á LANDSPÍTALA - ÁRSFUNDUR F R É T T I R

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.