Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 49
49LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021
sviði fæðingarhjálpar, sængurlegu, brjóstagjafar eða kynheilbrigðis
á spítalanum þrátt fyrir að nokkrar séu með sérfræðingsleyfi. Það er
umhugsunarvert í ljósi þess að Landspítali er flaggskip fæðingarþjón-
ustu á landsvísu með um 75% allra fæðinga á landinu. Það er brýnt að
vinna að því að fjölga stöðum sérfræðiljósmæðra þannig að stöður séu
við allar deildir barneignarþjónustu og/eða innan helstu áherslusviða í
barneignarþjónustu á Landspítala.
Fyrir utan ljósmæður sem útskrifuðust úr ljósmóðurnámi til starfs-
réttinda með MS gráðu vorið 2021, luku þrjár ljósmæður meistara-
námi á árinu 2021 meðfram starfi á Landspítala. Nokkrar ljósmæður á
Landspítala stunda nú meistaranám og tengjast verkefni þeirra í mörgum
tilvikum klínískri starfsemi.
Einn stjórnarmeðlimur, Emma Marie Swift, hætti störfum á Landspít-
ala og gekk því úr stjórn fagráðsins í september. Í stjórn sitja nú sex
ljósmæður og mynda tengingu við öll sérsvið ljósmóðurfræðinnar. Allar
hafa þær setið í stjórn í eitt ár og gefa kost á sér til áframhaldandi stjórn-
arsetu 2022.
Starfið framundan
Fjölmörg verkefni eru framundan hjá Fagráði um ljósmæðraþjónustu.
Fyrst á dagskrá er framhald samtals yfirljósmæðra og stjórnar um leiðir
til að laða ljósmæður til starfa á Landspítala.
Jafnframt verða skoðaðir möguleikar á stofnun faghópa innan fagráðsins
í þeim tilgangi að vinna að málefnum innan hvers sérsviðs ljósmóðurfræða.
Þá er stefnt að Rannsóknakaffi í málstofum tvisvar á vormisseri 2022 og
tvisvar á haustmisseri.
Fagráðið mun beita sér áfram fyrir því að stöðum sérfræðiljósmæðra
verði fjölgað í samræmi við þarfagreininguna sem unnin var á árinu.
Fagráðið vinnur áfram að þróun starfsþjálfunar/-náms til sérfræðiréttinda
ljósmæðra á landsvísu, í samvinnu við Námsbraut í ljósmóðurfræði,
Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og Ljósmæðrafélag Íslands.
Efla þarf samskipti við meðlimi fagráðs utan stjórnar sem forstöðu-
mann kjarna, framkvæmdastjóra sviðs og framkvæmdastjóra hjúkr-
unar í samræmi við verklag um skipulag fagráða.
Í stjórn fagráðs sitja:
Valgerður Lísa Sigurðardóttir, formaður
Helga Gottfreðsdóttir, varaformaður
Bryndís Ásta Bragadóttir, ritari
Edda Sveinsdóttir
Hallfríður Kristín Jónsdóttir
Sigrún Ingvarsdóttir
Stjórn hvetur til að erindi sem óskað er eftir að fagráðið fjalli um
og falla undir hlutverk þess berist á netfangið valgerds@landspitali.is.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
óskar ljósmæðrum gleðilegra jóla og
farsæls komandi árs með þökkum fyrir
ómetanlegt framlag á liðnu ári.
LEIÐRÉTTING
Í grein Oddnýjar Aspar Gísladóttur og félaga um reynslu landsbyggðarljósmæðra af notkun klínískra leiðbeininga um
sykursýki á meðgöngu (1. tbl. 2021, bls.34-40), misritaðist ártal. Í fræðilegum bakgrunni, þriðju málsgrein á bls. 35,
þar sem kemur fram að sitt hvort verklagið um skilgreiningar á meðgöngusykursýki hafi gilt, á að vera ártalið 2008
(ekki 2012).