Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 sama dag fundið fyrir verkjum í kviðnum. Hún ákvað að fara á hákarlaveiðarnar og með í þeim leiðangri voru einnig þau Sveinn Dagsson bóndi á Felli 47 ára, sonur hans Dagur 23 ára á sama bæ, Rannveig Jónsdóttir vinnukona á Krossnesi, önnur ónafngreind kona og svo barnsfaðir Jófríðar og húsbóndi hennar sem jafnframt var formaður á bátnum Magnús Jónsson 25 ára. Á miðjum hákarlaveiðum fann Jófríður að barnið vildi í heim- inn. Sat Rannveig vinnukona yfir henni á meðan hún fæddi stúlku úti á opnum hákarlabát á Atlantshafi. „Bóndi fór úr skinnpeysu sinni og var peysan „látin utan um barnið“. Var síðan haldið í land með Jófríði og barnið. Engum sögum fer af því hvort hákarl hafi verið með um í togi. Þegar í land var komið var farið með Jófríði og barnið hennar til Magnúsar Guðmundssonar hreppstjóra á Finnbogastöðum þar sem hún var skírð. Fæðing litlu Guðrúnar og skírn hennar er stað- fest í kirkjubók fyrir Árnessókn. Jófríður móðir hennar var ógift en faðir hennar, Magnús húsbóndi var kvæntur og átti eiginkona hans von á barni þetta sama ár, 1848. Hann eignaðist annað stúlku- barn, Guðlaugu með eiginkonu sinni. Bæði börnin hans, Guðrún sem hann átti með vinnukonu sinni, Jófríði og Guðlaug sem hann átti með eiginkonu sinni, náðu aðeins að verða rúmlega ársgamlar. Guðrún, sem fæddist í hákarlalegunni lést á bænum Ingólfsfirði þann 19. mars 1849 úr „andarteppu“ og Guðlaug lést 29. apríl 1849 af völdum „lærmeins“ á heimili foreldra sinna, Krossnesi. Erla Dóris Halldórsdóttir, sagnfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Á hákarlaveiðum fæddist stúlkubarn, Guðrún þann 24. febrúar árið 1848. Heimild myndar: Héraðsskjalasafn Austur-Húnavatnssýslu, item 1152. Ljósmyndari: Arnór Egilsson. Hér sést til ræningjaskipa í Vestmannaeyjum. Tölvugerð mynd eftir Magnús Þorsteinsson úr heimildarmyndinni Tyrkjaránið (2002).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.