Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 24

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 24
24 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Þegar gagnlíkindi (GL) heilsufarsflokkunar voru skoðuð fyrir bráðavitjanir kom í ljós að með heilsufarsflokkun B (GL=2,1, 95% ÖB: 1,79-2,42 og C (GL=2,08 ÖB 95% 1,68-2,56) hjá móður og barni voru líkurnar á að móðir og barn fengju bráðavitjun frá ljós- móður auknar í samanburði við mæður og börn í heilsufarsflokki A (tafla 4). Þegar gagnlíkindi voru leiðrétt fyrir aldri móður, bæri, keisaraskurði og heilbrigðisumdæmi varð samband heilsufarsflokk- unar við bráðavitjanir enn sterkara, heilsufarsflokkur B (GL=2,42, ÖB 95% 2,02-2,92) jók líkur á bráðavitjun ögn meira en C flokkur (GL=2,4, ÖB 95% 1,9-3,03). Vitjanir brjóstagjafaráðgjafa tengd- ust einnig heilsu mæðra og nýbura (Tafla 4). Mæður í heilsufars- flokki B voru með aukin líkindi á að fá vitjun brjóstagjafaráðgjafa (GL=1,79, ÖB 95% 1,55-2,07), líkindin voru þó meiri hjá mæðrum í heilsufarsflokki C (GL=2,42, ÖB 95% 2,0-2,91), samanborið við flokk A. Þegar líkindin voru leiðrétt fyrir aldri móður, bæri, keisara- skurði og heilbrigðisumdæmi jukust líkindin á brjóstagjafaráðgjöf hjá öllum heilsufarsflokkum til muna (LGL=2,01 flokkur B og 2,65 flokkur C), samanborið við heilsufarsflokk A. Konur í óskráðum heilsufarsflokki voru einnig í aukinni áhættu á að þurfa bráðavitjun (LGL=1,56, ÖB 95% 1,11-2,15 og heimsókn brjóstagjafaráðgjafa (LGL=8,17, ÖB 95% 6,74-9,90) og var síðari áhættan töluvert hærri en fyrir skráðu heilsufarsflokkana. UMRÆÐUR Niðurstöður rannsóknarinnar sýna aukningu fjölda mæðra/nýbura með heilsufarsflokkun B og C á rannsóknartímabilinu (2012-2019) og sambærilega fækkun á fjölda mæðra/nýbura í heilsufarsflokki A. Yfir rannsóknartímann varð einnig aukning á bráðaþjónustuvitj- unum og brjóstagjafaráðgjöf. Niðurstöður okkar gáfu til kynna að mæður og nýburar sem eru í hærri áhættuflokki eru líklegri til að þurfa á bráðavitjun eða brjóstaráðgjöf að halda miðað við mæður og nýbura í flokki A. Á rannsóknartímabilinu fækkaði vitjunum ljós- mæðra um um það bil eina vitjun í hverjum heilsufarsflokki. Mikil fjölgun mæðra og nýbura í heilsufarsflokkum B og C gefur vísbendingar um að heilsa mæðra og nýbura fari versnandi þegar líður á tímabilið. Erfitt er þó að fullyrða nokkuð um nánari ástæður þessara breytinga þar sem heilsufarsflokkunin tilgreinir ekki hvers vegna flokkunin er gefin (Hildur Sigurðardóttir, 2014a; Sjúkratryggingar Íslands og ljósmæður, 2018). Vitað er að ýmsir lífsstílstengdir sjúkdómar, svo sem meðgönguháþrýstingur og meðgöngusykursýki, hafa aukist verulega á síðustu árum og getur þetta hafa haft áhrif á þá aukningu sem hefur orðið á heilsufars- flokkun B þar sem heilsufarsflokkunin tekur einmitt mið af háþrýstingi, meðgöngueitrun og sykursýki (Ananth o.fl., 2019; Drąsutienė o.fl., 2016; Gortazar o.fl., 2019; Lavery, Friedman, Keyes, Wright og Ananth, 2017; Swift, Tomasson, Gottfreðsdóttir, Einarsdóttir og Zoega, 2018). Einnig hefur aldur mæðra hækkað og með hækkandi aldri má gera ráð fyrir auknum áhættuþáttum á meðgöngu og í fæðingu (Swift o.fl., 2018). Að sama skapi hafa erlendar rannsóknir sýnt að blóðmissir eftir fæðingu hefur aukist (Ford, Patterson, Seeho og Roberts, 2015; Mehrabadi, Hutcheon, Lee, Liston og Joseph, 2012). Ekki hafa verið birtar upplýsingar um breytingar á blóðmissi eftir fæðingu en lokaritgerð Karenar Sólar Sævarsdóttur (2020) sýnir að á árunum 2013-2018 var aukn- ing í blæðingu eftir fæðingu sem voru yfir 500 ml og yfir 1000 ml veruleg (Karen Sól Sævarsdóttir, 2020). Þessar breytingar gætu að hluta til skýrt meiri þörf á eftirfylgni ljósmóður í heimaþjón- ustu á síðustu árum. Að síðustu má benda á að árið 2014 var gerð breyting á rammasamningi og mátti þá gefa undanþágu á C flokkun þannig að konur og börn sem lágu sængurlegu í allt að 86 tíma gætu þegið heimaþjónustu. Það eru því einhverjar líkur á því að fjöldi þeirra kvenna og barna sem hafi átt kost á heimaþjónustu í flokki C hafi aukist vegna þessara breytinga, en gögnin okkar sýna þó ekki fjölgun á skjólstæðingum sem þiggja heimaþjónustu fyrr en á árunum 2018 og 2019. Það má því telja ólíklegt að þessi breyting á rammasamningi skýri þá miklu hlutfallslegu fjölgun sem sést í heilsufarsflokki C. Vitjanir voru að meðaltali færri í lok tímabilsins samanborið við fjölda vitjana í rannsókn frá árinu 2010 (Hildur Sigurðardóttir, 2010a). Erfitt er þó að bera þessar tölur saman þar sem ólíkir rammasamningar ljósmæðra við Sjúkratryggingar voru í gildi á þeim tímum þegar rannsóknirnar voru gerðar (Sjúkratryggingar Íslands og ljósmæður, 2009, 2018). Til að mynda var hámarks- fjöldi vitjana ellefu árið 2010 en samkvæmt núgildandi samningum er hámarksfjöldi vitjana sem gefinn er sjö. Ein undantekning er á þessu, en það er að mæður sem fæða börn sín í heimahúsi fá að hámarki átta vitjanir. Fækkun á meðalfjölda vitjana samræmist þeim skerðingum sem hafa orðið á heimiluðum hámarksfjölda vitjana með breytingum á rammasamningi yfir rannsóknartímann (Sjúkra- tryggingar Íslands og ljósmæður, 2011, 2013, 2018). Á rannsóknartímanum varð veruleg aukning á bráðavitjunum og geta hlutfallslegar aukningar á heilsufarsflokkum B og C hjá mæðrum og nýburum skýrt þá aukningu að einhverju leyti þar sem mæður sem upplifa kvilla á meðgöngu eða í fæðingu eða fæða með keisaraskurði eru líklegri til þess að þurfa á bráðaþjónustu ljós- móður að halda (Batra, Fridman, Leng og Gregory, 2017). Það er líka hugsanlegt að þegar fjöldi heimilaðra vitjana var lækkaður árið 2013 og aftur árið 2018 hafi þörfin á bráðavitjunum aukist. Það er því líklegt að um samspil skertrar þjónustu, breytinga á heilsufari og jafnvel vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigðismál hafi haft þessi áhrif á tíðni bráðavitjana. Skýrsla Ljósmæðrafélagsins frá árinu 2010 (Hildur Sigurðardóttir, 2010b) greindi frá því að tæplega 18% mæðra í heimaþjónustu fengu tilvísun á annan fagaðila fyrir frekari aðstoð vegna heilsufarsvandamála. Í langflestum tilfellum var tilvísunin gefin vegna heilsu móður en ekki vegna heilsu barns. Ekki var unnt að finna upplýsingar um hvers vegna bráðavitjanir eiga sér stað eða hve oft þær leiði til innlagna á heilbrigðisstofnun í okkar gögnum en slík rannsókn myndi varpa frekari ljósi á heilsu mæðra og nýbura í sængurlegu. Aukning varð einnig á fjölda á vitjunum brjóstagjafaráðgjafa á tímabilinu og konur/nýburar í heilsufarsflokkum B og C voru líklegri til að þurfa á sérhæfðri brjóstagjafaráðgjöf að halda. Hugs- anleg ástæða þess er mikil vitundarvakning á síðustu árum í samfé- laginu um mikilvægi brjóstagjafar og að brjóstagjöf hefur orðið sýnilegri (Hallfríður Kristín Jónsdóttir, 2020). Hlutfall brjóstagjafar við tólf mánaða aldur barns jókst einnig á árunum 2004-2008 en engar opinberar tölur um stöðu brjóstagjafar hafa verið birtar síðan þá (Hildur Björk Sigbjörnsdóttir og Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, 2012). Staða brjóstagjafaráðgjafa var starfrækt á Landspítala á árunum 1998-2013 en árið 2013 var hún lögð niður („Saga félags brjóstagjafaráðgjafa á Íslandi“, e.d.). Engin staða brjóstagjafaráð- gjafa er við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu en sjö ljósmæður sinna sérhæfðri brjóstagjafaráðgjöf á öllu landinu sem verktakar með samning við SÍ. Einnig sinnti á tímabilinu ein ljósmóðir sérfræðiþjónustu við brjóstagjöf á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítala Háskólasjúkrarhúss („Brjóstagjafaráðgjafi - Ingibjörg Eiríksdóttir“, e.d.). Aukin áhersla var lögð á miklivægi brjósta- gjafar í nýlegri stefnu heilbrigðisyfirvalda um barneignarþjónustu á Íslandi og styður rannsókn okkar við ályktanir þeirra um að þörfin fyrir brjóstaráðgjöf hefur aukist verulega á Íslandi (Barneignarþjón- usta - aðgerðaráætlun, 2021). Árið 2008 var sett á reglugerð um gæðavísa í heilbrigðisþjónustu á Íslandi („Reglugerð um gæðavísa sem notaðir eru til að meta gæði og árangur innan heilbrigðisþjónustunnar nr 1148/2008“, 2008). Það er hlutverk landlæknis að velja gæðavísa sem henta hverri þjón- Áhættuþáttur GL (ÖM 95%) LGL (ÖM 95%)* GL (ÖM 95%) LGL (ÖM 95%)* Heilsufarsflokkur A Viðmið Viðmið Heilsufarsflokkur B 2,10 (1,79-2,42) 2,42 (2,02-2,92) 1,79 (1,55-2,07) 2,01 (1,70-2,39) Heilsufarsflokkur C 2,08 (1,68-2,56) 2,40 (1,90-3,03) 2,42 (2,00-2,91) 2,65 (2,15-3,26) Heilsufarsflokkur óskráður 1,61 (1,23-1,98) 1,56 (1,11-2,15) 3,46 (2,95-4,06) 8,17 (6,74-9,90) Bráðavitjun Brjóstagjafaráðgjafi *Leiðrétt fyrir aldri, bæri, keisaraskurði og heilbrigðisumdæmi Tafla 4. Óleiðrétt og leiðrétt gagnlíkindahlutfall fyrir bráðavitjanir og brjóstagjafaráðgjöf í tengslum við heilsufarsflokkun kvenna sem fengu heimaþjónustu í sængurlegu á Íslandi á tímabilinu 2012-2019.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.