Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 36
36 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 UMRÆÐUR Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa góða mynd af fæðingar- stellingum á Íslandi á fæðingarstöðum A og B. Vegna vanskráningar er ekki hægt að draga sömu ályktanir af notkun fæðingarstellinga á fæðingarstöðum C og D. Niðurstöðurnar gefa upplýsingar um fæðingarstellingar eingöngu en segja ekkert til um þær stellingar sem konur kunna að nýta sér á 2.stigi fæðingar. Þrjár algengustu fæðingarstellingarnar á tímabilinu voru hálfsitjandi (58,7%), liggj- andi á baki (12,9%) og á hlið (10,9%). Þær flokkast allar undir láréttar stellingar sem gerir aðgengi auðveldara fyrir ljósmæður og lækna (Gupta o.fl., 2017). Ákvörðun um fæðingarstellingu tengist mörgum þáttum. Af þeim konum sem sóttu fæðingarfræðslunám- skeið í rannsókn Nieuwenhujze o.fl. (2012) voru 80% upplýstar um fæðingarstellingar en aðeins rúmur fimmtungur taldi sig vera með nægilega góðar upplýsingar fyrir fæðingu um þær fæðingarstell- ingar sem standa þeim til boða. Því má velta fyrir sér hvort nægileg umræða um fæðingarstellingar sé í meðgönguvernd eða á fæðingar- fræðslunámskeiðum hér á landi og hvernig hún fer fram en í íslenskri rannsókn frá 2011 þar sem notagildi foreldrafræðslunámskeiða var skoðað frá sjónarhorni foreldra, töldu eingöngu 47,5% kvenna að fræðslan hefði hjálpað þeim að taka ákvarðanir varðandi stellingar í fæðingu (Helga Gottfreðsdóttir, 2011). Þekking á áhrifum fæðingar- rýmis á framgang fæðingar hefur aukist síðustu ár en fæðingarrýmið er jafnframt þáttur sem virðist hafa áhrif á hvaða bjargráð konur nýta sér í fæðingu. Til að mynda gefur staðsetning rúms í miðri fæðingarstofu til kynna að nota eigi rúmið við fæðingu (Jenkinson o.fl., 2014) en niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að flestar konur nýti sér það. Landspítali er langstærsti fæðingarstaður landsins með blandaðri fæðingardeild en þar er skráning á fæðingar- stellingum best, sé horft til rannsóknartímabilsins sem hér um ræðir. Fyrir nokkrum árum var þar innleitt breytt vinnulag til að lækka tíðni alvarlegra spangaráverka (Sveinsdottir o.fl., 2019) en skrán- ing fæðingarstellinga hófst sérstaklega eftir innleiðingu verklagsins. Skráningin fólst í að ljósmóðir skráði upplýsingar um m.a. spangará- verka og fæðingarstellingu á sérstakt blað en einn þáttur í breyttu vinnulagi Landspítalans um spangarstuðning felst í að konu sé leið- beint í fæðingarstellingu sem auðveldar ljósmóður að sjá spöngina við fæðingu barns (Sveinsdottir o.fl., 2019). Því mætti leiða að því líkur að ljósmæður á Landspítalanum séu líklegar til að stýra konum í ákveðnar fæðingarstellingar við framkvæmd spangarstuðnings sem hafi hugsanlega áhrif á val kvenna um stellingu í fæðingu. Niðurstöður þessarar rannsóknar á tengslum aldurs við fæðingar- stellingar eru í samræmi við niðurstöður rannsóknar de Jonge o.fl. (2009) þar sem eldri konur voru líklegri að fæða í uppréttum fæðingarstellingum samanborið við yngri konur. Frumbyrjur fæddu síður í uppréttum fæðingarstellingum, samanborið við fjölbyrjur en þær niðurstöður eru ekki í samræmi við niðurstöður rannsóknar Nieuwenhuijze o.fl. (2013), sem framkvæmdu sína rannsókn á ljósmæðrastýrðum einingum. Búseta kvenna virtist hafa tengsl við fæðingarstellingar þar sem konur búsettar á landsbyggðinni fæddu oftar í hálfsitjandi stellingu og konur búsettar á höfuðborgarsvæð- inu fæddu oftar í liggjandi stellingu. Hér ber þó að horfa til þess að flestar konur á höfuðborgarsvæðinu fæða á Landspítala en á fæðingarstöðum C og D eru vísbendingar um að uppréttar stell- ingar séu meira notaðar auk vatnsfæðinga. Hins vegar má benda á að hópurinn sem fæðir á Landspítala er stór en um 70-75% fæðinga fara að jafnaði fram þar og sá hópur er blandaður, konur með og án áhættuþátta. Giftar konur eða konur í sambúð fæddu oftar í uppréttum stellingum sem samræmist ekki niðurstöðum rannsóknar de Jonge o.fl. (2009). Velta má fyrir sér hvort hjúskaparstaða hafi þau áhrif á fæðingarstellingar að makar fæðandi kvenna styðji við þær að tileinka sér uppréttar stellingar í fæðingu. Konur með erlent ríkisfang eru 12,8% allra kvenna með skráða fæðingarstellingu. Þær konur með uppruna í lægsta HDI flokknum (<0,849) fæddu oftar í stoðum en konur með íslenskt ríkisfang. Í hollenskri rannsókn reyndist uppruni ekki hafa marktæk áhrif á fæðingarstellingar (de Jonge o.fl., 2009) líkt og var í niðurstöðum þessarar rannsóknar. Í ástralskri rannsókn kom hins vegar í ljós að konur af erlendum uppruna voru ólíklegri til þess að finnast þær taka þátt í ákvörðunum varðandi fæðinguna og skilja valmöguleika sína í fæðingu (Hennegan o.fl., 2015). Það að taka þátt í ákvörðunum getur haft áhrif á fæðingarstellingar og upplifun um stjórn í fæðingu (Nieuwenhuijze o.fl., 2013) og niðurstöður þessarar rannsóknar eru því innlegg í umræðu um hvernig staðið er að upplýsingagjöf, stuðn- ingi og einstaklingsmiðaðri umönnun kvenna af erlendum uppruna hér á landi. Tengsl eru á milli notkunar á utanbastsdeyfingu og fæðingar- stellinga samkvæmt niðurstöðum okkar. Við túlkun þeirra ber þó að hafa í huga að fæðingarstaðir C og D bjóða ekki utanbastsdeyfingu. Niðurstöður ítalskrar eigindlegrar rannsóknar sýna að ljósmæður upplifa að faglegt sjálfræði þeirra skerðist þegar konan er komin með utanbastsdeyfingu og þannig geti þær síður ráðlagt aðrar stell- ingar en láréttar (Colciago o.fl., 2019). Velta má fyrir sér hvort þetta sé upplifun ljósmæðra á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri en þar var notkun utanbastsdeyfinga 46% og 53% árið 2019 (Alexander Kr. Smárason o.fl., 2021). Á þeim stöðum fæddu konur sem nýttu sér utanbastsdeyfingu frekar í hálfsitjandi stellingu og frekar voru notaðar stoðir hjá þeim en hjá konum sem ekki nýttu sér utanbasts- deyfingu. Konur sem fæddu á fæðingarstöðum A og B fæddu í 92% tilvika í láréttri stellingu. Hægt er að velta upp hugsanlegum ástæðum fyrir þessari háu tíðni láréttra fæðingastaða. Ein ástæða væri notkun utanbastsdeyfingar. Einnig mætti nefna ástand kvenna, þar sem veikari konur og konum með hærri BMI er frekar ráðlagt að fæða Annað p Standandi n (%) % % % % % % % % % % Fæðingarstaðir <0,001 A + B 15.450 (96,2) 10,9 59 4,3 4,3 13,1 0,2 5,4 0,8 0,9 1 C 503 (3,1) 12,1 53,9 1,6 1,8 7,8 0,4 12,7 2,8 4,4 2,6 D 111 (0,7) 9 44,1 0,9 0 9,9 0,9 20,7 5,4 6,3 2,7 Vöntunargildi 0 <0,001 Með deyfingu 6.157 (38,3) 7,9 65,8 6,9 7,2 9,2 0,2 2,3 0,1 0,3 0,1 Án deyfingar 9.907 (61,7) 12,8 54,3 2,5 2,3 15,2 0,3 7,9 1,4 1,5 1,7 Vöntunargildi 0 Utanbastsdeyfing Fæðinga- stóll Á fjórum fótum Á hnjám í uppr. stöðu Önnur stelling Láréttar fæðingarstellingar Uppréttar fæðingarstellingar Á hlið Hálf- sitjandi Hálfs. m. fætur í fótstigum Í stoðum Liggjandi á baki Tafla 3. Hlutfall skráðra fæðingarstellinga eftir fæðingarstað og notkun utanbastsdeyfingar á meðal kvenna sem fæddu einbura í höfuðstöðu, um fæðingarveg án áhalda, á rannsóknartímabilinu 2012-2018, n = 16.064.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.