Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 40

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 40
40 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Dvölin getur verið veitt sem liður í barnaverndarlögum nr. 80/2002 eða á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 en einnig laga um þjónustu við fatlað fólk nr. 38/2018. Urðarbrunnur hefur fengið tilskilin leyfi til að veita slíka þjón- ustu og er úrræðið einnig samþykkt af Barnaverndarstofu og hefur verið fært inn í úrræðabankann þeirra. Hver eru helstu markmið starfseminnar? Þjónustan á að vera heildræn og stuðla að góðri líðan og heil- brigði foreldra og barna. Markmiðið er að veita foreldrum stuðn- ing og þjálfun svo þeir geti mætt barni með ákveðnum ramma og festu og verið betur í stakk búnir til þess að tryggja öryggi og vellíðan þess. Grundvallaratriðið er að fækka alvarlegum barna- verndarmálum og móta leiðir til þess að hægt sé að bregðast við um leið og velferð barna er í hættu. Dvölin á Urðarbrunni á að gera þessum hópi kvenna eða foreldra kleift að geta borið ábyrgð á heimilishaldi, umönnun og uppeldi barna og búa börnum sínum góð uppvaxtarskilyrði allt frá meðgöngu og fæðingu. Og síðast en ekki síst að koma í veg fyrir kynslóðatilfærslu ef við á. Hverjar eru megin áherslurnar í starfinu? Þjónustan felur meðal annars í sér: • Stuðning á meðgöngunni hvað varðar heilbrigði og mataræði/bæti- efni. • Fræðslu á meðgöngu – fæðingarfræðslu og brjóstagjafanámskeið. • Aðstoð við að útvega heppilegan klæðnað og búnað fyrir nýburann. • Leiðbeiningar í að sinna nýburanum eftir þörfum og aldri barns. • Aðstoð og kennslu við að sinna heimilishaldi s.s. þrifum, elda- mennsku, innkaupum og þvotti. • Stuðning til þess að draga úr áhrifum áfalla og stuðla að tengsla- myndun. • Skaðaminnkandi inngrip. • Náms- og starfsráðgjöf. • Undirbúning fyrir flutning fjölskyldu í eigin búsetu. • Fósturaðlögun ef til þess kemur. Hverjir starfa á heimilinu? Hvaða menntun hafa þeir sem þar vinna? Ég legg mikla áherslu á að á Urðarbrunni starfi fagmenntað starfsfólk og helst með reynslu. Sem dæmi um fagfólk eru ljós- mæður, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, náms- og starfsráðgjafar, uppeldisfræðingar, þroskaþjálfarar, áfengis- og vímuefnaráð- gjafar, fjölskylduráðgjafar og matráður. Nú hafa borist fréttir að rekstur heimilisins gangi ekki vel. Hver hefur staðið á bak við reksturinn hingað til og er búið að leysa rekstrarvandann? Urðarbrunnur var með fullbúna fallega íbúð í blokk á Völl- unum í Hafnarfirði. Þetta taldi ég heppilega staðsetningu þar sem Vellirnir eru á höfuðborgarsvæðinu en þó ekki miðsvæðis en það er mikilvægt að huga að slíku fyrir svona þjónustu. Af Völl- unum er stutt í alla þjónustu og samgönguleiðir góðar. Gert var ráð fyrir að í upphafi yrði eitt úrræði fyrir þjónustuna en mark- miðið samkvæmt rekstraráætlun var að strax á árinu 2022 yrðu tvö mismunandi húsnæði í boði fyrir þjónustuna og 2023 þrjú. Þetta töldum við mikilvægt þar sem fjölskyldurnar geta verið í misjöfnum aðstæðum og með misjafnar þarfir og því afar mikil- vægt að velja heppilegt úrræði þegar taka á ákvörðun um hvaða heimili hentar hverjum og einum. Staðan er varðar rekstur Urðarbrunns er hins vegar afar flókin eins og er og er hálfgerð pattstaða í gangi. Fyrir það fyrsta tók hálft ár að fá leyfið í gegn fyrir rekstri þjónustunnar. Þegar leyfið var svo loksins komið þá tóku við erjur er varðar kostnað- arhlutann en það hefur ekki náðst samkomulag um greiðslufyrir- komulag vegna þjónustunnar. Ríkið vill að svo stöddu ekki taka þátt né greiða fyrir þjónustuna því samkvæmt lögum á þjónusta er varðar vistun barna að vera á herðum sveitarfélaganna. Sveitar- félögin segjast hins vegar ekki geta greitt fyrir þjónustuna. Það er afar sorgleg staðreynd að ekki sé hægt að vinna að samkomulagi um greiðslufyrirkomulag til dæmis á þann hátt að ríkið og sveitar- félög deili kostnaði á einhvern hátt. Eins og ég lít á þetta er þetta nefnilega ekki kostnaður heldur fjárfesting í framtíð barnanna og í raun foreldranna líka því það er svo mikilvægt að þau upplifi að þau hafi fengið tækifæri. Þessir fyrstu mánuðir og í rauninni ár í lífi barns er svo gríðarlega mikilvægur fyrir framtíð barnsins. Tengsl sem börn mynda við foreldra sína leggja grunn að fram- tíð þeirra og hafa áhrif á þroska, velferð og heilsu þeirra fram á fullorðinsár. Foreldrar geta átt erfitt með tengslamyndun þegar þeir eru hjálparþurfi og er þá mikilvægt að veita þeim stuðning á fyrstu æviárum barnsins til að fyrirbyggja neikvæð tengsl. Annars erum við að rúlla áfram snjóbolta og viðhalda vandamálunum innan fjölskyldunnar eða þessari svokölluðu kynslóðartilfærslu. Hver eru þá örlög Urðarbrunns? Því miður er staðreyndin sú að á meðan að þetta ósamkomulag er í gangi þá getum við ekki veitt þjónustuna. Ég þurfti nýlega að skila íbúðinni sem ég hafði tekið á leigu fyrir þjónustuna og því er ekkert heimili starfrækt sem stendur. Ég hafði sjálf lagt út fyrir öllum kostnaði í kringum þetta en á einhverjum tímapunkti varð ég að stoppa. Ég er að bíða eftir að allt skýrist betur með nýrri ríkisstjórn og þá tekur við vinna með samráðshóp um efnið. Ég ætla að berjast eins og ég get fyrir breytingu á lögunum eða halda áfram með tillögu til lagabreytinga á þessu sviði sem hefur legið ofan í skúffu ráðherra síðan í byrjun árs 2013. Þessi þjónusta ætti að vera veitt af ríkinu svo öll börn eigi jafnan rétt á góðri framtíð óháð búsetu. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri um stöðuna, ástæður og áhrif vímuefnavandans á barneignarferlið? Staðreyndin er sú að á síðastliðnum árum hefur neysla ólög- legra vímuefna verið sívaxandi vandi og er orðinn þó nokkuð umfangsmikill hér á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Því miður er aukningin mest meðal yngra fólks og sýna kannanir að konur séu í auknum mæli að sækja sér vímuefnameðferð, einkum ungar konur. Þar sem hluti vímuefnaneytenda eru ungar konur á barneignaraldri er óhjákvæmilegt að einhverjar þessara kvenna verði barnshafandi. Aukin þekking og dýpri skilningur á áfalla- sögu og heilbrigðisvanda kvenna með alvarlegan vímuefnavanda sýnir okkur að mikilvægt er að mæta þeim með jákvæðu hugarfari, án fordóma og líta á fíkn sem sjúkdóm en ekki sjálfvalinn lífsstíl. Einnig er mikilvægt að veita þessum konum viðeigandi úrræði til þess að styðja við þær og veita þeim öruggt skjól. Á sama tíma erum við þá að koma til móts við þarfir og mótun barnsins þar sem líferni móður og tengslamyndun þeirra á milli hefur mikið að segja til um það hvernig líf barnsins sem einstaklingur á eftir að þróast. Vímuefnaneysla á meðgöngu getur haft ýmsar alvarlegar afleiðingar í för með sér bæði fyrir móðurina og ekki síst barnið. Því fyrr sem gripið er inn í á meðgöngu því meiri möguleikar eru á að lífsgæði þeirra beggja geti batnað til muna og að þau eigi fyrir sér bjartari framtíð sem samfélagsþegnar. Við þökkum Elísabetu kærlega fyrir og óskum henni góðs gengis með þetta frumkvöðlastarf. Vonandi vökva örlaganornir Askinn til að lífskraftur Urðarbrunns viðhaldist og þessi mikilvæga og tíma- bæra þjónusta verði komin af stað aftur sem allra fyrst. Anna Guðný Hallgrímsdóttir og Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir. HEIMILDIR OG ÍTAREFNI Daníelsdóttir, Sigrún og Ingudóttir, Jenný. (2020). The First 1000 Days in the Nordic Countries: A Situation Analysis. https://pub.norden.org/nord2020-051/nord2020-051. pdf Nissinen, N. M., og Frederiksen, N. (2020) ‚Identifying use of alcohol and other substances during pregnancy A Nordic overview‘. Nordic Welfare Centre: Stockholm https://nord- icwelfare.org/en/projekt/pregnancy-alcohol/ Heimasíða samtaka allra Norðurlandanna FASD Nordic um vímuefni og barneignarferlið: https://www.fasdnordic.org/

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.