Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 27
27LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 F R É T T I R Árið 2019 var Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigð- isþjónustu til ársins 2030 samþykkt á Alþingi (Heilbrigðisráðu- neytið, 2019). Í framhaldinu skipaði þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, starfshóp sem ætlað var að vinna tillögur að heildstæðri stefnu um barneignarþjónustu á Íslandi fyrir árin 2020- 2030, þá fyrstu sinnar tegundar. Starfshópinn skipuðu: Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir og sérfræðingur í Heilbrigðisráðuneytinu; Alexander Smárason, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri; Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir, tilnefnd af Háskóla Íslands; Hulda Hjartardóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, tilnefnd af Landspítala; Ósk Ingvarsdóttir, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, tilnefnd af Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins; og Sigrún Kristjánsdóttir, ljósmóðir, tilnefnd af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Starfshópurinn leitaði álits hjá fjöl- mörgum stofnunum og fagfólki sem endurspeglaði barneignarþjón- ustuna eins og hún leit út árið 2020. Afrakstur vinnu starfshópsins, Barneignarþjónusta – Stöðuskýr- sla og tillögur starfshóps ráðherra, leit dagsins ljós í desember 2020 (Heilbrigðisráðuneytið, 2020). Í september 2021 var skýrslunni fylgt eftir með skjalinu Barneignarþjónusta – aðgerðaáætlun, sem unnið var í Heilbrigðisráðuneytinu (Heilbrigðisráðuneytið, 2021). Með tilkomu stefnu- og aðgerðaáætlunar um barneignarþjónustu er lagður grunnur að markvissri og metnaðarfullri þróun barneignarþjónustu á landsvísu. Í þeim felast fjölmörg sóknartækifæri fyrir ljósmæður og annað fagfólk sem starfar í barneignarþjónustu og vill stuðla að umbótum í þágu fæðandi fjölskyldna í landinu. Dæmi um stefnumál sem birt eru í stefnunni, og fylgt eftir í aðgerðaáætluninni, eru: Fagmennska og menntun: – Aukin áhersla á fagrýni, gæðaverkefni, nýsköpun og þróun. – Aukið aðgengi fagfólks á landsbyggðinni að sí- og endurmenntun, bæði í heimabyggð og með fjarskiptabúnaði, og gott aðgengi að uppfærðu fræðsluefni stærri stofnana. Úrbætur á landsbyggðinni: – Formlegt og skipulagt samstarf stærri stofnana, s.s. Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri, og smærri stofnana á landsbyggðinni svo tryggja megi sem jafnast aðgengi að sérhæfðri þjónustu. – Innleiðing á stöðu umdæmisljósmóður í hverju heilbrigðisumdæmi sem hafi yfirsýn yfir barneignarþjónustu í umdæmi sínu. – Innleiðing á stöðum héraðsljósmæðra í dreifðari byggðum sem tryggir að hvergi sé lengra en klukkustundar neyðarflutningur í vakt- þjónustu ljósmóður. Kven- og kynheilbrigði: – Tryggt aðgengi allra grunn,- framhalds- og háskólanema að ráðgjöf um kynheilbrigði, getnaðarvarnir og barneignir. Kostnaður við kaup á getnaðarvörn takmarki ekki aðgengi. – Samþætt og bætt ráðgjöf um kven- og kynheilbrigði og ráðgjöf fyrir þungun (e. preconseptional care). – Tryggt aðgengi að upplýsingum um þungunarrof og samræmt verk- lag um meðferð utan stærri sjúkrahúsa. Meðgönguvernd: – Tryggt aðgengi að faglegri grunnþjónustu í heimabyggð og fræðslu um þá þjónustu sem er í boði, m.a. fósturgreiningu. – Meðgönguorlof frá 36. viku meðgöngu. – Þörf fyrir sérhæfða annars stigs þjónustu í hverju heilbrigðisumdæmi verði skilgreind. – Tækjabúnaður vegna fjarheilbrigðisþjónustu verði til taks og fullur ferðakostnaður greiddur þegar sækja þarf þjónustu fjarri heima- byggð. – Fjárhagsleg og félagsleg staða sé ekki fyrirstaða fyrir nauðsynlegri sérhæfðri þjónustu, s.s. vegna ófrjósemi. – Þjónusta vegna fósturmissis verði samfelld og skipulögð. Fæðingarþjónusta: – Settur verði á fót faglegur samráðsvettvangur um fæðingar. Samræmdar leiðbeiningar um fæðingarferlið verði gefnar út á land- vísu. Gæðavísar taki mið af líkamlegri útkomu og upplifun foreldra. – Efling fæðingarþjónustu sem miðar að eðlilegu fæðingarferli innan og utan sjúkrahúsa, með óhindruðu aðgengi að ráðgjöf og flutningi á hærra þjónustustig. – Ákvarðanir um dreifingu fæðingarstaða, opnun þeirra eða lokun, verði teknar á faglegum grundvelli með öryggi, gæði og rétt kvenna til að eiga val að leiðarljósi. – Tryggt aðgengi að fagþekkingu þegar fæðing hefst fjarri skilgreindri fæðingarþjónustu, ásamt aðgengi að húsnæði nærri fæðingarstöðum fyrir foreldra sem búa í dreifðari byggðum. – Aðbúnaður á kvennadeild Landspítala verði bættur fyrir bæði starfs- fólk og notendur. – Endurskoðun á leiðbeiningum um val á fæðingarstað. Ítarlegar tillögur fylgja. Sængurlega: – Heimaþjónusta í sængurlegu fái formlega umgjörð án þess að missa sveigjanleika sinn og fagmennsku. Aðgengi að þjónustunni verði tryggt alla daga ársins. – Heimaþjónustu verði stýrt og sinnt af ljósmæðrum, ýmist innan stofnana eða hjá sjálfstæðu ljósmæðrafyrirtæki. Tryggt verði að mönnun standi undir óskertri þjónustu. – Sveigjanleg þjónusta í sængurlegu til fjölskyldna sem búa fjarri helstu þjónustukjörnum.verði teknar á faglegum grundvelli með öryggi, gæði og rétt kvenna til að eiga val að leiðarljósi. – Vitjanir í sængurlegu nái upp að 4-6 vikna aldri barna. – Aðgengi að sérhæfðri brjóstagjafaráðgjöf verði tryggt upp að sex mánaða aldri barna. – Nám í brjóstagjafaráðgjöf verði byggt upp hérlendis. Ósjúkratryggðar og erlendar konur: – Ósjúkratryggðum og erlendum konum verði tryggð fullnægjandi barneignarþjónusta, góð leiðsögn um réttindi sín og aðstoð við að sækja þau. Það er von þeirra sem að verkefninu stóðu að nýja stefnan og aðgerðaá- ætlunin verði ljósmæðrum og öðru fagfólki hvatning til dáða. Á því ári sem nú er að líða hafa ljósmæður þegar haft frumkvæði að spennandi verkefnum sem hægt er að styðja með tilvísun í þau málefni sem sett eru á oddinn í stefnunni. Það verður gaman að sjá nýjar hugmyndir vakna á næstu árum og sjá barneignarþjónustuna blómstra fram til ársins 2030. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir og Sigrún Kristjánsdóttir, ljósmóðir. HEIMILDIR Heilbrigðisráðuneytið. (2019). Heilbrigðisstefna – stefna fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030. Reykjavík: Heilbrigðisráðuneytið. Sótt á https://www.stjornarradid.is/ library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Heilbrigdisstefna_4.juli.pdf Heilbrigðisráðuneytið. (2020). Barneignarþjónusta – Stöðuskýrsla og tillögur starfshóps ráðherra. Reykjavík: Heilbrigðisráðuneytið. Sótt á https://www.stjornarradid.is/librar- y/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Barneignarthjonusta_Stoduskyr- sla_og_tillogur_07012020.pdf Heilbrigðisráðuneytið. (2021). Barneignarþjónusta – aðgerðaáætlun. Reykjavík: Heil- brigðisráðuneytið. Sótt á https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heil- brigdisraduneytid/ymsar-skrar/Barneignar.pdf NÝ STEFNA OG AÐGERÐAÁÆTLUN UM BARNEIGNARÞJÓNUSTU Á ÍSLANDI

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.