Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 32
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021
FÆÐINGARSTELLINGAR KVENNA Á ÍSLANDI
ÁRIN 2012-2018 OG HELSTU ÁHRIFAÞÆTTIR
Lýðgrunduð ferilrannsókn
R I T R Ý N D G R E I N
Bakgrunnur: Fæðingarstelling kvenna getur haft áhrif á fram-
gang fæðingar og fæðingarreynslu þeirra. Þættir sem hafa áhrif á
fæðingarstellingu eru margir s.s. menning fæðingarstaðar, aldur
konu og fjöldi fyrri fæðinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að
kanna í hvaða stellingum konur fæða á Íslandi ásamt því að skoða
tengsl ýmissa bakgrunnsbreyta kvennanna, notkun utanbastsdeyf-
ingar og fæðingarstaðar við fæðingarstellingu.
Aðferð: Rannsóknin var lýðgrunduð ferilrannsókn, byggð á gögnum
úr Fæðingaskrá. Úrtakið voru allar konur sem fæddu einbura í höfuð-
stöðu um fæðingarveg án áhalda á árunum 2012-2018, alls 20.870
fæðingar. Fæðingarstellingar voru skilgreindar láréttar og uppréttar.
Til láréttra stellinga töldust á hlið, hálfsitjandi, hálfsitjandi með
fætur í fótstigum, í stoðum og liggjandi á baki. Til uppréttra stellinga
töldust fæðingastóll, á hnjám í uppréttri stöðu, á fjórum fótum og
standandi staða. Við greiningu gagna var reiknaður fjöldi og hlutfall
af heild skráðra fæðingarstellinga, gerðar krosstöflur og kí-kvaðrat
próf og var marktækni miðuð við 95% marktektarmörk (p <0.05).
Niðurstöður: Alls voru 16.064 fæðingarstellingar kvenna skráðar eða
76,9% úrtaks. Meðalaldur frumbyrja var 26 ár og meðalaldur fjölbyrja
31 ár. Á tímabilinu fæddu 91,0% kvenna í láréttri fæðingarstellingu.
Algengasta stellingin var hálfsitjandi staða (58,7%) og næstalgeng-
ust var liggjandi á baki (12,9%). Fjölbyrjur og konur eldri en 39 ára
fæddu frekar í uppréttri fæðingarstellingu (12,0% og 14,8%), saman-
borið við frumbyrjur (4,7%, p <0.001) og konur 25-29 ára (7,0%, p
<0.001) og konur með erlent ríkisfang fæddu frekar í láréttum stell-
ingum (92,4%) samanborið við íslenskar konur (90,8%, p <0.001).
Þær konur sem fæddu á fæðingarstöðum flokkuðum A og B fæddu
í 91,6% tilvika í láréttum stellingum og konur sem voru með utan-
bastsdeyfingu voru oftar í hálfsitjandi stellingu (65,8%), samanborið
við þær konur sem fæddu án deyfingar (54,3%, p <0.001).
Ályktun: Konur hér á landi fæða oftast í láréttum stellingum. Tengsl
eru milli lægri aldurs, að vera frumbyrja, búsetu á höfuðborgarsvæð-
inu, að vera ekki í sambúð/gift, að vera ekki í námi/starfi, með erlent
ríkisfang, að fæða á fæðingarstað A eða B og notkun utanbastsdeyf-
ingar, og að fæða í láréttri stellingu.
Lykilorð: Fæðingarstelling, barnshafandi konur, upplýst val, ljós-
móðurfræði.
Background: Women´s birth positions can affect the progress of
childbirth and women´s birth experience. There are many factors
that affect birth positions, e.g. culture of the birthplace, woman‘s
age and parity. We aimed to study Icelandic women´s birth positions
and relationship between women´s background variables, epidural
analgesia and place of birth with birth position.
Method: The study was a population-based cohort study with data
from the Birth Registry in Iceland. The sample was women who
gave birth vaginally to a single child in vertex position, without
instruments in the years 2012-2018, a total of 20.870 births. Birth
positions were defined supine and upright. Supine position included
lying on the side, semi-recumbent, semi-recumbent with feet in the
steps, lithostomy and lying on the back. Upright position included
a birthing chair, on knees in an upright position, on all fours and a
standing position. The proportion and frequency of birth positions,
cross-tabulations and chi-square tests were used to calculate and
analyze the data and significance was based on a 95% significance
level (p <0.05).
Results: A total of 16.064 birth positions were registered, or 76,9%
of the sample. The mean age of primiparas were 26 years and 3
1 years among multiparas. During the study period, 91,0% of
women gave birth in a supine position. The most common position
was a semi-recumbent (58,7%) and the next most common position
was lying on the back (12,9%). Multigravidas and women more than
Embla Ýr Guðmundsdóttir,
Aðjúnkt við námsbraut í ljósmóður-
fræði og doktorsnemi við Háskóla
Íslands
Elfa Lind Einarsdóttir,
MS í ljósmóðurfræði frá námsbraut
í ljósmóðurfræði vorið 2021
Helga Gottfreðsdóttir,
Prófessor í ljósmóðurfræði við H.Í.
og forstöðumaður fræðasviðs á
Landspítala
TENGILIÐUR: eyg9@hi.is