Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 17

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2021, Blaðsíða 17
17LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - DESEMBER 2021 Á átjándu og nítjándu öld fæddu konur á Íslandi í flestum tilvikum á heimilum sínum enda engin fæðingarstofnun starfrækt á þeim tíma ef frá er talin fæðingarstofnun í Vestmannaeyjum í nokkur ár um miðja nítjándu öld. Í þessari grein verður fjallað um þrjár íslenskar konur sem fæddu börn sín á óvenjulegum fæðingar- stöðum, ein var í haldi mannræningja árið 1627 í Tyrkjaráninu, önnur fæddi í Tukthúsinu í Reykjavík árið 1791, þar sem nú er Stjórnarráðshúsið og forsætisráðuneytið er til húsa og sú þriðja átti barn í hákarlaleiðangri árið 1838. Allar fæddu þær lifandi og heilbrigð börn og lifðu fæðingarnar af. FÆÐING UM BORÐ Í RÁNSSKIPI TYRKJA Á LEIÐ Í ÞRÆLDÓM TIL ALGEIRSBORGAR Prestsfrúin í Vestmannaeyjum árið 1627, Ástríður (Ásta) Þorsteinsdóttir var barnshafandi í júní það ár þegar hún var hertekin af Tyrkjum eða „illmennum og morðingjum“ eins og fram kemur í dagbók séra Ólafs Egilssonar, eiginmanns Ástríðar. Honum, Ástríði og börnum þeirra og fleiri Eyjamönnum var rænt og fólkið flutt nauðugt með Tyrkjaskipi til Algeirsborgar í Norður-Afríku. Þar átti að selja þau í þrældóm. Voru séra Ólafur, Ástríður eiginkona hans og börn þeirra látin dúsa niðri í skipinu og lágu þau þar við gömul segl og tjöld sem Tyrkirnir höfðu rænt í Vestmannaeyjum. Þann 30. júlí 1627 fæddi Ástríður, eiginkona séra Ólafs dreng þarna niðri í skipinu, úti á miðju hafi. Mjög líklega hefur séra Ólafur tekið sjálfur á móti syni sínum og hann skírði drenginn „á laun með hryggðarfullu hjarta“. Drengurinn fékk nafnið Jón. Þegar Tyrkirnir heyrðu barnsgrát söfnuðust þeir saman og tveir þeirra gáfu drengnum gamlar skyrtur utan um sig. Bæði drengnum Jóni og móður hans, Ástríði heilsaðist vel eftir fæðinguna. Tyrkjaskipið náði landi í Algeirsborg hálfum mánuði eftir fæðingu Jóns. Hann lést í Algeirsborg sem ungbarn en foreldrum hans, Ástríði og séra Ólafi var sleppt úr ánauð sinni og komu aftur til Vestmannaeyjar, hann árið 1628 og hún ásamt fleiri Eyjamönnum árið 1637. FÆÐING Í TUKTHÚSINU Í REYKJAVÍK Þann 23. mars árið 1791 fæddi Ingibjörg Jónsdóttir „lífsfangi“ eins og hún var titluð í kirkjubók fyrir Reykjavík, lifandi stúlku- barn í Tukthúsinu í Reykjavík og gekk fæðingin vel. Ingibjörg lá í fangaklefa sínum í steinbyggðu tukthúsinu. Stúlkan var annað barn hennar en hún sat í fangelsi fyrir að hafa kyrkt fyrsta barn sitt með „bryddingar–fari af peysunni“ sinni og grafið það í fjósahaug í ágúst 1788. Ódæðið framkvæmdi hún á bænum Hofsstöðum í Blönduhlíð í Skagafjarðarsýslu þar sem hún var vinnukona. Faðir barnsins var talinn vera Guðmundur Einarsson, vinnumaður í Mið–Móa í Fljótum. Þessi skelfilegi verknaður Ingibjargar komst upp þegar farið var að grafa í fjósahaug á bænum. Barnið fannst er haugurinn var mokaður. Ingibjörg var flutt á Alþingi þar sem hún var dæmd þann 18. júlí árið 1789 „fyrir að hafa deytt sitt eigið líf-afkvæmi“ eins og fram kemur í Alþingisbókin 1788. Í bók Más Jónssonar, Dulsmál kemur fram að líflátsdómur yfir Ingibjörgu var staðfestur af hæstarétti þann 26. maí árið 1790 og Danakon- ungur staðfesti hann 13. ágúst sama ár. Ingibjörg var flutt í Tukthúsið í Reykjavík árið 1788 og hefur að öllum líkindum beðið milli vonar og ótta en hennar beið skelfi- legur dauðdagi, að „klípast 5 sinnum með glóðandi töng, hennar hægri hönd lifandi afhöggvast með öxi og síðan höfuðið, hvar eftir líkaminn leggist á steilur, en höfuðið ásamt hendinni festast á staka“. Á meðan Ingibjörg beið aftökunnar í Tukthúsinu í Reykjavík fæddi hún annað barn, stúlku þann 23. mars árið 1791. Í kirkjubók fyrir Reykjavík segir þetta: „Ingibjörg Jónsdóttir lífsfangi fæddi stúlku í Tukthúsinu í Reykjavík“. Hún lýsti Þórólf Tómasson vinnumann í Viðey sem föður að stúlkubarni sínu. Þórólfur var þjófur og þau hafa mjög líklega kynnst í Tukthúsinu. Hann fór fram á að kvænast henni en því var neitað af danska kansellíinu í Kaupmannahöfn. Viku eftir fæðinguna var litla stúlkan skírð í Tukthúsinu og fékk nafnið Hólmfríður. Hólmfríður litla var tekin af móður sinni og sett í fóstur og átti eftir að vera á flækingi fram á fullorðinsár. Ingibjörg Jónsdóttir, móðir Hólmfríðar var flutt til Skagafjarðar þegar Hólmfríður dóttir hennar var átján mánaða og „höggvin á háls þann 30. júlí 1792“, að því er talið á Helluhólm við Víðivelli. Er líflát Ingibjargar síðasta aftaka í Skagafjarðarsýslu. FÆÐING Á HÁKARLAVEIÐUM Fimmtíu og sjö árum eftir fæðingu Hólmfríðar í Tukthúsinu fæddi önnur íslensk kona á óvenjulegum fæðingarstað. Forsaga þessarar fæðingar er að í baðstofunni á Finnbogastöðum í Árnes- sókn í Strandasýslu þann 26. febrúar 1848 var verið að skíra tveggja daga stúlku. Mjög líklega hefur móðir stúlkunnar, Jófríður Hansdóttir þrítug vinnukona verið viðstödd skírn dóttur sinnar en hún var á öðrum degi í sængurlegu sinni eftir fæðinguna. Jófríður var vinnukona á bænum Krossnesi og átti það til að fara á hákarla- veiðar með húsbónda sínum, Magnúsi Jónssyni, bónda á bænum ásamt fleiri vinnumönnum. Þennan örlagaríka vetrardag, 24. febrúar 1848 var Jófríður á hákarlaveiðum ásamt Magnúsi, sem reyndar var einnig barns- faðir hennar. Jófríður var þá barnshafandi og hafði um morguninn, S Ö G U L E G U R F R Ó Ð L E I K U R ÓVENJULEGIR FÆÐINGARSTAÐIR Á FYRRI ÖLDUM Í Tukthúsinu, sem nú er Stjórnarráð Íslands fæddi lífsfanginn, Ingibjörg Jónsdóttir 41 árs, Hólmfríði dóttur sína þann 23. mars 1791. Átján mánuðum síðar var Ingibjörg tekin af lífi fyrir að fæða fyrsta barn sitt á laun í ágúst 1788 og fyrirkoma því.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.