Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 47
47LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021
því að þetta gæti ekki gengið. Einnig hafði ljósmóðirin sem sinnti konunni á
undan mér lagt upp með það að drengurinn fengi ábót sem fyrst, þrátt fyrir að
engin ástæða hafi verið til þess á þessum tímapunkti. Ég hafði gefið móðurinni
strax þau skilaboð að barnið þyrfti ábót og þar með að hún gæti ekki gefið því
sína eigin brjóstamjólk. Þar dró ég úr henni í stað þess að styrkja hennar sjálfs-
öryggi við brjóstagjöfina.
Eftir á að hyggja skiptir það minnstu máli hvort broddur eða mjólk hafi að
lokum komið hjá konunni. Mestu máli skiptir að viðhorf mitt breyttist og ég
lagði mitt af mörkum til að styðja þessa konu og aðstoða við að leggja grunn að
farsælli brjóstagjöf. Í þessu tilfelli ætlaði ég að fara eftir tilfinningu sem byggð
var á vanþekkingu og fordómum og er ég þakklát fyrir að hafa verið stöðvuð af
áður en lengra gekk og ég fékk tækifæri til að veita þessari nýju fjölskyldu þá
umönnun sem þau áttu rétt á.
LOKAORÐ
Móðir hefur rétt á því að taka sjálf upplýstar ákvarðanir um atriði sem snúa
að hennar eigin brjóstagjöf og ættu ljósmæður og heilbrigðisstarfsfólk að virða
það til hins ýtrasta. Jákvæð viðhorf ljósmæðra til brjóstagjafar sem miðast við
upplýst val konu eru mikilvæg til að veita nauðsynlegan stuðning við brjósta-
gjöfina.
HEIMILDASKRÁ
Embætti landlæknis. (2015). Brjóstagjöf. Sótt þann 26. ágúst 2020 af:
https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item25346/
Ingibjörg Eiríksdóttir. (2016). Ábótagjöf nýbura. Gæðahandbók Landspítalans.
Dahlen, H., Jackson, M. og Stevens, J. (2011). Homebirth, freebirth and doulas: Casualty and Ljós-
móðir.is. (2019). Brjóstakorn: Upphafið og ábótargjafir. Sótt þann 26. ágúst 2020 af:
http://www.ljosmodir.is/saengurlega/brjostakorn/nanar/5703/upphafid-og-abotargjafir
McFadden, A., Gavine, A., Renfrew, M. J., Wade, A., Buchanan, P., Taylor, J. L., . . . MacGillivray,
S. (2017). Support for healthy breastfeeding mothers with healthy term babies. Cochrane Data-
base Syst Rev, 2(2), Cd001141. doi:10.1002/14651858.CD001141.pub5
Nommsen-Rivers, L. A., Chantry, C. J., Peerson, J. M., Cohen, R. J. og Dewey, K. G. (2010). Dela-
yed onset of lactogenesis among first-time mothers is related to maternal obesity and factors
associated with ineffective breastfeeding. The American Journal of Clinical Nutrition, 92(3),
574-584. doi:10.3945/ajcn.2010.29192
Su, L.-L., Chong, Y.-S., Chan, Y.-H., Chan, Y.-S., Fok, D., Tun, K.-T., . . . Rauff, M. (2007).
Antenatal education and postnatal support strategies for improving rates of exclusive breast
feeding: randomised controlled trial. 335(7620), 596. doi:10.1136/bmj.39279.656343.55
Zanardo, V., Pigozzo, A., Wainer, G., Marchesoni, D., Gasparoni, A., Di Fabio, S., . . . Trevisanuto,
D. (2013). Early lactation failure and formula adoption after elective caesarean delivery: cohort
study. 98(1), F37-F41. doi:10.1136/archdischild-2011-301218
Eins og kemur fram í formannspistli þá hefur stjórn Ljósmæðra-
félags Íslands nú gert samning við Áfalla- og sálfræðimiðstöðina
um þjónustu fyrir ljósmæður sem hafa orðið fyrir alvarlegu áfalli í
starfi eða þurfa á handleiðslu að halda.
Áfalla- og sálfræðimiðstöðin hefur á að skipa þverfaglegum hópi
fagaðila sem leggur áherslu á gagnreyndar aðferðir. Boðið er upp á
fjölbreytta þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
Samningurinn við Ljósmæðrafélagið felur í sér að félagsmenn fái
forgang á biðlista og að reynt sé að finna meðferðartíma eins fljótt
og unnt er. Um er að ræða einstaklingsviðtöl en einnig er mögulegt
að bjóða upp á fræðslu í formi fyrirlestra fyrir stærri hópa.
Starfsstöð Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar er í Hamraborg
11 í Kópavogi en einnig er boðið upp á fjarþjónustu í gegnum
Kara Connect og því hægt að veita ljósmæðrum þessa sérhæfðu
þjónustu um allt land. Sjöfn Evertsdóttir, sálfræðingur er fram-
kvæmdastjóri Áfalla- og sálfræðimiðstöðvarinnar og segir hún
mikinn áhuga vera á samstarfi við Ljósmæðrafélagið hjá sínu fólki
og það sé ánægjulegt að geta þjónustað þennan mikilvæga hóp
sem ljósmæður eru.
Nánari upplýsingar um Áfalla- og sálfræðimiðstöðina er að finna
heimasíðunni www.asm.is