Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 34

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 34
34 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 stýrðum einingum í Hollandi, fæddu 90% kvenna í láréttri stellingu. Þá voru um 6% kvenna sem fæddu í fæðingarstól, 1% sitjandi, 1% standandi og 1% í hnébeygjustöðu. Í rannsókn Nieuwnhuijze o.fl. (2013) fæddu konur sem fæddu barn sitt heima frekar í uppréttum fæðingarstellingum samanborið við hóp sem fæddi á sjúkrahúsi. Niðurstöður rannsóknar frá fæðingarheimili í Ástralíu leiddu hins vegar í ljós að algengasta fæðingarstellingin var að vera á fjórum fótum eða á hnjám í uppréttri stöðu en um 48% kvenna fæddi í henni. Þá voru 12% kvennanna í hálfsitjandi stellingu, 10% notuð- ust við fæðingarstól, 8% standandi, 5% á hlið og 3% í hnébeygju- stöðu (Dahlen o.fl., 2013). Í austurrískri rannsókn Bodner-Adler o.fl. frá 2004 kom fram að uppréttar fæðingarstellingar voru algengari á ljósmæðrastýrðri einingu en blandaðri fæðingardeild. Í rannsókn- inni kom jafnframt fram að hálfsitjandi staða var algengust á báðum einingunum (Bodner-Adler o.fl., 2004). Tengsl notkunar utanbastsdeyfingar og fæðingarstellinga Utanbastsdeyfing er ein áhrifaríkasta verkjameðferðin í fæðingu en getur aukið lengd fæðingar og aukið notkun áhalda í fæðingu (Walker o.fl., 2018) og er deyfingin jafnframt tengd láréttum fæðingarstell- ingum vegna áhrifa hennar á taugakerfi líkamans (Desseauve o.fl., 2017). Þannig sýndu niðurstöður viðtalsrannsóknar frá Norður-Ítalíu þar sem tekin voru viðtöl við ljósmæður á þremur fæðingardeildum, að uppréttar stöður voru ekki alltaf í boði fyrir konur með mænurót- ardeyfingu vegna áhrifa deyfingarinnar á líkamann. Ljósmæðurnar sögðu hálfsitjandi stöðu og með fætur í stoðum vera algengustu stellingarnar í fæðingu á þeirra vinnustað. Þær sögðust hvetja konur í upprétta stöðu eða vera á fjórum fótum ef konurnar réðu við það til að hjálpa höfði barnsins að færast niður fæðingarveginn (Colciago o.fl., 2019). Í samantekt Walker o.fl. (2018) voru ákveðnar útkomu- breytur skoðaðar hjá konum í uppréttum fæðingarstellingum eftir því hvort konurnar fengu deyfingu eða ekki. Samkvæmt samantekt- inni virðist upprétt stelling fyrir konur með epidural deyfingu ekki hafa verri útkomu fæðingar í för með sér sé litið til fjölda fæðinga sem enda með keisaraskurði, áhaldafæðinga, blæðingu eftir fæðingu, lengd 2.stigs, áverka á spangarsvæði eða útkomu barns. AÐFERÐ Þessari rannsókn var ætlað að kanna í hvaða fæðingarstell- ingum konur á Íslandi fæða og skoða tengsl milli breyta sem kunna að hafa áhrif á fæðingarstellingar, eins og ýmissa bakgrunns- þátta kvennanna, fæðingarstað og notkun utanbastsdeyfingar við fæðingarstellingar. Þetta efni hefur ekki verið skoðað áður hér á landi og var markmið rannsóknarinnar að hún gefi upplýsingar um í hvaða stellingum konur fæða hér á landi, og hvaða þættir geta mögulega haft áhrif á fæðingarstellingar kvenna á Íslandi. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar. 1. Í hvaða stellingum fæddu konur einbura í höfuðstöðu, um fæðingarveg án áhalda, á Íslandi á árunum 2012-2018? 2. Eru tengsl milli aldurs kvenna, bæri, fjölda fyrri barna, búsetu, hjúskaparstöðu, ríkisfangs, atvinnu, fæðingarstaðar eða notkunar utanbastsdeyfingar, og stellinga sem þær fæða í? Til að svara þessum rannsóknarspurningum var gerð lýðgrunduð ferilrannsókn hjá hópi kvenna sem fæddu einbura í höfuðstöðu, um leggöng án áhalda, á árunum 2012 til 2018, alls 20.870 fæðingar. Upplýsingar voru fengnar úr gagnasafni Fæðingaskráar Íslands og var rannsóknartímabilið ákvarðað út frá skráningu á fæðingar- stellingum sem hófst markvisst árið 2012. Gagnasafnið inni- heldur upplýsingar um allar fæðingar á Íslandi frá 22+0 vikna meðgöngulengd eða ef þyngd nýbura er ≥ 500 g. Ferilhópurinn var takmarkaður við fæðingar einbura, barna í höfuðstöðu og þeirra barna sem fæðast án áhalda þar sem þær konur hafa frekar val um fæðingarstellingu. Breytur Frumbreyturnar voru aldur við fæðingu barns (<19 ára, 20-24, 25-29, 30-34, 35-39 og >40 ára), hjúskaparstaða (í sambúð/giftar, annað), búseta (höfuðborgarsvæðið, annað), atvinna (í námi/ vinnu, annað), bæri (frumbyrja, fjölbyrja), utanbastsdeyfing (ICD- 10: WAA307 og ZXXX30), ríkisfang (íslenskt, erlent og Human Development Index (HDI) >0,900, HDI 0,850-0,899, HDI <0,849) og fæðingarstaður (A+B, C og D). Konur með erlent ríkisfang voru flokkaðar í 3 hópa eftir HDI ríkisfangslands þess. Til þeirra landa sem eru með HDI <0,849, má nefna Pakistan, Úkranía og Litháen. Í mið HDI-hópnum voru lönd líkt og Pólland og Tékkland með HDI 0,850-0,899. Í þriðja hópnum voru lönd eins og Norðurlönd og Bretland, með HDI >0,900. Frekari upplýsingar um gagnasafn rann- sóknarinnar og aðferðafræði má finna í Guðmundsdóttir o.fl. (2021). Skráningu vantaði um ríkisfang fyrir 59 konur (0,4%) og gátu þær því ekki flokkast með HDI vísitölu. Þær voru þó í hópnum konur með erlent ríkisfang. Breytan fæðingarstaður var flokkuð eftir þjón- ustustigi þeirra í hópa samkvæmt leiðbeiningum um fæðingarstað frá Embætti Landlæknis. Landspítali er í flokki A, Sjúkrahús Akur- eyrar í flokki B, Heilbrigðisstofnun Vesturlands er dæmi um flokk C og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Björkin/heimafæðing dæmi um fæðingarstað í flokki D (Landlæknisembættið, 2007). Fæðingar- staðir A og B voru sameinaðir sem þriðja stigs fæðingarstaður, þar sem konum sem eru í áhættumeðgöngu/ -fæðingu er ráðlagt að fæða, aðgengi er að ljósmæðrum, fæðingarlæknum, svæfingalæknum, nýburalæknum og -hjúkrunarfræðingum og nýburagjörgæslu. Fylgibreytur rannsóknarinnar voru eftirfarandi fæðingarstellingar: á hlið, hálfsitjandi, hálfsitjandi með fætur í fótstigum, í stoðum, liggjandi á baki, fæðingastóll, á fjórum fótum, á hnjánum í uppréttri stöðu, standandi og önnur stelling. Þá voru fæðingarstellingarnar einnig settar saman í tvo hópa samkvæmt Cochrane samantekt Gupta o.fl. (2017), í láréttar og uppréttar stellingar. Láréttar stellingar eru á hlið, hálfsitjandi, hálfsitjandi með fætur í fótstigum, í stoðum og liggjandi. Uppréttar stellingar eru fæðingastóll, á fjórum fótum, á hnjám í uppréttri stöðu og standandi. Í gagnasafninu voru vatns- fæðingar með skráðar fæðingarstellingar í 60% tilfella (n=1.088) og voru þær því í úrtakinu. Tölfræðileg úrvinnsla Reiknuð voru hlutföll og tíðni allra frumbreyta og átta mismun- andi fæðingarstellinga, auk breytunnar önnur stelling. Hlutfall var reiknað af öllum skráðum fæðingarstellingum. gerðar krosstöflur og kí-kvaðrat marktektarpróf til að skoða tengsl milli frumbreyta við fæðingarstellingarnar á hlið, hálfsitjandi, hálfsitjandi með fætur í fótstigum, í stoðum, liggjandi á baki, fæðingastóll, á fjórum fótum, á hnjánum í uppréttri stöðu, standandi og breytunnar önnur stelling. Miðað var við 95% marktektarmörk, (p <0.05). Að auki var spönn aldurs kvenna (samfelld breyta), meðalaldur og staðalfrávik (SD) reiknuð. Þessi rannsókn er hluti af stærra verkefni sem ber nafnið „Erlendar konur á Íslandi: útkoma á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu og samskipti þeirra við heilbrigðiskerfið“. Tilvísunarnúmer: VSNb2019050003/03.01. Viðbótarleyfi fékkst vegna þessarar rann- sóknar (nr. 19-104.V1). NIÐURSTÖÐUR Af 20.870 fæðingum kvenna sem fæddu einbura í höfuðstöðu um fæðingarveg án áhalda á tímabilinu, voru skráðar fæðingarstellingar alls 16.064, eða um 77% fæðinganna. Meðalaldur kvennanna var um 29 ár við fæðingu (SD = 5,32), spönn 14-48 ár. Frumbyrjur voru 39,6% þeirra kvenna með skráða fæðingarstellingu og fjölbyrjur 60,4%. Meðalaldur frumbyrja var 26 ár og meðalaldur fjölbyrja 31 ár. Konur með íslenskt ríkisfang voru 87,2% þeirra með skráða fæðingarstellingu og konur með erlent ríkisfang 12,8%. Flestar kvennanna með skráða fæðingarstellingu, það er 96,2%, fæddu á fæðingarstöðum A eða B, 3,1% á fæðingarstöðum C og 0,7% á fæðingarstöðum sem eru flokkaðir D. Af öllum konum með skráða fæðingarstellingu, notuðu 38,3% utanbastsdeyfingu. Í Töflu 1 má sjá tíðni og hlutfall allra fæðingarstellinga á árunum 2012-2018. Algengast var að konur með skráða fæðingarstellingu fæddu í láréttri fæðingarstöðu á rannsóknartímabilinu (91%), 58,7% fæddu í hálfsitjandi stöðu, 12,9% í liggjandi stöðu á baki og 10.9% kvenna

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.