Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 15
15LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 eða hvort ástæða er til að halda fast við spöng eftir ákveðnum leiðbein- ingum, sem henta ekki alltaf í öllum aðstæðum. Mynda gagnvæmt traust þannig að konan treysti ljósmóðurinni og ljósmóðirin konunni. Það eru miklir möguleikar hér á landi fyrir fleiri ljósmæðrareknar einingar sem byggja á samfelldri umönnun, innan og utan sjúkrahúsa. Hvað varðar námskrá í ljósmóðurfræði er mikilvægt að nemendur fái tækifæri til að upplifa samfellda þjónustu með konum í náminu. Ég segi Lesley að þennan möguleika hafi nemendur í ljósmóðurfræði hér á landi, með svokölluðu MFS verkefni og eins að þeir fái tækifæri til að vera með í einni til tveimur heimafæðingum. Á þann hátt er skipulag náms- ins og klínísk þjálfun í fæðingarhjálpinni byggð á gagnreyndri þekkingu, sem ætti að hafa áhrif á starfsvettvang ljósmæðra eftir útskrift. Nemendur hafi hins vegar áhyggjur af að þeir fái ekki nauðsynleg námstækifæri og reynslu af eðlilegum fæðingum á Landspítala sem er aðalkennslustaður- inn. Í raun er það okkar siðferðilega og lagalega skylda að bjóða upp á það form barneignarþjónustu sem er í samræmi við nýjustu rannsóknir og þekkingu, auka ánægju og styrkja heilsu kvenna og fjölskyldna þeirra. Það er því furðuleg þessi tregða í kerfinu gagnvart þessu skipulagsformi barneignarþjónustu. Því það gerðist hér og víða annars staðar að slíkum einingum er lokað eftir ákveðinn tíma (eins og sagan um MFS eininguna og Hreiðrið á Landspítala sýnir) þrátt fyrir mjög góðan árangur og ánægju með þjónustuna. Ég spyr Lesley hvað hún haldi að valdi þessu. Já, þetta er áhugavert. Ég held að það geti verið vegna þess að þetta eru litlar einingar og annar kostur, ekki sjálfsagt val á þjónustu. Þegar það verður normið að bjóða upp á svona þjónustu sem fyrsta val og það sé eðlilegt að hafa fleiri litlar einingar sem byggja á þessari hugmynda- fræði ætti hlutfall milli þeirra og fæðingarstaða sem veita hátækniþjón- ustu að breytast og snúast við. Þetta er núna markviss opinber stefna í heilbrigðiskerfinu í Englandi, að efla samfelldar þjónustueiningar ljós- mæðra, samkvæmt ákveðnum skilgreiningum og að meirihluti fæðinga fari þar fram. Hugmyndir í þessa átt má sjá í nýrri stefnumótun heilbrigðisráðherra um barneignarþjónustu á Íslandi til ársins 2030 en þar er þó ekki að finna markvissa áætlun um breytingar, þrátt fyrir að nær 75 % fæðinga fari fram á Landspítala og einungis 25 % á minni fæðingarstöðum víða um land. Mér finnst Ísland vera að gera marga góða hluti og vera í þeirri forréttindaaðstöðu að geta kveikt elda og haft áhrif í heiminum, m.a. til að umbreyta og innleiða samfellda einstaklingsbundna þjónustu, sem ekki væri eingöngu umbreyting fyrir konur og fjölskyldur heldur líka fyrir ljósmæður. Mig langar til að tala um heitið ljósmóðir á íslensku, og þýðingu þess um að vera sú sem hjálpar barninu að fæðast í ljósið. Þú nefndir í doktorsritgerðinni þinni að þetta sé hægt að yfirfæri á ljós- móðurþekkinguna, þ.e. mikilvægi þess að innri þekking ljósmóðurinnar birtist eða sé í hávegum höfð, sem gæti leitt til öðruvísi leiðbeininga og umræðu um barnsfæðingar og ljósmóðurfræði. Í samfelldri þjónustu er í raun tækifæri fyrir konur og ljósmæður til að segja hver annarri nýjar sögur um þeirra gagnkvæma samband, tengslin sem myndast, báðum til gagns. Í því sambandi má benda lesendum á sögur kvenna sem birtar er á vef Bjarkarinnar – fæðingarstofu, sem Ilmur Björg Einarsdóttir skoðaði sérstaklega í sínu meistaraverkefni vorið 2021. Hennar niðurstaða sýndi vel hversu mikilvæg samfelld þjón- usta var fyrir jákvæða reynslu þeirra kvenna sem leita til Bjarkarinnar. Lesley segir það ljóst að við þurfum að halda áfram og umbreyta þjón- ustunni. Við höfum rannsóknirnar sem styðja það að breyta skipulaginu. Einnig að nota reynslusögur kvenna á ákveðinn hátt til að bæta þjónustu eða mæta væntingum, innleiða þeirra eigin söguskráningu formlega í fæðingarskýrslur, jafnvel með myndum. Þetta var m.a. aðeins gert í Englandi á síðasta ári meðal kvenna sem fæddu í einangrun og voru með COVID-19, við nýjar áður óþekktar aðstæður. Sem þekktur fyrirlesari hefur Lesley ferðast víða og kynnst ólíkum aðstæðum kvenna, fjölskyldna og ljósmæðra. Hvað hefur vakið sérstaka athygli? Fyrst og fremst hversu vel hefur verið tekið á móti mér, gestrisnin og vináttan sem hefur skapast, eins og til dæmis hér á landi. Allar ljósmæður vilja það sama og oft finn ég fyrir örvæntingu, þar sem hlutverk þeirra er ekki virt og þær virða sig ekki sjálfar. Þær og konur búa við alls konar og ómögulegar aðstæður. En það sem stendur upp úr hversu oft ég hef orðið vitni að þrautseigju þeirra og umönnun byggða á virðingu og með lotn- ingu, þrátt fyrir bágar aðstæður. Ég hef hitt konur í flóttamannabúðum við slæmar aðstæður og líka orðið vör við ofbeldi og illa meðferð og enn er að finna rútínubundinn aðskilnað mæðra og barna. Ég hef áhyggjur af því sem er að gerast víða í heiminum sem hefur áhrif á heilsu mæðra og barna. Okkar hlutverk ljósmæðranna til breytinga er hér mjög mikilvægt. Við getum líka margt lagt af mörkum í gegnum sambönd okkar við konur, maka þeirra og fjölskyldur, m.a. til að bæta samskipti og tengsl innan fjölskyldunnar fyrir framtíðina. Tengslin eru það sem skipta mestu máli og við sem ljósmæður verðum að viðurkenna hversu stórt og mikilvægt okkar hlutverk er í mannúðlegri barnsfæðingu (Humanising Childbirth) sem byggir á gagnkvæmri virðingu. Mannúðleg barnsfæðing þýðir í stuttu máli tvennt: Annars vegar að meðgangan, fæðingin og fyrstu vikurnar eftir fæðingu er náttúrulegt ferli sem er umbreytandi fyrir foreldra, þegar barnið er borið og fætt í þennan heim til að eiga eins heilbrigt líf og mögulegt er. Slík barnsfæðing hjálpar móður og maka eða hinu foreldrinu við aðlögun í nýju hlutverki sem er að hugsa um mann- lega veru til fullorðins ára. Þetta er tími sem kemur aldrei aftur, barnið fæðist ekki aftur og móðirin verður ekki móðir þessa barns aftur. Þessi tími hefur úrslitaáhrif á hvernig barninu farnast, þú getur breytt ýmsu á leiðinni en aldrei endurtekið. Hins vegar tengist mannúðleg umönnun eða barnsfæðing einnig breytingum á skipulagi barneignarþjónustu, menningunni, færni og menntun fagfólks sem sinnir ungu barnafjöl- skyldunni. Þetta á einnig við um fræðslu í samfélaginu og fjölmiðlum, en umræðan um barneignarferlið getur verið hlaðin fordómum um eðlilegar fæðingar og gagnvart því að inngrip ættu að vera sem fæst og minnst í barneignarferlinu. Þarna birtist ákveðin vankunnátta um ávinning þess að eiga eðlilega fæðingu, lítil þolinmæði er til staðar og menningarleg viðhorf um barneignir hafa almennt breyst í samfélaginu. Við Lesley tölum um hvernig umræðan um mikilvægi þess að vernda eðlilegar fæðingar getur tengst umhverfismálum, loftlagskrísunni og eyðingu jarðar. Tíminn í kringum barnsburð skipti hér máli. Það eru tilgátur um að í barneignarferlinu sé lagður grunnur að mannúð- legri tengslamyndun, öryggi og ást milli barnsins, móðurinnar og fjöl- skyldunnar. Það í sjálfu sér tengist ákveðinni fórnfýsi, óeigingirni, að vera til staðar, hjálpa og vernda hvert annað og þar með umhverfið. Mannúðleg fæðing getur því haft áhrif til góðs, aukið umhyggju fyrir umhverfinu og kynslóðum framtíðarinnar. Það sem er að gerast í heim- inum í dag er að keisaraskurðum fjölgar og eru í veldisvexti. Núna er keisarafæðing ein af hverjum fimm, sem hefur áhrif á líffræðilega fjöl- breytni, flóru líkamans, umhverfið og heilsu fólks til frambúðar. Við Lesley endum þetta samtal með því að huga alþjóðlegri ljósmóður- fræði, er hún kannski um þessa hreyfingu að efla mannúðlega umönnun hvar sem er í heiminum, að við tökum höndum saman um að stuðla að betra fæðingarumhverfi? Lesley segir að þó aðstæður séu ólíkar í heim- Lesley Page með undirritaðri, Herdísi Sveinsdóttur, Helgu Gottfreðsdóttur og Jóni Atla Benediktssyni rektor.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.