Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 33
33LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 39 years old gave birth more often in an upright position (12,0% and 14,8%), compared to primigravidas (4,7%, p <0.001) and women aged 25-29 (7,0%, p <0.001) and women with foreign citizenship gave birth more often in a supine birth positions (92,4%), compared to icelandic women (90,8%, p <0.001). The prevalence for a supine birth position in birth place A and B was 91,6% and women who had an epidural were more likely to give birth in a semi-recumbent position (65,8%), compared to women who gave birth without an epidural (54,3%, p <0.001). Conclusion: The majority of women in Iceland use supine positions in childbirth. There is a relationship between lower age, being a primipara, having a capital area residence, not being married/coha- biting, not being employed/student, having a foreign citizenship, giving birth in a birth place A or B and epidural use, and giving birth in a supine position. Keywords: Birth position, pregnant women, informed choice, midwifery. INNGANGUR Upprétt fæðingarstelling og hreyfing á fyrsta stigi fæðingar hefur jákvæð áhrif á framgang fæðingar og sumar stellingar tengjast bein- línis betri útkomu móður og nýbura í fæðingu, eins og styttra öðru stigi fæðingar, lægri tíðni áhalda- og keisarafæðinga auk færri tilfella óeðlilegs fósturhjartsláttar (Zang o.fl., 2020; Gupta o.fl., 2017). Þannig benda klínískar leiðbeiningar á að íhlutun í fæðingu geti falist í því eingöngu að breyta um stellingu (NICE, 2017). Fæðingarstell- ingar geta einnig haft áhrif á líðan konu í fæðingu og að hún upplifi sig með meiri stjórn þegar val um stellinguna liggur hjá henni sjálfri (Nieuwenhuijze o.fl., 2013). Með því að upplýsa konur um kosti mismunandi fæðingarstellinga, geta ljósmæður ýtt undir tilfinningu þeirra um stjórn og þannig haft jákvæð áhrif á fæðingarupplifun þeirra (Nieuwenhuijze o.fl., 2012). Fjöldi þátta hefur áhrif á hvaða fæðingarstellingar konur nota. Einn er fæðingarumhverfið, bæði fæðingarstofan en ekki síður fæðingar- staðurinn en í vestrænum heimi er algengt að hafa rúm í miðju fæðingarherbergis. Rúmið verður þannig í brennidepli sem styður auðveldara eftirlit og auðveldar jafnframt aðgengi að konunni ef þörf er á inngripum í fæðinguna. Hins vegar er hættara við því að konunni líði eins og hún þurfi að fæða þar og getur staðsetning á rúmi í fæðingarstofu því beinlínis haft áhrif á val konu um fæðingarstell- ingu (Jenkinson o.fl., 2014). Með sívaxandi notkun utanbastsdeyfinga innan sjúkrahúsa eru konur enn frekar bundnar við rúm í láréttum fæðingarstellingum vegna áhrifa deyfingarinnar á taugakerfi líkam- ans og vinnuleiðbeininga sem gilda um umönnun kvenna með utan- bastsdeyfingu (Anna S. Verharðsdóttir o.fl., 2017; Desseauve o.fl., 2017). Aðrir þættir, svo sem hærra menntunarstig konunnar, hafa verið tengdir við uppréttar fæðingarstellingar (Nieuwenhuijze o.fl., 2013). Upplýsingagjöf og fræðsla á meðgöngu virðist jafnframt skipta máli en þátttaka konu í fæðingarfræðslunámskeiði hefur verið tengd vali á uppréttri fæðingarstellingu (Nieuwenhuijze o.fl., 2013). Þannig eru stellingar sem konur eru í við fæðingu undir áhrifum margra samverk- andi þátta s.s. fæðingarumhverfisins, menntunar, fræðslu á meðgöngu og vinnulags á hverjum fæðingarstað. Engar upplýsingar hafa verið birtar um fæðingarstellingar kvenna hér á landi. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna í hvaða stell- ingum konur á Íslandi fæða einbura í höfuðstöðu, jafnframt því að kanna tengsl milli ýmissa bakgrunnsbreyta kvennanna, notkun utan- bastsdeyfingar og fæðingarstaðar við fæðingarstellingar. Tilgangur- inn var að skapa umræður meðal ljósmæðra og annarra sem sinna fæðingarhjálp og auka þekkingu sem gæti nýst við endurskoðun á upplýsingagjöf og fræðslu til barnshafandi kvenna um fæðingarstell- ingar. FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR Fæðingarstellingum er oft skipt upp í tvo megin flokka, uppréttar og láréttar stellingar. Fer þá skiptingin eftir horninu sem lárétta planið (oft rúmið) og miðpunktar þriðju og fimmtu lendahryggja konu mynda. Ef það er meira en 45° þá er staðan talin upprétt en annars liggjandi. Hnébeygjustaða, sitjandi staða og standandi stöður með allskyns breytileika eru því taldar uppréttar stöður. Hins vegar eru stöðurnar liggjandi á baki, með fætur í stoðum, hliðarstöður og fleiri, taldar liggjandi stöður (Desseauve o.fl., 2017; Gupta o.fl., 2017). Aðrar rannsóknir skipta stellingum í flokka eftir því hvar spjaldhryggurinn sveigist, þá hvort spjaldbein konu heldur uppi líkamsþyngd hennar eða ekki. Þær stellingar sem á ensku kallast Flexible sacral positions eru liggjandi á hlið, á fjórum fótum, standandi, sitjandi upprétt og hnébeygjustaða (Berta o.fl., 2019; Zang o.fl., 2020). Þessar stellingar eiga það sameiginlegt að í þeim heldur spjaldbein konu ekki uppi líkamsþyngd hennar. Sjá má á Mynd 1 hvernig stellingar eru almennt flokkaðar og er myndin byggð á grein Gupta o.fl. (2017) sem er yfir- litsgrein 32 rannsókna. Við fæðingu barns þurfa margir þættir að vinna saman, líkami móður og staða barnsins. Í líkama móður þarf leghálsinn að umbreyta byggingu sinni fyrir tilstilli samdrátta sem verða vegna hormóna og þrýstings af kolli barns. Þegar barn snýr með hnakka fram og höku að bringu sinni lágmarkar það þvermál kollsins sem þarf að komast í gegnum mjaðmagrind móður (Dessauve o.fl., 2017). Uppréttar stelll- ingar eða stellingar þar sem spjaldbein konu getur sveigst (Zang o.fl., 2020) geta aukið grindarinngang um 6-8 mm (Dessauve o.fl., 2020). Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á styttra annað stig fæðingar þegar konur voru í uppréttum stellingum eða stellingum þar sem spjald- hryggur gat sveigst (Gupta o.fl., 2017; Zang o.fl., 2020; Moraloglu o.fl., 2017). Þegar konur eru í uppréttum stellingum eykur það líkur á að barn nái að snúa sér í fæðingu og fæðist með hnakka fram (Gizzo o.fl., 2014). Tengsl bakgrunnsbreyta og fæðingarstellinga Í rannsókn Nieuwnhuijze o.fl. (2013) frá Hollandi voru könnuð tengsl milli bakgrunns kvenna og fæðingarstellinga þeirra. Líklegra var að frumbyrjur fæddu í uppréttum fæðingarstellingum. Í rann- sókn de Jonge o.fl. (2009) sem einnig var gerð í Hollandi um tengsl bakgrunnsbreyta og fæðingarstellinga gáfu niðurstöður til kynna að konur eldri en 36 ára og konur með hærra menntunarstig voru líklegri til að fæða í uppréttri stellingu samanborið við yngri konur. Hjúskap- arstaða, að eiga barn áður og lengd rembingsstigs hafði ekki mark- tæk áhrif á fæðingarstellingu (de Jonge o.fl., 2009). Lítið hefur verið skrifað um tengsl ríkisfangs og fæðingarstellinga en í grein de Jonge o.fl. (2009) kom ekki fram að uppruni hefði áhrif á fæðingarstellingu. Í rannsókninni var eingöngu safnað gögnum frá ljósmæðrastýrðum einingum í Hollandi en í úrtakinu voru færri konur af erlendum uppruna en í almenna þýðinu. Hinsvegar gáfu niðurstöður ástralskrar rannsóknar Hennegan o.fl. (2014) til kynna að konur af erlendum uppruna og þær sem töluðu annað tungumál en áströlsku, fæddu frekar í láréttum stellingum eins og liggjandi á baki eða á hlið, í stað uppréttra stellinga. Tengsl fæðingarstaðar og fæðingarstellinga Í áðurnefndri rannsókn de Jonge o.fl. (2009) sem gerð var á ljósmæðra- Mynd 1. Flokkun fæðingarstellinga byggð á flokkun Gupta o.fl. (2017).

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.