Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 14
14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Ljósmóðirin Lesley Page kom til Íslands um miðjan október til að taka við viðurkenningu sem heiðursdoktor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þetta var í tilefni 25 ára afmælis ljósmóðurnáms og 110 ára afmælis Háskólans. Við flutning náms í ljósmóðurfræði á háskólastig var leitað til Lesley um ráðgjöf, enda hún þá þekkt í ljós- mæðraheiminum, fyrsti prófessorinn í ljósmóðurfræði á Bretlandi og ein af aðalhöfundum skýrslunnar Changing Childbirth sem kom út í Bretlandi 1993, en þar var lögð áhersla á sjálf- ræði kvenna og samfellda umönnun - að vera við stjórnvölinn um val á barneignarþjónustu. Allt eru þetta kunnugleg hugtök sem liggja til grundvallar námskrá í ljósmóðurfræði og hugmyndafræði íslenskra ljósmæðra. Lesley gaf svo jákvæða umsögn um nýju námskrána og kom til Íslands árið 1998, en það ár útskrifuðust fyrstu ljósmæðurnar frá Háskóla Íslands. Hún talaði þá á ráðstefnu ljósmæðra Vakning ljósmóðurfræðinnar: framtíðin, meðal annars um hugmyndafræði og gagnreynda þekkingu í ljósmóðurstarfi. Annar aðalfyrirlesari á þeirri ráðstefnu var hinn þekkti félagsmannfræðingur um barn- eignir og heilsu kvenna, Sheila Kitzinger. Aftur kom Lesley og hélt aðalfyrirlestur ráðstefnu Ljósmæðrafélagsins í tengslum við alþjóðadag ljósmæðra 5. maí, 2017, undir heitinu Ljósmæður, mæður og fjölskyldur, í sambandi allt lífið. Segja má að Lesley sé Íslandsvinur ljósmæðra og það er mikill heiður fyrir okkur að hún sé nú í okkar hópi sem heiðursdoktor í ljósmóðurfræði við okkar skóla. Kynni undirritaðrar og Lesley eru þó nokkuð löng eða rúm 25 ár. Við hittumst fyrst í London árið 1995 en tilgangurinn með fundi okkar var að fræðast og ræða uppbyggingu náms í ljósmóðurfræði á háskólastigi. Seinna varð Lesley leiðbeinandi minn í doktorsnámi sem ég lauk 2006 en við höfum haldið sambandi síðan. Þetta er því ekki okkar fyrsta samtal um ljósmóðurfræði, höfum oft áður rætt um hana, hugmyndafræði og ljósmóðurþekkingu og áhrifin á barneignarþjónustu og samfélagið. Við byrjum á að ræða breytingar í barneignarþjónustu sem hafa orðið síðustu áratugina á Íslandi og á alþjóðavísu. Ég spyr hvert hennar álit sé á stöðunni í dag? Lesley sagðist fyrst vilja taka fram hvað hún væri ánægð með að vera komin aftur til Íslands og að hún þakkaði mjög mikið fyrir þennan mikla heiður sem henni væri sýndur. Þegar hún horfi til stöð- unnar á Íslandi væri ljóst að við byggjum við mikil forréttindi og værum velferðarríki, sem endurspeglaðist m.a. í árangri í barneignarþjónustunni, sem væri með því besta í heiminum ólíkt stöðunni víða annars staðar. Þetta ætti t.d. við um lágan ungbarna- og mæðradauða og keisaratíðni. Að sama skapi væru önnur inngrip eins og framköllun fæðinga og mænu- rótardeyfingar að aukast sem gefur til kynna að eðlilegum fæðingum fari fækkandi. Við erum sammála um að þegar staðan er almennt svona góð sé skiljanlegt að flestir telji að ekki sé þörf á miklum breytingum. Það er þó ljóst segir Lesley að það, er ekki nóg að ræða tíðnitölur, mann- úðleg umönnun og reynslan af barneignarþjónustunni er það sem skiptir máli. Lesley hefur einmitt í sínum fræðilegum störfum unnið að því að efla mannúðlega umönnun og lagt áherslu á að framtíð ljósmæðrahjálpar ætti að miðast við að vernda hina eðlilegu fæðingu til að bjarga og þróa hágæða barneignarþjónustu, bæði í þróunarlöndum þar sem fátækt ríkir og í velmegun hins tæknilega vestræna heims. Hún segir að það gleym- ist stundum, þegar við tölum um öryggi og tíðni eðlilegra fæðinga, að það að fæða barn sé mikilvæg reynsla sem umbreytir okkur. Fæðingar- reynslan og aðlögunin að verða móðir eða annað foreldri er grundvöllur fyrir ást og kærlega milli barns og foreldra. Lesley segir grunninn að hágæða barneignarþjónustu vera til staðar hér Íslandi en það sem vanti sé samfellt þjónustuform, að konan fái samfellda þjónustu í gegnum barneignarferlið á meðgöngu, í fæðingu og í sængur- legu, frá sömu ljósmóður, í samstarfi við annað heilbrigðisfagfólk. Rann- sóknir segja okkur að slíkt form bætir útkomu barneignarþjónustu og það stuðlar líka að jákvæðri reynslu og sátt með þjónustuna. Umönnunin byggir þá á því að ljósmóðir eða hópur ljósmæðra kynnist konum og fjölskyldum þeirra vel yfir langan tíma með því að mynda samband sín á milli. Þarna er mikilvægt að rannsaka áhrifin einnig á konur og fjöl- skyldur sem minna mega sín, lifa við fátæktarmörk, eru af ólíkri menn- ingu, jafnvel á flótta og eiga við marvísleg heilsufars- og félagsleg vanda- mál að stríða. Aðstæður á Íslandi hafa einmitt breyst síðustu áratugina og nú eru til dæmis um 20 % barnshafandi kvenna á Íslandi með erlendan bakgrunn. Þetta tengist líka sögulegum hefðum þar sem ljósmæður hafa tekið þátt í samfélaginu og unnið með konum, tengst þeim á margvíslegan hátt og mætt þörfum þeirra - af næmni. Þetta er að veita þjónustu byggða á gagnreyndri þekkingu, samhæfa umönnun, oft í þverfaglegu samstarfi. Vera faglegur vinur og styðja við sjálfstætt, upplýst val í fæðingarhjálp- inni, t.d. þegar tekin er ákvörðun um vatnsfæðingu, vera á fjórum fótum SAMTAL UM LJÓSMÓÐURFRÆÐI Lesley Page heiðursdoktor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands F R É T T I R Helga Gottfreðsdóttir, námsbrautarstjóri, Jón Atli Benediktsson, rektor, Lesley Page, heiðursdoktor, Herdís Sveinsdóttir deildarforseti og Inga Þórsdóttir, forseti heilbrigðisvísindasviðs.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.