Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 8
8 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Ég reyndi að vefa. Sonur minn var 5 mánaða og ég var með fæðingarþung- lyndið mitt og gommsu af garni inni á klósetti um miðja nótt, af því þar var besta ljósið og satt besta að segja, eini staðurinn þar sem ég gat átt mig sjálf í eitt augnablik. Mér leið eins og ég væri að drukkna og það eygði ekki í land. Þræðirnir - um tíma - voru það eina sem héldu mér gangandi. Mjög fljótlega áttaði ég mig á því að ég væri ekki nógu þolinmóð né skipulögð til þess að fá fylli mína í vefnaði. Þá uppgötvaði ég hina heitt elskuðu Oxford Punch nál sem ég nota í verkum mínum í dag. Aðferðin líkist helst flosi. Myndefnið er feminískt og miðillinn kall- ast á við arfleifð hefðbundinnar kvenna- vinnu. Sjálfræði er undirtónn þeirrar myndlistar sem ég vann á þessu tímabili. Sjálfræði kvenna yfir eigin líkama. Þess skal getið að þetta sjálfræði gerði mér einnig kleift að eiga bæði börnin mín heima með ómetanlegri aðstoð ljósmæðra sem leyfðu mér að stýra ferðinni. Í dag vinn ég að mestu með textíl, pastelliti og skúlptúra sem mér finnst mynda áhuga- vert samtal. Það gerist ekki oft þessa daga að ég vinni verk mín inni á klósetti. Nú þegar ég hef stígið ölduna einu sinni, ef ekki tvisvar, þá veit ég með vissu að neyðin kennir naktri konu að spinna. ONE TIT WONDER F O R S Í Ð A N NÁMS- OG STARFSFERILL Margrét Rut Eddudóttir er menntaður sjúkraliði og útskrifaðist með BA gráðu úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2010. Nýlega flutti hún heim frá San Francisco en hún hefur þó haldið árlegar sýningar heima á sumrin síðan árið 2014. Núna í desember 2021 útskrifast hún úr Tækniskólanum með skipstjóraréttindi á 15 metra smáskip. Bindur hún vonir sínar við að sigla um höfin blá eftir áramót. Síðustu einkasýninguna hélt Margrét hjá Gallerí Fold í september árið 2020 og verður hún aftur með sýningu þar sumarið 2022. Margrét Rut Eddudóttir, listakona

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.