Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 23
23LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Á sama tíma jókst hlutfall B og C flokkaðra mæðra og nýbura verulega. Mæður og nýburar í heilsufarsflokki B jukust úr 28.4% í 39.8% yfir rannsóknartímann og C flokkaðar mæður og nýburar 4,1% í 12,2%. Að sama skapi jókst hlutfall mæðra með óskráðan heilsufarsflokk. Munurinn reyndist marktækur á milli ára, p <0,001 (tafla 2). Mynd 1 sýnir línulega þróun á heilsufarsflokkun yfir tímabilið 2012-2019. Á myndinni má sjá að A flokkuðum mæðrum og nýburum fækkaði jafnt yfir árin 2012-2019. Mesta aukning í heilsufarsflokki B var á milli 2014-2018. Mesta aukning í heilsufars- flokki C var á milli 2012-2015. Mæðrum og nýburum með óskráðan heilsufarsflokk fjölgaði mest frá 2017-2019 (mynd 1). Tafla 3 sýnir dreifingu bakgrunnsbreyta eftir heilsufarsflokkum. Keisaraskurðir voru algengastir í óskráðum heilsufarsflokki, 97,4%. Hlutfall kvenna 14-19 ára og 40-49 ára var hæst í heilsufarsflokki B. Hlutfall 30-39 ára kvenna lækkaði eftir versnandi heilsufars- flokkun. Höfuðborgarsvæðið reyndist vera það heilbrigðisumdæmi sem innihélt stærsta hlutfall C flokkaðra mæðra og nýbura. Stærsti hluti kvenna sem fæddi úti á landi var í heilsufarsflokki A að undan- skildum mæðrum og nýburum sem tilheyrðu heilbrigðisumdæmi Vestfjarða, þar var heilsufarsflokkur B algengasti flokkurinn. Hlutfall bráðavitjana og vitjana brjóstagjafaráðgjafa var hæst í heilsufarsflokki B. Þegar meðalfjöldi vitjana á ársgrundvelli var skoðaður eftir heilsufarsflokkun kom í ljós að í öllum heilsufarsflokkum hafði meðalfjölda heimavitjana fækkað (mynd 2). Frá upphafi til loka rannsóknar varð mest breyting á meðalfjölda vitjana hjá mæðrum og nýburum með óskráðan heilsufarsflokk. Vitjunum fækkaði úr tæplega níu og niður í sex vitjanir að meðaltali hjá þeim sem voru með óskráðan heilsufarsflokk. Meðalfjöldi vitjana í heilsufarsflokki A fór úr rúmlega sex niður í tæplega fimm. Meðalfjöldi vitjana í heilsufarsflokki B dróst saman, úr sjö og hálfri niður í tæplega sex. Minnsta breytingin varð á meðalfjölda vitjana hjá C flokk- uðum mæðrum og börnum, meðalfjöldi vitjana hjá þeim fækkaði úr tæplega sjö í tæplega sex. Á rannsóknartímanum jókst hlutfall mæðra og nýbura sem fengu bráðaþjónustu í heimaþjónustu. Heildaraukningin var 4,5% yfir rann- sóknartímann en aukningin var mest frá árinu 2014-2018 (mynd 3). Árið 2012 voru 47 (1,4%) konur í heimaþjónustu sem þurftu á bráða- þjónustu ljósmæðra að halda. Við lok rannsóknar voru 223 (5,8%) mæður í heimaþjónustu sem fengu bráðavitjun. Breytingar á milli ára reyndust marktækar (p<0,001; tafla 2). Vitjanir brjóstagjafaráðgjafa jukust einnig yfir rannsóknartímabilið. Árið 2012 fengu 33 mæður (1,0%) í heimaþjónustu vitjun frá brjóstagjafaráðgjafa. Miklar breytingar urðu á hlutfalli mæðra og nýbura sem fengu þjónustuna á árunum 2013-2017 eða jókst úr 1% í tæplega 8%. Árið 2018 var fækkun á mæðrum og nýburum sem fengu vitjun frá brjóstagjafaráð- gjafa úr tæplega 8% í tæplega 7% sem jókst aftur árið 2019. Við lok rannsóknartímans náðu vitjanir brjóstagjafaráðgjafa hámarki þegar 337 (8,8%) mæður í heimaþjónustu fengu þjónustu brjóstagjafaráð- gjafa. Marktækur munur reyndist á fjölda vitjana brjóstagjafaráðgjafa á milli ára, p<0,001 (tafla 2). Mynd 3 sýnir línulega þróun á hlutfalli bráðavitjana og vitjunum brjóstagjafaráðgjafa yfir rannsóknartímann. Mynd 1. Hlutfallsleg dreifing heilsufarsflokkunar hjá konum sem fengu heimaþjónustu í sængurlegu á Íslandi á tímabilinu 2012-2019 (N=28.009). Tafla 3. Bakgrunnsbreytur fyrir konur í heimaþjónustu ljósmæðra á Íslandi skoðaðar út frá heilsufarsflokkun mæðra og nýbura á árunum 2012-2019 (N=28.009). Mynd 2. Meðalfjöldi vitjana ljósmæðra til mæðra og nýbura í heimaþjónustu á Íslandi á árunum 2012-2019 (N=28.009). Mynd 3. Bráðavitjanir og vitjun brjóstagjafaráðgjafa eftir ári hjá konum sem fengu heimaþjónustu í sængurlegu á Íslandi á tímabilinu 2012-2019 (N=28.009).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.